Hafði betur gegn myndatökumanni Ræktum garðinn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. nóvember 2023 11:30 Dómur var kveðinn upp á fimmtudaginn. Vísir/Vilhelm Myndatökumanni hefur verið gert að greiða fjölmiðlakonunni Hugrúnu Halldórsdóttur um 1,6 milljón króna vegna vangoldinna launa fyrir gerð þáttanna Ræktum garðinn sem sýndir voru í Sjónvarpi Símans í fyrra. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að gerður hafi verið samningur sem Síminn hf., myndatökumaðurinn og framleiðslufyrirtækið Lífsmynd ehf. til gerðar sjónvarpsþáttanna Ræktum garðinn. Samið var um að þættirnir yrðu þrettán talsins og Hugrún fengi greiddar hundrað þúsund krónur fyrir hvern þátt. Sama kvöld og samningurinn hafi verið undirritaður hafi myndatökumaðurinn sent Hugrúnu skilaboð þess efnis að hún þyrfti að rukka hann um umtalaðar hundrað þúsund krónur fyrir hvern þátt. Þá hafi hann beðið hana um að senda sér kennitölu og reikningsnúmer svo hann gæti „lagt inn á hana“. Í málsástæðum stefnanada kemur fram að myndatökumaðurinn, sem rak einstaklingsfyrirtæki, hafi gert munnlegan samning um launagreiðslur vegna þáttanna og ekki orðið að honum. Krafa Hugrúnar var að myndatökumaðurinn greiddi henni hundrað þúsund krónur fyrir hvern þátt auk virðisaukaskatts. Þá krafði hún hann um dráttarvexti frá nóvember 2022 auk greiðslu málskostnaðar. Dómurinn féllst á kröfur Hugrúnar og er myndatökumanninum var gert að greiða henni um 1,6 milljón króna með dráttarvöxtum frá 28. nóvember 2022 til greiðsludags. Þá er honum gert að greiða 875 þúsund krónur í málskostnað. Skilar skömminni „Það er ótrúlega gott að geta skilað skömminni á þennan aðila,“ segir Hugrún um málið í samtali við Vísi. Hún segir táknrænt að skýrslutakan hafi átt sér stað á degi kvennaverkfallsins. Þá segir hún bæði kvíðavaldandi og erfitt að höfða dómsmáli. „Þó að þetta snúist bara um að fá launin sín greidd,“ segir hún. Hugrún hefur starfað í fjölmiðlum í mörg ár. Hún segir langflesta samstarfsmenn hafa verið heiðarlega en á milli leynist alltaf skemmd epli. „Ég hef unnið með mörgum mönnum í gegnum tíðina. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég er svikin af samstarfsmanni á svipaðan hátt,“ segir hún. „Og framkoman í minn garð var eins og ég ætti ekki skilið að fá laun. Gert lítið úr vinnunni og ásakanir um að ég hafi ekki tekið þátt í einhverri vinnu.“ Hugrún segir algjörlega dásamlegt að málinu sé nú lokið. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Bíó og sjónvarp Síminn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að gerður hafi verið samningur sem Síminn hf., myndatökumaðurinn og framleiðslufyrirtækið Lífsmynd ehf. til gerðar sjónvarpsþáttanna Ræktum garðinn. Samið var um að þættirnir yrðu þrettán talsins og Hugrún fengi greiddar hundrað þúsund krónur fyrir hvern þátt. Sama kvöld og samningurinn hafi verið undirritaður hafi myndatökumaðurinn sent Hugrúnu skilaboð þess efnis að hún þyrfti að rukka hann um umtalaðar hundrað þúsund krónur fyrir hvern þátt. Þá hafi hann beðið hana um að senda sér kennitölu og reikningsnúmer svo hann gæti „lagt inn á hana“. Í málsástæðum stefnanada kemur fram að myndatökumaðurinn, sem rak einstaklingsfyrirtæki, hafi gert munnlegan samning um launagreiðslur vegna þáttanna og ekki orðið að honum. Krafa Hugrúnar var að myndatökumaðurinn greiddi henni hundrað þúsund krónur fyrir hvern þátt auk virðisaukaskatts. Þá krafði hún hann um dráttarvexti frá nóvember 2022 auk greiðslu málskostnaðar. Dómurinn féllst á kröfur Hugrúnar og er myndatökumanninum var gert að greiða henni um 1,6 milljón króna með dráttarvöxtum frá 28. nóvember 2022 til greiðsludags. Þá er honum gert að greiða 875 þúsund krónur í málskostnað. Skilar skömminni „Það er ótrúlega gott að geta skilað skömminni á þennan aðila,“ segir Hugrún um málið í samtali við Vísi. Hún segir táknrænt að skýrslutakan hafi átt sér stað á degi kvennaverkfallsins. Þá segir hún bæði kvíðavaldandi og erfitt að höfða dómsmáli. „Þó að þetta snúist bara um að fá launin sín greidd,“ segir hún. Hugrún hefur starfað í fjölmiðlum í mörg ár. Hún segir langflesta samstarfsmenn hafa verið heiðarlega en á milli leynist alltaf skemmd epli. „Ég hef unnið með mörgum mönnum í gegnum tíðina. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég er svikin af samstarfsmanni á svipaðan hátt,“ segir hún. „Og framkoman í minn garð var eins og ég ætti ekki skilið að fá laun. Gert lítið úr vinnunni og ásakanir um að ég hafi ekki tekið þátt í einhverri vinnu.“ Hugrún segir algjörlega dásamlegt að málinu sé nú lokið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Bíó og sjónvarp Síminn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira