Sigraðist á eistnakrabbameini þrátt fyrir að bíða í marga mánuði með að fara til læknis Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. nóvember 2023 07:01 Henri Lansbury endaði ferilinn á því að fara upp um deild með Luton Town áður en skórnir fóru upp í hillu. Richard Heathcote/Getty Images Hinn 32 ára gamli Henri Lansbury lagði knattspyrnuskóna nýverið á hilluna. Í viðtali við Sky Sports staðfesti þessi fyrrverandi miðjumaður að hann hefði sigrast á eistnakrabbameini árið 2016 er hann var leikmaður Nottingham Forest í ensku B-deildinni. Lansbury var í sturtu eftir æfingu, eins og vani er, árið 2016. Það var þá sem hann fann fyrir kúlu á „stærð við baun.“ Hann beið hins vegar með að takast á við vandann og segir að vikur hafi orðið að mánuðum en „baunin“ hafi enn verið á sínum stað. Hann segir þetta hafa verið mjög erfitt andlega þar sem hann hafi ekki viljað segja neinum frá þessu hjá Forest. Hann var 25 ára gamall og fyrirliði liðsins. Það var ekki fyrr en hann var á leið í sumarfrí sem hann fór á spítalann og vildi láta skoða þetta betur, biðtíminn var hins vegar nokkrar vikur. "I had it and didn't tell anyone."Ex-Arsenal youngster Henri Lansbury has revealed he overcame testicular cancer while playing for Nottingham Forest back in 2016https://t.co/xmPmIPHmAJ pic.twitter.com/me6RKMwMDr— Mirror Football (@MirrorFootball) November 2, 2023 Hann var á leið í frí og ákvað því loks að tala við læknateymið hjá Forest. Hann er mjög ánægður með að hafa látið verða af því. „Þeir komu mér í samband við aðila sem gat skoðað mig strax og ég fór í myndatöku,“ sagði Lansbury. Nær samstundis fékk hann staðfestingu á því að hann væri með eistnakrabbamein. „Það var rétt nægur tími til að segja nánustu vinum fjölskyldu,“ en hann fór undir hnífinn sama dag. „Þetta gerðist mjög hratt. Ég man eftir að vera svæfður því ég var að reyna tala við lækninn en steinrotaðist svo. Svo vaknaði ég með Kieran Gibbs (fyrrum samherja og góðan vin) við hliðina á mér hlæjandi að því að ég væri bara með eitt eista.“ Lansbury getur hlegið með Gibbs í dag. Aðgerðin heppnaðist fullkomlega og hann eignaðist tvö börn til viðbótar með eiginkonu sinni. Þá spilaði Lansbury sjö ár til viðbótar með Forest, Aston Villa, Bristol City og loks Luton Town. Recently-retired footballer Henri Lansbury has revealed that he overcame testicular cancer whilst playing for Nottingham Forest in 2016 pic.twitter.com/n63xbm06H3— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 2, 2023 Hann nefnir þetta nú því hann vill vekja athygli á þessu. Miðjumaðurinn fyrrverandi vill hjálpa karlmönnum að leita sér aðstoðar lendi þeir í því sama og hann. Það er ástæðan því að hann hefur gengið til liðs við góðgerðasamtökin Movember en þau svipa til Mottumars á Íslandi. „Ég tel að karlmenn hafi þetta egó: Ég er karlmaður, ég get gert þetta sjálfur. Ég get losnað við þetta eða þetta fer. Sem karlmaður þá byggir þú þennan vegg í kringumþig en þú verður bara að brjóta hann niður og leyfa fólki að hjálpa þér. Þetta tekur á andlega og þú getur ekki hjálpað þér nema þú talir við einhvern,“ sagði Lansbury að endingu. Fótbolti Enski boltinn Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Merino sá um að setja pressu á Liverpool Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum David Moyes finnur til með Arne Slot Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ Slot fullur eftirsjár og gæti sloppið við bann Nýja tæknin notuð alls staðar nema hjá liði Stefáns Teits Sjáðu síðasta borgarslaginn á Goodison með augum stuðningsmannanna Ruglingur í gangi með rauða spjaldið hjá Slot Arsenal staðfestir slæm tíðindi Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjá meira
Lansbury var í sturtu eftir æfingu, eins og vani er, árið 2016. Það var þá sem hann fann fyrir kúlu á „stærð við baun.“ Hann beið hins vegar með að takast á við vandann og segir að vikur hafi orðið að mánuðum en „baunin“ hafi enn verið á sínum stað. Hann segir þetta hafa verið mjög erfitt andlega þar sem hann hafi ekki viljað segja neinum frá þessu hjá Forest. Hann var 25 ára gamall og fyrirliði liðsins. Það var ekki fyrr en hann var á leið í sumarfrí sem hann fór á spítalann og vildi láta skoða þetta betur, biðtíminn var hins vegar nokkrar vikur. "I had it and didn't tell anyone."Ex-Arsenal youngster Henri Lansbury has revealed he overcame testicular cancer while playing for Nottingham Forest back in 2016https://t.co/xmPmIPHmAJ pic.twitter.com/me6RKMwMDr— Mirror Football (@MirrorFootball) November 2, 2023 Hann var á leið í frí og ákvað því loks að tala við læknateymið hjá Forest. Hann er mjög ánægður með að hafa látið verða af því. „Þeir komu mér í samband við aðila sem gat skoðað mig strax og ég fór í myndatöku,“ sagði Lansbury. Nær samstundis fékk hann staðfestingu á því að hann væri með eistnakrabbamein. „Það var rétt nægur tími til að segja nánustu vinum fjölskyldu,“ en hann fór undir hnífinn sama dag. „Þetta gerðist mjög hratt. Ég man eftir að vera svæfður því ég var að reyna tala við lækninn en steinrotaðist svo. Svo vaknaði ég með Kieran Gibbs (fyrrum samherja og góðan vin) við hliðina á mér hlæjandi að því að ég væri bara með eitt eista.“ Lansbury getur hlegið með Gibbs í dag. Aðgerðin heppnaðist fullkomlega og hann eignaðist tvö börn til viðbótar með eiginkonu sinni. Þá spilaði Lansbury sjö ár til viðbótar með Forest, Aston Villa, Bristol City og loks Luton Town. Recently-retired footballer Henri Lansbury has revealed that he overcame testicular cancer whilst playing for Nottingham Forest in 2016 pic.twitter.com/n63xbm06H3— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 2, 2023 Hann nefnir þetta nú því hann vill vekja athygli á þessu. Miðjumaðurinn fyrrverandi vill hjálpa karlmönnum að leita sér aðstoðar lendi þeir í því sama og hann. Það er ástæðan því að hann hefur gengið til liðs við góðgerðasamtökin Movember en þau svipa til Mottumars á Íslandi. „Ég tel að karlmenn hafi þetta egó: Ég er karlmaður, ég get gert þetta sjálfur. Ég get losnað við þetta eða þetta fer. Sem karlmaður þá byggir þú þennan vegg í kringumþig en þú verður bara að brjóta hann niður og leyfa fólki að hjálpa þér. Þetta tekur á andlega og þú getur ekki hjálpað þér nema þú talir við einhvern,“ sagði Lansbury að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Merino sá um að setja pressu á Liverpool Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum David Moyes finnur til með Arne Slot Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ Slot fullur eftirsjár og gæti sloppið við bann Nýja tæknin notuð alls staðar nema hjá liði Stefáns Teits Sjáðu síðasta borgarslaginn á Goodison með augum stuðningsmannanna Ruglingur í gangi með rauða spjaldið hjá Slot Arsenal staðfestir slæm tíðindi Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjá meira