Stjarnan skoraði fyrsta markið og leiddi í upphafi leiks. Í stöðunni 2-6 rifu Haukar sig upp og jöfnuðu metin. Leikurinn var nokkuð jafn í kjölfarið og allt í járnum þegar flautað var til hálfleiks, staðan 13-13.
Áfram hélt spennan í síðari hálfleik og var jafnt á öllum tölum þangað til Stjarnan komst tveimur mörkum yfir þegar rúmlega fimm mínútur lifðu leiks, staðan þá 22-24.
Gestirnir úr Garðabæ skoruðu hins vegar ekki stakt mark það sem lifði leiks á meðan Haukar sneru taflinu sér í vil. Sara Katrín Gunnarsdóttir með sigurmarkið þegar tæp mínúta lifði leiks, lokatölur 25-24.
Sara Katrín skoraði 4 mörk í liði Hauka en Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst með 9 mörk. Hjá Stjörnunni var Embla Steinarsdóttir markahæst, einnig með 9 mörk, og Helena Rut Örvarsdóttir skoraði 4.
Haukar fara upp fyrir Val á topp deildarinnar með 14 stig að loknum 8 leikjum. Stjarnan er í 7. sæti með 3 stig.