Mbl.is greindi fyrst frá en María Edwardsdóttir, framkvæmdastjóri Þróttar, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Isaac kom fyrst til landsins árið 2017 sem umsækjandi um alþjóðlega vernd.
„Við fáum hann vonandi heim fljótt,“ segir Maria. Hún segist hafa lítinn skilning á því hvers vegna umsóknarferlið sé eins og það er, þar sem umsækjanda sé gert að vera í heimalandinu þegar sótt sé um vernd. „Þetta er galin sóun,“ segir Maria.
Isaac hafði starfaði sem vallarstjóri Þróttar frá upphafi árs 2022. Isaac var vísað úr landi þann 16. október síðastliðinn. Degi áður mættu um það bil sjö hundruð manns á styrktarleik sem Þróttur stóð að fyrir Isaac í Laugardalnum.
Hann sagðist við tilefnið í samtali við fréttastofu eiga erfitt með að lýsa tilfinningum sínum. Um hefði verið að ræða dag sem hann myndi aldrei gleyma. Áður hafði hann sagt að hann hefði engan skilning á því hvers vegna sér hefði verið vísað úr landi. Hans biði ekkert í Gana.
„Ég skil ekki hvers vegna þau vilji að ég fari?“ sagði Isaac í júlí síðastliðnum. Hann benti á að hann hefði greitt skatta hér á landi, væri að læra íslensku og hefði upplifað sig sem mikilvægan þjóðfélagsþegn. Þá ætti hann óafgreidda umsókn um íslenskan ríkisborgararétt. „Ég hef gert allt sem ég hefði getað gert.