Halldór og Hamar bíða eftir fyrsta sigri: Sterkir karakterar í klefanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2023 16:00 Ragnar Ágúst Nathanaelsson var með 19 stig, 15 fráköst, 6 stoðsendingar og 5 varin skot þegar Hamar vann sigur á Álftanesi í febrúar. Vísir/Vilhelm Nýliðarnir í Subway deild karla í körfubolta mætast í kvöld í Forsetahöllinni á Álftanesi en það hefur verið ólíkt gengið hjá liðum Álftaness og Hamars í fyrstu fimm umferðunum í vetur. Álftnes hefur komið sterkt inn með þrjá flotta sigra í fimm fyrstu leikjum félagsins í efstu deild en Hamarsmenn hafa tapað öllum fimm leikjum sínum. Aron Guðmundsson ræddi við Halldór Karl Þórsson, þjálfari nýliða Hamars, í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þetta er ekki alveg sama lið hjá þeim og maður var að undirbúa sig fyrir á síðasta vetri þótt að það séu sömu púsl þarna inn á milli. Þetta eru töluvert stærri og betri leikmenn á blaði núna eins og Haukur Helgi og kaninn sem þeir eru með (Douglas Wilson),“ sagði Halldór Karl Þórsson. Hörður Axel ekki með „Mér skilst það að Hörður Axel (Vilhjálmsson) sé ekki með þeim í kvöld og við sleppum alla vega við það verkefni,“ sagði Halldór Karl. Hvað þarf Hamarsliðið að gera í kvöld til að landa fyrsta sigri sínum í deildinni? Halldór Karl Þórsson, þjálfari nýliða Hamars.Vísir/Vilhelm „Við erum bara búnir að tala um það að sýna smá leikgleði og koma af krafti inn í leikinn. Við erum búnir að vera í jöfnum leikjum í fjórum af fimm umferðum. Það var aðeins Valsleikurinn sem var alls ekki góður en hinir leikirnir hafa verið jafnir,“ sagði Halldór. Hafa misst leikina frá sér Hamarsliðið hefur verið að leiða leikina en svo hafa komið erfiðir kaflar inn á milli. „Við höfum misst þessa leiki frá okkur en við þurfum mjög mikið að halda haus og koma andlega sterkir inn í leikinn. Það er stutt síðan við töpuðum mjög mikilvægum leik á heimavelli en það kannski hjálpar smá að við vorum að keppa á móti Álftanesi í fyrra,“ sagði Halldór. „Þrátt fyrir að þeir séu með nýja leikmenn þá er þetta liðið sem við unnum á okkar heimavelli þegar við mættumst síðast fyrr á þessu ári. Við ætlum að koma sterkir til leiks og reyna að ná í okkar fyrsta sigur,“ sagði Halldór. Hamar vann 98-91 sigur á Álftanesi þegar liðin mættust í febrúar. Með mjög sterka karaktera inn í klefanum Eftir fimm tapleiki í röð þá er náttúrulega farið að reyna andlega á hópinn í Hveragerði. „Stemningin er alveg furðusterk. Auðvitað tekur það á að tapa og það tekur á að vera að leiða leiki og kannski klúðra þeim. Vera kannski með vídeófund dag eftir dag og viku eftir viku. Þetta er það sem við erum að gera vitlaust og við þurfum að laga það,“ sagði Halldór. „Við erum með mjög sterka karaktera inn í klefanum sem hafa farið í gegnum allt í körfuboltanum. Þeir hjálpa okkur að rífa okkur upp og ná upp stemmningu aftur. Það eru frábærir einstaklingar innan liðsins sem gera það að verkum að við verum vonandi klárir og það verður enn þá sætara að ná í fyrsta sigurinn,“ sagði Halldór. Leikurinn hjá Álftanesi og Hamar hefst klukkan 19.15 í kvöld en hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Subway-deild karla Hamar UMF Álftanes Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira
Álftnes hefur komið sterkt inn með þrjá flotta sigra í fimm fyrstu leikjum félagsins í efstu deild en Hamarsmenn hafa tapað öllum fimm leikjum sínum. Aron Guðmundsson ræddi við Halldór Karl Þórsson, þjálfari nýliða Hamars, í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þetta er ekki alveg sama lið hjá þeim og maður var að undirbúa sig fyrir á síðasta vetri þótt að það séu sömu púsl þarna inn á milli. Þetta eru töluvert stærri og betri leikmenn á blaði núna eins og Haukur Helgi og kaninn sem þeir eru með (Douglas Wilson),“ sagði Halldór Karl Þórsson. Hörður Axel ekki með „Mér skilst það að Hörður Axel (Vilhjálmsson) sé ekki með þeim í kvöld og við sleppum alla vega við það verkefni,“ sagði Halldór Karl. Hvað þarf Hamarsliðið að gera í kvöld til að landa fyrsta sigri sínum í deildinni? Halldór Karl Þórsson, þjálfari nýliða Hamars.Vísir/Vilhelm „Við erum bara búnir að tala um það að sýna smá leikgleði og koma af krafti inn í leikinn. Við erum búnir að vera í jöfnum leikjum í fjórum af fimm umferðum. Það var aðeins Valsleikurinn sem var alls ekki góður en hinir leikirnir hafa verið jafnir,“ sagði Halldór. Hafa misst leikina frá sér Hamarsliðið hefur verið að leiða leikina en svo hafa komið erfiðir kaflar inn á milli. „Við höfum misst þessa leiki frá okkur en við þurfum mjög mikið að halda haus og koma andlega sterkir inn í leikinn. Það er stutt síðan við töpuðum mjög mikilvægum leik á heimavelli en það kannski hjálpar smá að við vorum að keppa á móti Álftanesi í fyrra,“ sagði Halldór. „Þrátt fyrir að þeir séu með nýja leikmenn þá er þetta liðið sem við unnum á okkar heimavelli þegar við mættumst síðast fyrr á þessu ári. Við ætlum að koma sterkir til leiks og reyna að ná í okkar fyrsta sigur,“ sagði Halldór. Hamar vann 98-91 sigur á Álftanesi þegar liðin mættust í febrúar. Með mjög sterka karaktera inn í klefanum Eftir fimm tapleiki í röð þá er náttúrulega farið að reyna andlega á hópinn í Hveragerði. „Stemningin er alveg furðusterk. Auðvitað tekur það á að tapa og það tekur á að vera að leiða leiki og kannski klúðra þeim. Vera kannski með vídeófund dag eftir dag og viku eftir viku. Þetta er það sem við erum að gera vitlaust og við þurfum að laga það,“ sagði Halldór. „Við erum með mjög sterka karaktera inn í klefanum sem hafa farið í gegnum allt í körfuboltanum. Þeir hjálpa okkur að rífa okkur upp og ná upp stemmningu aftur. Það eru frábærir einstaklingar innan liðsins sem gera það að verkum að við verum vonandi klárir og það verður enn þá sætara að ná í fyrsta sigurinn,“ sagði Halldór. Leikurinn hjá Álftanesi og Hamar hefst klukkan 19.15 í kvöld en hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Subway-deild karla Hamar UMF Álftanes Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira