Edda sómir sér vel í Eyjafirði þó bændur séu ekki allir sáttir við júgrið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. nóvember 2023 19:17 Beate Stormo, listamaður, sem smíðaði Eddu af miklum glæsibrag. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kýrin Edda, stærsta kýr landsins sómir sér vel á stalli í Eyjafirði en um er að ræða risa listaverk eftir norska listakonu, sem býr í Kristnesi. Eitt komma tvö tonn af járni fóru í smíði Eddu. Beate Stormo smíðaði Eddu heima á hlaði hjá sér í Kristnesi og svo var hún flutt í lok sumars á Sólgarð rétt við smámunasafnið í Eyjafirði og vekur alltaf þar mikla athygli á stalli sinum, enda mikið mynduð af ferðamönnum. Ferðamálafélag Eyjafjarðar átti hugmynd að gerð listaverksins. En hvað tók langan tíma að smíða Eddu? „Það tók eiginlega akkúrat tvö ár frá fyrsta hamarshöggi til seinasta hamarshöggsins. Auðvitað var ég ekki með hamarinn á lofti á hverjum einasta degi en í höfðinu á mér var ég að smíða hana í tvö ár,” segir Beate hlægjandi. Eb hvað var erfiðast við smíðina? „Það er bara svo erfitt að smíða þrívídd. Maður ætlar að gera þetta nákvæmlega eins og kú, það er erfitt að útskýra þetta og maður ætlar að láta þetta bunga út og járnið sveigist og beygist og þegar þú ert búin að sveigja járn og fer svo að tvista það þá fer bara fyrsta beygjan út um þúfur og maður bara stendur og fattar ekki hvernig maður á að gera þetta.” Það fer mjög vel um Eddu og hún vekur mikla athygli þar sem listaverkið stendur rétt við Smámunasafnið í Eyjafirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Beate segir að það hafi farið 1,2 tonn af járni í Eddu. „Ég held að hún sé bara góð á þessum stað í Eyjafirði, henni líður vel enda tekur hún alltaf glöð á móti manni hérna,” segir Beate, sem heimsækir Eddu sína reglulega og spjallar við hana. Einhverjir bændur hafa þó kvartað undan júgrinu á Eddu, það sé ljótt og spenarnir allt of útstæðir. Hvað segir Beate við því ? „Hún er með ljótt júgur og það er algjörlega viljandi að hún sé með ljótt júgur. Júrað táknar bara að þetta sé gömul kú, sem er búin að mjólka mikið. Júgurfestin og jógurbönd eru að verða slitin og hún er meira að segja laus í bógunum og svona. Hún er gömul og hún er vitur, það er málið, hún er ekki bara ung og falleg,” segir Beate glöð og stolt með Eddu sína. Einhverjir bændur hafa þó kvartað undan júgrinu á Eddu, það sé ljótt og spenarnir allt of útstæðir. Beate segir það alveg rétt enda sé það viljandi gert.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eyjafjarðarsveit Landbúnaður Styttur og útilistaverk Kýr Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Beate Stormo smíðaði Eddu heima á hlaði hjá sér í Kristnesi og svo var hún flutt í lok sumars á Sólgarð rétt við smámunasafnið í Eyjafirði og vekur alltaf þar mikla athygli á stalli sinum, enda mikið mynduð af ferðamönnum. Ferðamálafélag Eyjafjarðar átti hugmynd að gerð listaverksins. En hvað tók langan tíma að smíða Eddu? „Það tók eiginlega akkúrat tvö ár frá fyrsta hamarshöggi til seinasta hamarshöggsins. Auðvitað var ég ekki með hamarinn á lofti á hverjum einasta degi en í höfðinu á mér var ég að smíða hana í tvö ár,” segir Beate hlægjandi. Eb hvað var erfiðast við smíðina? „Það er bara svo erfitt að smíða þrívídd. Maður ætlar að gera þetta nákvæmlega eins og kú, það er erfitt að útskýra þetta og maður ætlar að láta þetta bunga út og járnið sveigist og beygist og þegar þú ert búin að sveigja járn og fer svo að tvista það þá fer bara fyrsta beygjan út um þúfur og maður bara stendur og fattar ekki hvernig maður á að gera þetta.” Það fer mjög vel um Eddu og hún vekur mikla athygli þar sem listaverkið stendur rétt við Smámunasafnið í Eyjafirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Beate segir að það hafi farið 1,2 tonn af járni í Eddu. „Ég held að hún sé bara góð á þessum stað í Eyjafirði, henni líður vel enda tekur hún alltaf glöð á móti manni hérna,” segir Beate, sem heimsækir Eddu sína reglulega og spjallar við hana. Einhverjir bændur hafa þó kvartað undan júgrinu á Eddu, það sé ljótt og spenarnir allt of útstæðir. Hvað segir Beate við því ? „Hún er með ljótt júgur og það er algjörlega viljandi að hún sé með ljótt júgur. Júrað táknar bara að þetta sé gömul kú, sem er búin að mjólka mikið. Júgurfestin og jógurbönd eru að verða slitin og hún er meira að segja laus í bógunum og svona. Hún er gömul og hún er vitur, það er málið, hún er ekki bara ung og falleg,” segir Beate glöð og stolt með Eddu sína. Einhverjir bændur hafa þó kvartað undan júgrinu á Eddu, það sé ljótt og spenarnir allt of útstæðir. Beate segir það alveg rétt enda sé það viljandi gert.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Eyjafjarðarsveit Landbúnaður Styttur og útilistaverk Kýr Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira