Ferðamenn ekki upplýstir um jarðhræringar við komuna í Bláa lónið: „Nei, alls ekki“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 4. nóvember 2023 19:11 Chad vissi af stöðunni við lónið. Vísir/Ívar Fannar Ferðamenn sem voru ný komnir úr Bláa lóninu virtust mis vel upplýstir um jarðhræringarnar á Reykjanesi þegar fréttastofa ræddi við þá í dag. Fáir segjast hafa verið látnir vita af stöðunni við komuna í lónið. Töluverð umræða hefur verið um Bláa lónið eftir að skjálftavirkni hófst á svæðinu og telja sumir að loka eigi lóninu á meðan óvissustig er á svæðinu. Einn þeirra er Sveinn Gauti Einarsson umhverfisverkfræðingur sem birti skoðanagrein á Vísi í gær þar sem hann spyr hvers vegna ekki sé búið að loka lóninu vegna jarðhræringa. Hann vekur athygli á því að hús séu rýmd á hverju ári vegna snjóflóðahættu og eins á því að þrjú síðustu eldgos á Reykjanesskaga hafi hafist án viðvörunar. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir í samtali við fréttastofu að ekki sé tilefni til að loka lóninu að svo stöddu. Þau séu í nánu samstarfi við Almannavarnir og sérfræðinga og staðan metin daglega. Landris vegna kvikusöfnunar við Þorbjörn heldur áfram. Dregið hefur úr skjálftavirkni síðan á sjötta tímanum í gær og segir náttúruvársérfræðingur á veðurstofunni að þeir skjálftar sem mælst hafa séu minni en áður. Gera megi þó ráð fyrir að jarðskjálftavirkni aukist aftur. Fréttastofa ræddi við nokkra ferðamenn sem voru nýkomnir úr lóninu og spurði hvort þeir séu meðvitaðir um jarðhræringar og óvissuástandið á svæðinu. Sam hefði sennilega ekki farið ofan í lónið ef hann hefði verið upplýstur um stöðuna. Vísir/Ívar Fannar „Nei það lét mig enginn vita þegar ég kom í lónið,“ segir Sam og bætir við að hann hefði líklega ekki farið ofan í hefði hann vitað af stöðunni. Heyra má í fleiri ferðamönnum hér í sjónvarpsfréttinni að ofan. Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ferðamennska á Íslandi Slysavarnir Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Sjá meira
Töluverð umræða hefur verið um Bláa lónið eftir að skjálftavirkni hófst á svæðinu og telja sumir að loka eigi lóninu á meðan óvissustig er á svæðinu. Einn þeirra er Sveinn Gauti Einarsson umhverfisverkfræðingur sem birti skoðanagrein á Vísi í gær þar sem hann spyr hvers vegna ekki sé búið að loka lóninu vegna jarðhræringa. Hann vekur athygli á því að hús séu rýmd á hverju ári vegna snjóflóðahættu og eins á því að þrjú síðustu eldgos á Reykjanesskaga hafi hafist án viðvörunar. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir í samtali við fréttastofu að ekki sé tilefni til að loka lóninu að svo stöddu. Þau séu í nánu samstarfi við Almannavarnir og sérfræðinga og staðan metin daglega. Landris vegna kvikusöfnunar við Þorbjörn heldur áfram. Dregið hefur úr skjálftavirkni síðan á sjötta tímanum í gær og segir náttúruvársérfræðingur á veðurstofunni að þeir skjálftar sem mælst hafa séu minni en áður. Gera megi þó ráð fyrir að jarðskjálftavirkni aukist aftur. Fréttastofa ræddi við nokkra ferðamenn sem voru nýkomnir úr lóninu og spurði hvort þeir séu meðvitaðir um jarðhræringar og óvissuástandið á svæðinu. Sam hefði sennilega ekki farið ofan í lónið ef hann hefði verið upplýstur um stöðuna. Vísir/Ívar Fannar „Nei það lét mig enginn vita þegar ég kom í lónið,“ segir Sam og bætir við að hann hefði líklega ekki farið ofan í hefði hann vitað af stöðunni. Heyra má í fleiri ferðamönnum hér í sjónvarpsfréttinni að ofan.
Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ferðamennska á Íslandi Slysavarnir Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Sjá meira