Pablo um samninginn hjá KR á sínum tíma: „Ég hló, stóð upp og fór“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. nóvember 2023 23:00 Pablo Punyed kann vel við sig í Víkinni og sér ekki eftir að hafa farið þangað. Vísir/Hulda Margrét Pablo Punyed, miðjumaður Íslands- og bikarmeistara Víkings, var gestur í hlaðvarpinu Gula Spjaldið. Þar fór hann yfir brotthvarf sitt frá KR árið 2020 en honum stóð til boða að vera áfram í Vesturbænum fyrir aðeins brot af þeim launum sem hann var á. Pablo gekk í raðir Víkings frá KR árið 2020 og segja má að þau vistaskipti hafi reynst Víkingum og Pablo einstaklega vel enda liðið tvívegis orðið Íslandsmeistari síðan þá og bikarmeistari þrívegis. Pablo gaf til kynna á sínum tíma að hann hefði farið frá KR þar sem félagið hefði verið í fjárhagsvandræðum. Hann hamraði þann punkt virkilega inn í Gula spjaldinu. AI - Raggi Sig - Ragnar Bragi og sérstakur heiðursgestur Pablo Punyed.Alvöru yfirheyrsla á raðsigurvegarann frá El Salvador og Pétur Bjarnason á leiðinni til Vestra.https://t.co/GCJHspr79X— Gula Spjaldið (@gulaspjaldid) November 1, 2023 „Það tók ný stjórn við hjá KR rétt fyrir kórónuveirufaraldurinn, sama stjórn og er núna. Þeir breyttu öllu og hafa strögglað hingað til. Stjórnin bauð mér samning þegar hann var að renna út, buðu mér fimmtán prósent af þeim launum sem ég var að þéna,“ sagði miðjumaðurinn knái og hélt áfram. „Þarna var ég búinn að taka á mig 65 prósent launalækkun út af Covid-19. Hélt – því ég var búinn að hjálpa félaginu – að það myndi reyna að hjálpa mér líka. Stjórnin bauð mér 15 prósent af því sem ég var með. Ég hló, stóð upp og fór. Þeir voru með Excel-skjal með minni tölfræði og fannst ég vera þetta mikils metinn,“ bætti hann við. Pablo sagðist hafa talað við Rúnar Kristinsson, þáverandi þjálfara, sem sagði einfaldlega að þetta væri ekki í hans höndum. Pablo þekkti til Arnars Gunnlaugssonar þar sem konur þeirra eru æskuvinkonur. Það var því aldrei spurning að semja við Víkinga og sér Pablo ekki eftir því í dag. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Pablo gekk í raðir Víkings frá KR árið 2020 og segja má að þau vistaskipti hafi reynst Víkingum og Pablo einstaklega vel enda liðið tvívegis orðið Íslandsmeistari síðan þá og bikarmeistari þrívegis. Pablo gaf til kynna á sínum tíma að hann hefði farið frá KR þar sem félagið hefði verið í fjárhagsvandræðum. Hann hamraði þann punkt virkilega inn í Gula spjaldinu. AI - Raggi Sig - Ragnar Bragi og sérstakur heiðursgestur Pablo Punyed.Alvöru yfirheyrsla á raðsigurvegarann frá El Salvador og Pétur Bjarnason á leiðinni til Vestra.https://t.co/GCJHspr79X— Gula Spjaldið (@gulaspjaldid) November 1, 2023 „Það tók ný stjórn við hjá KR rétt fyrir kórónuveirufaraldurinn, sama stjórn og er núna. Þeir breyttu öllu og hafa strögglað hingað til. Stjórnin bauð mér samning þegar hann var að renna út, buðu mér fimmtán prósent af þeim launum sem ég var að þéna,“ sagði miðjumaðurinn knái og hélt áfram. „Þarna var ég búinn að taka á mig 65 prósent launalækkun út af Covid-19. Hélt – því ég var búinn að hjálpa félaginu – að það myndi reyna að hjálpa mér líka. Stjórnin bauð mér 15 prósent af því sem ég var með. Ég hló, stóð upp og fór. Þeir voru með Excel-skjal með minni tölfræði og fannst ég vera þetta mikils metinn,“ bætti hann við. Pablo sagðist hafa talað við Rúnar Kristinsson, þáverandi þjálfara, sem sagði einfaldlega að þetta væri ekki í hans höndum. Pablo þekkti til Arnars Gunnlaugssonar þar sem konur þeirra eru æskuvinkonur. Það var því aldrei spurning að semja við Víkinga og sér Pablo ekki eftir því í dag.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira