Rétturinn til sjálfsvarnar Ingólfur Gíslason skrifar 2. nóvember 2023 07:00 Skilaboðin sem koma frá stjórnmálamönnum í fjölmiðlum þessa dagana eru: Ísrael hefur rétt til að verja sig. En það vantar oft nauðsynlega viðbót. Það er nefnilega hægt að styðja rétt til sjálfsvarnar án þess að styðja rétt til að fremja stríðsglæpi og fjöldamorð. Palestínubúar elska börnin sín alveg jafn mikið og þú. Það er skrítið að skrifa þetta, en Palestínubúar eru manneskjur eins og þú. Ef þú efast um þetta er kominn tími til að hugsa málið aðeins. Og kröfur Palestínumanna eru einfaldar. Þær snúast um að sjálfsögð og eðlileg mannréttindi þeirra séu virt. Ísraelsríki beitir Palestínumenn grimmilegu hernámi og mismunar þeim með aðskilnaðarstefnu. Um þetta má lesa í samþykktum og skýrslum mannréttindasamtaka eins og Amnesty International og Human Rights Watch og í skýrslum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Land byggt á mannréttindabrotum Ísraelsríki er stofnað á grunni landráns og þjóðernishreinsana og ríkið viðurkennir ekki rétt þess fólks sem það rak á flótta, eða afkomenda þeirra, til að snúa aftur heim til sín. Fólkið í Ísrael í dag ber fæst ábyrgð á því sem gerðist fyrir 70 árum og hefur allan rétt til að verja líf sitt. En það hefur ekki rétt á því að fremja stríðsglæpi og fjöldamorð, og það hefur heldur ekki rétt á því neita Palestínumönnum um full mannréttindi. En hvað með Hamas? Ekki getum við stutt Hamas. Nei, við styðjum ekki hryðjuverk Hamas frekar en við styðjum stríðsglæpi Ísraels. En Hamas er einkenni en ekki orsök. Fyrir tíma Hamas voru önnur samtök, svo sem Frelsissamtök Palestínu (PLO), sem stunduðu vopnaða baráttu gegn hernámi og landráni Ísraels. Stuðningur við öll þessi samtök, eins og stuðningur við Hamas, er tilkominn vegna áratuga brota gegn tilverurétti Palestínumanna. Landránið hefur einfaldlega aukist jafnt og þétt, sama hvort Palestínumenn nota friðsamlega eða vopnaða andspyrnu. Palestínumenn strádrepnir í friðsamlegum mótmælum Fjölmörg dæmi eru um ofbeldisfull viðbrögð Ísraels við friðsamlegum aðgerðum Palestínumanna. Dæmi um það er “March of Return” árið 2018-19 þar sem almennir borgarar fóru í reglulegar friðsamlegar mótmælagöngur upp að virkisveggjum hersins kringum Gaza. Um 200 manns voru myrt í þessum mótmælum og mun fleiri örkumlaðir af skotsárum sínum. Umheimurinn verður að bregðast við Umheimurinn verður að koma Ísraelsríki í skilning um að ríkið þarf að verða við kröfum Palestínumanna og virða rétt þeirra til mannsæmandi lífs. Þetta á við um alla Palestínumenn, hvort sem þeir eru flóttamenn dreifðir um jarðarkringluna, búsettir í Ísrael sem annars flokks borgarar, innilokaðir í fangelsinu Gaza eða niðurlægðir undir hernáminu á Vesturbakkanum. Sá þrýstingur getur verið í formi viðskiptaþvinganna og sniðgöngu. Við getum því vel haldið áfram að styðja rétt gyðinga í Ísrael til lífs og mannréttinda án þess að leggja blessun okkar yfir mannréttindabrot Ísraelsríkis, fjöldamorð og þjóðernishreinsanir. Höfundur er aðjunkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Skilaboðin sem koma frá stjórnmálamönnum í fjölmiðlum þessa dagana eru: Ísrael hefur rétt til að verja sig. En það vantar oft nauðsynlega viðbót. Það er nefnilega hægt að styðja rétt til sjálfsvarnar án þess að styðja rétt til að fremja stríðsglæpi og fjöldamorð. Palestínubúar elska börnin sín alveg jafn mikið og þú. Það er skrítið að skrifa þetta, en Palestínubúar eru manneskjur eins og þú. Ef þú efast um þetta er kominn tími til að hugsa málið aðeins. Og kröfur Palestínumanna eru einfaldar. Þær snúast um að sjálfsögð og eðlileg mannréttindi þeirra séu virt. Ísraelsríki beitir Palestínumenn grimmilegu hernámi og mismunar þeim með aðskilnaðarstefnu. Um þetta má lesa í samþykktum og skýrslum mannréttindasamtaka eins og Amnesty International og Human Rights Watch og í skýrslum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Land byggt á mannréttindabrotum Ísraelsríki er stofnað á grunni landráns og þjóðernishreinsana og ríkið viðurkennir ekki rétt þess fólks sem það rak á flótta, eða afkomenda þeirra, til að snúa aftur heim til sín. Fólkið í Ísrael í dag ber fæst ábyrgð á því sem gerðist fyrir 70 árum og hefur allan rétt til að verja líf sitt. En það hefur ekki rétt á því að fremja stríðsglæpi og fjöldamorð, og það hefur heldur ekki rétt á því neita Palestínumönnum um full mannréttindi. En hvað með Hamas? Ekki getum við stutt Hamas. Nei, við styðjum ekki hryðjuverk Hamas frekar en við styðjum stríðsglæpi Ísraels. En Hamas er einkenni en ekki orsök. Fyrir tíma Hamas voru önnur samtök, svo sem Frelsissamtök Palestínu (PLO), sem stunduðu vopnaða baráttu gegn hernámi og landráni Ísraels. Stuðningur við öll þessi samtök, eins og stuðningur við Hamas, er tilkominn vegna áratuga brota gegn tilverurétti Palestínumanna. Landránið hefur einfaldlega aukist jafnt og þétt, sama hvort Palestínumenn nota friðsamlega eða vopnaða andspyrnu. Palestínumenn strádrepnir í friðsamlegum mótmælum Fjölmörg dæmi eru um ofbeldisfull viðbrögð Ísraels við friðsamlegum aðgerðum Palestínumanna. Dæmi um það er “March of Return” árið 2018-19 þar sem almennir borgarar fóru í reglulegar friðsamlegar mótmælagöngur upp að virkisveggjum hersins kringum Gaza. Um 200 manns voru myrt í þessum mótmælum og mun fleiri örkumlaðir af skotsárum sínum. Umheimurinn verður að bregðast við Umheimurinn verður að koma Ísraelsríki í skilning um að ríkið þarf að verða við kröfum Palestínumanna og virða rétt þeirra til mannsæmandi lífs. Þetta á við um alla Palestínumenn, hvort sem þeir eru flóttamenn dreifðir um jarðarkringluna, búsettir í Ísrael sem annars flokks borgarar, innilokaðir í fangelsinu Gaza eða niðurlægðir undir hernáminu á Vesturbakkanum. Sá þrýstingur getur verið í formi viðskiptaþvinganna og sniðgöngu. Við getum því vel haldið áfram að styðja rétt gyðinga í Ísrael til lífs og mannréttinda án þess að leggja blessun okkar yfir mannréttindabrot Ísraelsríkis, fjöldamorð og þjóðernishreinsanir. Höfundur er aðjunkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun