„Þá föttuðum við allt í einu að við þurfum að spila af krafti varnarlega“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. nóvember 2023 21:36 Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar Vísir/Hulda Margrét Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var kampakátur þegar hann kom til tals við blaðamann eftir sigur Stjörnunnar gegn toppliði Vals í 5. umferð Subway deildar karla. „Gott að sigra á erfiðum útivelli gegn góðu liði. Fáum tvo erfiða útileiki núna í röð, Valur og svo Tindastóll þannig að það er gott að ná sigri hér í kvöld“ sagði þjálfarinn strax að leik loknum. Stjarnan hefur verið með þunnskipaðan hóp í upphafi tímabils, liðið samdi ekki við neinn Bandaríkjamann fyrir tímabil og missti svo mann í meiðsli rétt áður en tímabilið hófst. Stjarnan samdi loks í síðustu viku við Bandaríkjamanninn James Ellisor og endurheimti svo Kevin Kone úr meiðslum fyrir þennan leik. „Við þurfum að finna aðeins róteringuna, þetta er í fyrsta skipti sem þetta lið spilar saman og ég var kannski klaufalegur í skiptingum. Var ekki alltaf með gott jafnvægi og réttu blönduna inni á öllum stundum, en annars mjög gott.“ Stjarnan var að elta Val allan fyrri hálfleikinn og allt stefndi í heimasigur en þegar komið var út í seinni hálfleikinn hertu gestirnir varnarleikinn verulega og unnu leikinn að endingu nokkuð örugglega. „Það var næstsíðasta 'playið' í fyrri hálfleik þar sem við settum orku í varnarleikinn og þá föttuðum við allt í einu að við þurfum að spila af krafti varnarlega. Þetta er það sama og gerðist á móti Keflavík, flatur fyrri hálfleikur varnarlega. Við þurfum að læra fljótt og þurfum vonandi ekki að brenna okkur mikið á því að tapa.“ Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum tímabilsins hefur Stjarnan nú unnið þrjá í röð. Þjálfarinn segir liðið samt eiga eftir að leggja inn mikla vinnu ætli þeir sér að gera atlögu að titlinum. „Við eigum langt í land, eins og mörg lið. Við erum að bæta okkur þó mér fannst frammistaðan í fyrstu tveimur leikjunum alveg mjög fín líka. Spiluðum oft á tíðum lengur betur þar heldur en í kvöld og á móti Keflavík. Það munar öllu að geta spilað af þessari ákefð í lengri tíma“ sagði Arnar að lokum. Stjarnan Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 77-86 | Sjóðheitir Stjörnumenn steyptu Val úr toppsætinu Valur tók á móti Stjörnunni í 5. umferð Subway deildar karla í kvöld. Leiknum lauk með 77-86 gestasigri eftir sterkan seinni hálfleik hjá Stjörnunni. Valsmenn missa þar af leiðandi toppsætið í deildinni. 2. nóvember 2023 18:31 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Sjá meira
„Gott að sigra á erfiðum útivelli gegn góðu liði. Fáum tvo erfiða útileiki núna í röð, Valur og svo Tindastóll þannig að það er gott að ná sigri hér í kvöld“ sagði þjálfarinn strax að leik loknum. Stjarnan hefur verið með þunnskipaðan hóp í upphafi tímabils, liðið samdi ekki við neinn Bandaríkjamann fyrir tímabil og missti svo mann í meiðsli rétt áður en tímabilið hófst. Stjarnan samdi loks í síðustu viku við Bandaríkjamanninn James Ellisor og endurheimti svo Kevin Kone úr meiðslum fyrir þennan leik. „Við þurfum að finna aðeins róteringuna, þetta er í fyrsta skipti sem þetta lið spilar saman og ég var kannski klaufalegur í skiptingum. Var ekki alltaf með gott jafnvægi og réttu blönduna inni á öllum stundum, en annars mjög gott.“ Stjarnan var að elta Val allan fyrri hálfleikinn og allt stefndi í heimasigur en þegar komið var út í seinni hálfleikinn hertu gestirnir varnarleikinn verulega og unnu leikinn að endingu nokkuð örugglega. „Það var næstsíðasta 'playið' í fyrri hálfleik þar sem við settum orku í varnarleikinn og þá föttuðum við allt í einu að við þurfum að spila af krafti varnarlega. Þetta er það sama og gerðist á móti Keflavík, flatur fyrri hálfleikur varnarlega. Við þurfum að læra fljótt og þurfum vonandi ekki að brenna okkur mikið á því að tapa.“ Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum tímabilsins hefur Stjarnan nú unnið þrjá í röð. Þjálfarinn segir liðið samt eiga eftir að leggja inn mikla vinnu ætli þeir sér að gera atlögu að titlinum. „Við eigum langt í land, eins og mörg lið. Við erum að bæta okkur þó mér fannst frammistaðan í fyrstu tveimur leikjunum alveg mjög fín líka. Spiluðum oft á tíðum lengur betur þar heldur en í kvöld og á móti Keflavík. Það munar öllu að geta spilað af þessari ákefð í lengri tíma“ sagði Arnar að lokum.
Stjarnan Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 77-86 | Sjóðheitir Stjörnumenn steyptu Val úr toppsætinu Valur tók á móti Stjörnunni í 5. umferð Subway deildar karla í kvöld. Leiknum lauk með 77-86 gestasigri eftir sterkan seinni hálfleik hjá Stjörnunni. Valsmenn missa þar af leiðandi toppsætið í deildinni. 2. nóvember 2023 18:31 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Sjá meira
Leik lokið: Valur - Stjarnan 77-86 | Sjóðheitir Stjörnumenn steyptu Val úr toppsætinu Valur tók á móti Stjörnunni í 5. umferð Subway deildar karla í kvöld. Leiknum lauk með 77-86 gestasigri eftir sterkan seinni hálfleik hjá Stjörnunni. Valsmenn missa þar af leiðandi toppsætið í deildinni. 2. nóvember 2023 18:31
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum