Skilorð fyrir að taka tvisvar um háls barnsmóður sinnar Viktor Örn Ásgeirsson og Jón Þór Stefánsson skrifa 4. nóvember 2023 20:13 Dómurinn féll í Landsrétti í gær. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mána skilorðsbundið fangelsi fyrir tvær líkamsárásir gegn þáverandi sambýliskonu sinni. Atvikin sem málið varðar áttu sér stað árið 2019 og 2020. Landsréttur kvað upp dóm í málinu í dag en karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa tekið þáverandi sambýliskonu, og barnsmóður, hálstaki með báðum höndum. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa slegið í hönd hennar, tekið hana hálstaki, þrengt að hálsi og dregið hana þannig að útidyrahurð þar sem þau duttu bæði í gólfið. Brotaþola tókst að komast út úr íbúð þeirra og leitaði sér aðstoðar hjá nágrönnum. Við síðari líkamsárásina fékk hún blóðnasir, roða og eymsli yfir hálsi og tognun á hálshrygg. Maðurinn var enn fremur ákærður fyrir fíkniefnabrot, fyrir að hafa haft 3,25 grömm af alsælu og töflur merktar lyfinu Kamagra. Ákærði neitaði sök fyrir dómi en hafði áður lýst því við skýrslutöku hjá lögreglu, bæði með orðum og látbragði, að hann hefði gripið um háls brotaþola með báðum höndum. Þó hélt hann því fram að hann hefði hvorki þrengt né hert að hálsi hennar. Maðurinn vildi meina að fyrri framburður hans væri vegna þess að hann hafi aldrei verið spurður nákvæmlega út í hálstakið. Að mati dómara þótti hann ekki hafa gefið trúverðugar skýringar á misræminu. En í dómnum segir að hann hafi einmitt verið beðinn um að lýsa því nánar hvernig hann greip um háls hennar. Hann vildi enn fremur meina að konan væri með geðhvarfasýki og að hún væri „snargeðveik“. Hann hefði verið að verja sig, enda brotaþoli „hættuleg samfélaginu.“ Framburður konunnar þótti hins vegar stöðugur og trúverðugur. Þá studdi framburður læknis sem hafði skoðað hana í kjölfar seinna brotsins við framburð hennar. Ekki væri ólíklegt að hún hafi verið tekin hálstaki. Bæði konan og maðurinn sammældust um að fyrir seinni árás mannsins hafi hún slegið í, eða tekið í, tösku sem maðurinn var með, og rifið í buxur hans. Vegna þess lagði maðurinn til að hann myndi fá vægari refsingu. Þó umrædd háttsemi konunnar hafi verið „vítalaus“ að mati dómsins þá taldi hann ekki tilefni til að fallast á það. Héraðsdómur Reykjaness hafði í fyrra dæmt manninn í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, en Landsréttur staðfesti þann dóm í gær. Dómsmál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Landsréttur kvað upp dóm í málinu í dag en karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa tekið þáverandi sambýliskonu, og barnsmóður, hálstaki með báðum höndum. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa slegið í hönd hennar, tekið hana hálstaki, þrengt að hálsi og dregið hana þannig að útidyrahurð þar sem þau duttu bæði í gólfið. Brotaþola tókst að komast út úr íbúð þeirra og leitaði sér aðstoðar hjá nágrönnum. Við síðari líkamsárásina fékk hún blóðnasir, roða og eymsli yfir hálsi og tognun á hálshrygg. Maðurinn var enn fremur ákærður fyrir fíkniefnabrot, fyrir að hafa haft 3,25 grömm af alsælu og töflur merktar lyfinu Kamagra. Ákærði neitaði sök fyrir dómi en hafði áður lýst því við skýrslutöku hjá lögreglu, bæði með orðum og látbragði, að hann hefði gripið um háls brotaþola með báðum höndum. Þó hélt hann því fram að hann hefði hvorki þrengt né hert að hálsi hennar. Maðurinn vildi meina að fyrri framburður hans væri vegna þess að hann hafi aldrei verið spurður nákvæmlega út í hálstakið. Að mati dómara þótti hann ekki hafa gefið trúverðugar skýringar á misræminu. En í dómnum segir að hann hafi einmitt verið beðinn um að lýsa því nánar hvernig hann greip um háls hennar. Hann vildi enn fremur meina að konan væri með geðhvarfasýki og að hún væri „snargeðveik“. Hann hefði verið að verja sig, enda brotaþoli „hættuleg samfélaginu.“ Framburður konunnar þótti hins vegar stöðugur og trúverðugur. Þá studdi framburður læknis sem hafði skoðað hana í kjölfar seinna brotsins við framburð hennar. Ekki væri ólíklegt að hún hafi verið tekin hálstaki. Bæði konan og maðurinn sammældust um að fyrir seinni árás mannsins hafi hún slegið í, eða tekið í, tösku sem maðurinn var með, og rifið í buxur hans. Vegna þess lagði maðurinn til að hann myndi fá vægari refsingu. Þó umrædd háttsemi konunnar hafi verið „vítalaus“ að mati dómsins þá taldi hann ekki tilefni til að fallast á það. Héraðsdómur Reykjaness hafði í fyrra dæmt manninn í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, en Landsréttur staðfesti þann dóm í gær.
Dómsmál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira