Halldór og Hamar bíða eftir fyrsta sigri: Sterkir karakterar í klefanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2023 16:00 Ragnar Ágúst Nathanaelsson var með 19 stig, 15 fráköst, 6 stoðsendingar og 5 varin skot þegar Hamar vann sigur á Álftanesi í febrúar. Vísir/Vilhelm Nýliðarnir í Subway deild karla í körfubolta mætast í kvöld í Forsetahöllinni á Álftanesi en það hefur verið ólíkt gengið hjá liðum Álftaness og Hamars í fyrstu fimm umferðunum í vetur. Álftnes hefur komið sterkt inn með þrjá flotta sigra í fimm fyrstu leikjum félagsins í efstu deild en Hamarsmenn hafa tapað öllum fimm leikjum sínum. Aron Guðmundsson ræddi við Halldór Karl Þórsson, þjálfari nýliða Hamars, í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þetta er ekki alveg sama lið hjá þeim og maður var að undirbúa sig fyrir á síðasta vetri þótt að það séu sömu púsl þarna inn á milli. Þetta eru töluvert stærri og betri leikmenn á blaði núna eins og Haukur Helgi og kaninn sem þeir eru með (Douglas Wilson),“ sagði Halldór Karl Þórsson. Hörður Axel ekki með „Mér skilst það að Hörður Axel (Vilhjálmsson) sé ekki með þeim í kvöld og við sleppum alla vega við það verkefni,“ sagði Halldór Karl. Hvað þarf Hamarsliðið að gera í kvöld til að landa fyrsta sigri sínum í deildinni? Halldór Karl Þórsson, þjálfari nýliða Hamars.Vísir/Vilhelm „Við erum bara búnir að tala um það að sýna smá leikgleði og koma af krafti inn í leikinn. Við erum búnir að vera í jöfnum leikjum í fjórum af fimm umferðum. Það var aðeins Valsleikurinn sem var alls ekki góður en hinir leikirnir hafa verið jafnir,“ sagði Halldór. Hafa misst leikina frá sér Hamarsliðið hefur verið að leiða leikina en svo hafa komið erfiðir kaflar inn á milli. „Við höfum misst þessa leiki frá okkur en við þurfum mjög mikið að halda haus og koma andlega sterkir inn í leikinn. Það er stutt síðan við töpuðum mjög mikilvægum leik á heimavelli en það kannski hjálpar smá að við vorum að keppa á móti Álftanesi í fyrra,“ sagði Halldór. „Þrátt fyrir að þeir séu með nýja leikmenn þá er þetta liðið sem við unnum á okkar heimavelli þegar við mættumst síðast fyrr á þessu ári. Við ætlum að koma sterkir til leiks og reyna að ná í okkar fyrsta sigur,“ sagði Halldór. Hamar vann 98-91 sigur á Álftanesi þegar liðin mættust í febrúar. Með mjög sterka karaktera inn í klefanum Eftir fimm tapleiki í röð þá er náttúrulega farið að reyna andlega á hópinn í Hveragerði. „Stemningin er alveg furðusterk. Auðvitað tekur það á að tapa og það tekur á að vera að leiða leiki og kannski klúðra þeim. Vera kannski með vídeófund dag eftir dag og viku eftir viku. Þetta er það sem við erum að gera vitlaust og við þurfum að laga það,“ sagði Halldór. „Við erum með mjög sterka karaktera inn í klefanum sem hafa farið í gegnum allt í körfuboltanum. Þeir hjálpa okkur að rífa okkur upp og ná upp stemmningu aftur. Það eru frábærir einstaklingar innan liðsins sem gera það að verkum að við verum vonandi klárir og það verður enn þá sætara að ná í fyrsta sigurinn,“ sagði Halldór. Leikurinn hjá Álftanesi og Hamar hefst klukkan 19.15 í kvöld en hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Subway-deild karla Hamar UMF Álftanes Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Sjá meira
Álftnes hefur komið sterkt inn með þrjá flotta sigra í fimm fyrstu leikjum félagsins í efstu deild en Hamarsmenn hafa tapað öllum fimm leikjum sínum. Aron Guðmundsson ræddi við Halldór Karl Þórsson, þjálfari nýliða Hamars, í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þetta er ekki alveg sama lið hjá þeim og maður var að undirbúa sig fyrir á síðasta vetri þótt að það séu sömu púsl þarna inn á milli. Þetta eru töluvert stærri og betri leikmenn á blaði núna eins og Haukur Helgi og kaninn sem þeir eru með (Douglas Wilson),“ sagði Halldór Karl Þórsson. Hörður Axel ekki með „Mér skilst það að Hörður Axel (Vilhjálmsson) sé ekki með þeim í kvöld og við sleppum alla vega við það verkefni,“ sagði Halldór Karl. Hvað þarf Hamarsliðið að gera í kvöld til að landa fyrsta sigri sínum í deildinni? Halldór Karl Þórsson, þjálfari nýliða Hamars.Vísir/Vilhelm „Við erum bara búnir að tala um það að sýna smá leikgleði og koma af krafti inn í leikinn. Við erum búnir að vera í jöfnum leikjum í fjórum af fimm umferðum. Það var aðeins Valsleikurinn sem var alls ekki góður en hinir leikirnir hafa verið jafnir,“ sagði Halldór. Hafa misst leikina frá sér Hamarsliðið hefur verið að leiða leikina en svo hafa komið erfiðir kaflar inn á milli. „Við höfum misst þessa leiki frá okkur en við þurfum mjög mikið að halda haus og koma andlega sterkir inn í leikinn. Það er stutt síðan við töpuðum mjög mikilvægum leik á heimavelli en það kannski hjálpar smá að við vorum að keppa á móti Álftanesi í fyrra,“ sagði Halldór. „Þrátt fyrir að þeir séu með nýja leikmenn þá er þetta liðið sem við unnum á okkar heimavelli þegar við mættumst síðast fyrr á þessu ári. Við ætlum að koma sterkir til leiks og reyna að ná í okkar fyrsta sigur,“ sagði Halldór. Hamar vann 98-91 sigur á Álftanesi þegar liðin mættust í febrúar. Með mjög sterka karaktera inn í klefanum Eftir fimm tapleiki í röð þá er náttúrulega farið að reyna andlega á hópinn í Hveragerði. „Stemningin er alveg furðusterk. Auðvitað tekur það á að tapa og það tekur á að vera að leiða leiki og kannski klúðra þeim. Vera kannski með vídeófund dag eftir dag og viku eftir viku. Þetta er það sem við erum að gera vitlaust og við þurfum að laga það,“ sagði Halldór. „Við erum með mjög sterka karaktera inn í klefanum sem hafa farið í gegnum allt í körfuboltanum. Þeir hjálpa okkur að rífa okkur upp og ná upp stemmningu aftur. Það eru frábærir einstaklingar innan liðsins sem gera það að verkum að við verum vonandi klárir og það verður enn þá sætara að ná í fyrsta sigurinn,“ sagði Halldór. Leikurinn hjá Álftanesi og Hamar hefst klukkan 19.15 í kvöld en hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Subway-deild karla Hamar UMF Álftanes Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Sjá meira