Eiturlyf auglýst til sölu á Facebook Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 4. nóvember 2023 16:39 Spænskir eiturlyfjasalar hafa snúið sér að Facebook til merkaðssetningar. Vísir/Vilhelm/Getty Fíkniefnasalar auglýsa nú allar tegundir eiturlyfja til sölu á Facebook. Þeir kaupa auglýsingar sem fá að vera þar óáreittar. „Við bjóðum besta kókaínið í Barcelona, við færum þér það heim og þú greiðir við afhendingu.“ Svona hljómar ein af þeim þúsundum auglýsinga sem nú birtast notendum Facebook, já og líka Instagram, í stríðum straumum. Seljendur ólöglegra fíkniefna hafa nánast jafngóðan aðgang að auglýsingum Facebook eins og hverjir aðrir og þeir auglýsa allt sem nöfnum tjáir að nefna; alsælu, ketamín, amfetamín, LSD, kókaín. Já og heilan helling af Viagra, því miðað við umfang auglýsinga á bláu pillunni mætti halda að stinningarvandi væri alvarlegasti vandi hálfrar heimsbyggðarinnar. Með þessum hætti eru eiturlyfjasalarnir með opið allan sólarhringinn, sjö daga í viku. Heimsendingarþjónusta og það fylgir gjarnan ein alsælupilla með sem kaupauki með hverjum viðskiptum. Spænska dagblaðið El Diario hefur kafað ofan í auglýsingaumhverfið á Facebook og afhjúpað auglýsingar þessara ólöglegu efna. Blaðið segir að eftir að það sendi inn fyrirspurn til Facebook um ástæður þess að svona auglýsingar fengju að birtast átölulaust, hafi liðið tveir sólarhringar áður en tiltekin kókaínauglýsing var fjarlægð. Síðan liðu þrír sólarhringar og þá birtist auglýsingin að nýju. El Diario segir Facebook gefa sig út fyrir að fylgja mjög strangri auglýsingastefnu. Allar auglýsingar séu skoðaðar gaumgæfilega og ekki birtar fyrr en eftir 24ra klukkustunda rannsókn og úttekt á innihaldi auglýsingarinnar. Þetta stenst enga skoðun, segir El Diario og segir að þúsundir auglýsinga séu í umferð sem auglýsi ólöglegan varning, vímuefni, stinningarlyf, megrunarlyf, gagnslaus krabbameinslyf og -meðferðir og svona mætti lengi telja. Spánn Fíkn Auglýsinga- og markaðsmál Samfélagsmiðlar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
„Við bjóðum besta kókaínið í Barcelona, við færum þér það heim og þú greiðir við afhendingu.“ Svona hljómar ein af þeim þúsundum auglýsinga sem nú birtast notendum Facebook, já og líka Instagram, í stríðum straumum. Seljendur ólöglegra fíkniefna hafa nánast jafngóðan aðgang að auglýsingum Facebook eins og hverjir aðrir og þeir auglýsa allt sem nöfnum tjáir að nefna; alsælu, ketamín, amfetamín, LSD, kókaín. Já og heilan helling af Viagra, því miðað við umfang auglýsinga á bláu pillunni mætti halda að stinningarvandi væri alvarlegasti vandi hálfrar heimsbyggðarinnar. Með þessum hætti eru eiturlyfjasalarnir með opið allan sólarhringinn, sjö daga í viku. Heimsendingarþjónusta og það fylgir gjarnan ein alsælupilla með sem kaupauki með hverjum viðskiptum. Spænska dagblaðið El Diario hefur kafað ofan í auglýsingaumhverfið á Facebook og afhjúpað auglýsingar þessara ólöglegu efna. Blaðið segir að eftir að það sendi inn fyrirspurn til Facebook um ástæður þess að svona auglýsingar fengju að birtast átölulaust, hafi liðið tveir sólarhringar áður en tiltekin kókaínauglýsing var fjarlægð. Síðan liðu þrír sólarhringar og þá birtist auglýsingin að nýju. El Diario segir Facebook gefa sig út fyrir að fylgja mjög strangri auglýsingastefnu. Allar auglýsingar séu skoðaðar gaumgæfilega og ekki birtar fyrr en eftir 24ra klukkustunda rannsókn og úttekt á innihaldi auglýsingarinnar. Þetta stenst enga skoðun, segir El Diario og segir að þúsundir auglýsinga séu í umferð sem auglýsi ólöglegan varning, vímuefni, stinningarlyf, megrunarlyf, gagnslaus krabbameinslyf og -meðferðir og svona mætti lengi telja.
Spánn Fíkn Auglýsinga- og markaðsmál Samfélagsmiðlar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira