Ósáttir aðventistar kæra stjórnina vegna námuvinnslu Jakob Bjarnar skrifar 6. nóvember 2023 13:55 Gavin Anthony formaður og Jón Hjörleifur. Illa hefur gengið að fá upplýsingar um samingagerð kirkjunnar og hefur nú hluti safnaðarins kært samtakastjórn fyrir brot á 18. grein samþykkta trúfélagsins. Málið tengist gígantískri námavinnslu á Suðurlandi. Hluti safnaðar Kirkju sjöunda dags aðventista hefur sótt samtakastjórn kirkjunnar til saka fyrir að hafa farið út fyrir lögskipað hlutverk kirkjunnar með námarekstri. Þeir hafa kært til héraðsdóms Reykjavíkur. „Ég er í hópi 21 safnaðarmeðlims sem hefur lögsótt samtakastjórn Kirkju sjöunda dags aðventista fyrir brot á 18. grein samþykkta trúfélagsins,“ segir Jón Hjörleifur Stefánsson guðfræðingur. Veruleg ólga hefur verið í söfnuði Sjöunda dags aðventista vegna sölu safnaðarins á Litla-Sandfelli sem til stendur að grafa í burtu og selja sem íblöndunarefni í sement. Erfitt að fá upplýsingar um samninginn Vísir fjallaði ítarlega um þetta mál fyrir ári og ræddi þá við Gavin Anthony, sem er formaður KSDA en hann vildi gera lítið úr ágreiningi innan safnaðarins. Reyndar er það svo að öll gagnrýni er litin hornauga, að hún sé til marks um að hinn illi sé að leika lausum hala sem svo þýðir að erfitt reynist að ræða mál af hreinskiptni. Þetta hefur þó ekki breytt því að þeir eru til sem hafa viljað opna samninga sem gerðir hafa verið við Eden Mining, undirverktaka sem hefur haft veg og vanda að sölu fjallsins. Erfiðlega hefur gengið að fá upplýsingar um hvernig þeir samningar hljóða. Samkvæmt heimildum Vísis leikur grunur á um að þeir samningar séu afar hagfelldir Eden Mining sem er að mati margra óþarfa milliliður. Og svo er það þetta sem er að samkvæmt reglum um kirkjuna þá á hún ekki að standa í ótengdu vafstri. Kirkja sjöunda dags aðventista á Íslandi er hluti af heimssambandi Kirkju sjöunda dags aðventista. Í 18. grein um starfsemi safnaðarins segir um Kaup eða sölu eigna Kirkjunnar: „Ákvörðun um kaup eða sölu á eignum Kirkjunnar sem ekki getur talist hluti af eðlilegri starfsemi hennar skal taka á reglulegum aðalfundi Kirkjunnar eða auka aðalfundi, að höfðu samráði við Deildina.“ Sá hópur innan Sjöunda dags aðventista hefur bent á að „eðlileg starfsemi“ Aðventkirkjunnar á heimsvísu sé hreint ekki námavinnsla heldur „boðun fagnaðarerindisins“ og safnaðarlíf því tengt svo sem guðþjónustuhald og svo framvegis. Deilt um hvort um sé að ræða leigu eða sölu „Samtakastjórn skrifaði undir nýjan námusamning við Eden Mining þann 18. janúar 2022,“ segir Jón Hjörleifur. Sá samningur snýst um að Litla-Sandfell verði fjarlægt í verksmiðjur Heidelberg Materials í Þorlákshöfn. „Og sent úr landi sem efni í „náttúruvæna“ steypugerð. 18. grein samþykkta trúfélagsins segir að samtakastjórn megi ekki taka stórar fjárhagslegar ákvarðanir um kaup og sölu eigna trúfélagsins án þess að leggja ákvörðunina fyrir aðalfund til atkvæðagreiðslu.“ En erfiðlega hefur gengið að fá upplýsingar, stjórnin móast við. Að sögn Jóns Hjörleifs vill samtakastjórnin nú verja sig með rökum sem Jón Hjörleifur telur að fái ekki staðist, meðal annars þeim að ekki hafi verið um eiginlega sölu að ræða heldur „leigu“ og því falli námusamningurinn ekki undir 18. grein KSDA. Samtakastjórn kom fram með frávísunarkröfu sem verður tekin fyrir 30. janúar 2024. Úrskurður mun síðan liggja fyrir mánuði síðar. „Ef málinu verður vísað frá og ekki tekst að fá dæmt í því þá er það mjög alvarleg staða því þá er málið enn óleyst,“ segir Jón Hjörleifur. Námuvinnsla Ölfus Trúmál Dómsmál Deilur um iðnað í Ölfusi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
„Ég er í hópi 21 safnaðarmeðlims sem hefur lögsótt samtakastjórn Kirkju sjöunda dags aðventista fyrir brot á 18. grein samþykkta trúfélagsins,“ segir Jón Hjörleifur Stefánsson guðfræðingur. Veruleg ólga hefur verið í söfnuði Sjöunda dags aðventista vegna sölu safnaðarins á Litla-Sandfelli sem til stendur að grafa í burtu og selja sem íblöndunarefni í sement. Erfitt að fá upplýsingar um samninginn Vísir fjallaði ítarlega um þetta mál fyrir ári og ræddi þá við Gavin Anthony, sem er formaður KSDA en hann vildi gera lítið úr ágreiningi innan safnaðarins. Reyndar er það svo að öll gagnrýni er litin hornauga, að hún sé til marks um að hinn illi sé að leika lausum hala sem svo þýðir að erfitt reynist að ræða mál af hreinskiptni. Þetta hefur þó ekki breytt því að þeir eru til sem hafa viljað opna samninga sem gerðir hafa verið við Eden Mining, undirverktaka sem hefur haft veg og vanda að sölu fjallsins. Erfiðlega hefur gengið að fá upplýsingar um hvernig þeir samningar hljóða. Samkvæmt heimildum Vísis leikur grunur á um að þeir samningar séu afar hagfelldir Eden Mining sem er að mati margra óþarfa milliliður. Og svo er það þetta sem er að samkvæmt reglum um kirkjuna þá á hún ekki að standa í ótengdu vafstri. Kirkja sjöunda dags aðventista á Íslandi er hluti af heimssambandi Kirkju sjöunda dags aðventista. Í 18. grein um starfsemi safnaðarins segir um Kaup eða sölu eigna Kirkjunnar: „Ákvörðun um kaup eða sölu á eignum Kirkjunnar sem ekki getur talist hluti af eðlilegri starfsemi hennar skal taka á reglulegum aðalfundi Kirkjunnar eða auka aðalfundi, að höfðu samráði við Deildina.“ Sá hópur innan Sjöunda dags aðventista hefur bent á að „eðlileg starfsemi“ Aðventkirkjunnar á heimsvísu sé hreint ekki námavinnsla heldur „boðun fagnaðarerindisins“ og safnaðarlíf því tengt svo sem guðþjónustuhald og svo framvegis. Deilt um hvort um sé að ræða leigu eða sölu „Samtakastjórn skrifaði undir nýjan námusamning við Eden Mining þann 18. janúar 2022,“ segir Jón Hjörleifur. Sá samningur snýst um að Litla-Sandfell verði fjarlægt í verksmiðjur Heidelberg Materials í Þorlákshöfn. „Og sent úr landi sem efni í „náttúruvæna“ steypugerð. 18. grein samþykkta trúfélagsins segir að samtakastjórn megi ekki taka stórar fjárhagslegar ákvarðanir um kaup og sölu eigna trúfélagsins án þess að leggja ákvörðunina fyrir aðalfund til atkvæðagreiðslu.“ En erfiðlega hefur gengið að fá upplýsingar, stjórnin móast við. Að sögn Jóns Hjörleifs vill samtakastjórnin nú verja sig með rökum sem Jón Hjörleifur telur að fái ekki staðist, meðal annars þeim að ekki hafi verið um eiginlega sölu að ræða heldur „leigu“ og því falli námusamningurinn ekki undir 18. grein KSDA. Samtakastjórn kom fram með frávísunarkröfu sem verður tekin fyrir 30. janúar 2024. Úrskurður mun síðan liggja fyrir mánuði síðar. „Ef málinu verður vísað frá og ekki tekst að fá dæmt í því þá er það mjög alvarleg staða því þá er málið enn óleyst,“ segir Jón Hjörleifur.
Námuvinnsla Ölfus Trúmál Dómsmál Deilur um iðnað í Ölfusi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira