Þungur róður Gunnar Þór Bjarnason og Henry Alexander Henrysson skrifa 1. nóvember 2023 09:32 Fyrir skömmu voru starfsstyrkir Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, kynntir við hátíðlega athöfn í Borgarbókasafninu í Grófinni (sjá frétt á heimasíðu Hagþenkis, https://hagthenkir.is/). Þetta var ákaflega ánægjuleg stund fyrir alla sem hlut áttu að máli en 31 verkefni hlaut styrk. Alls var úthlutað 20 milljónum króna en flestir styrkirnir eru á bilinu sex til átta hundruð þúsund krónur. Viðfangsefnin eru afar fjölbreytt og bera vott um metnað og hugkvæmni styrkþeganna. Afrakstursins af elju styrkþeganna munum við njóta á næstu misserum og árum þegar allt þetta góða fólk tekur til við að birta verk sín. Eða svo skulum við vona. En því miður eru teikn á lofti í útgáfu fræðilegs efnis á íslensku sem unnið er af íslenskum fræðimönnum, róðurinn við ritstörfin þyngist með hverju ári. Útgáfa íslensks kennsluefnis á öllum skólastigum hefur einnig staðið illa um langt skeið. Fræðimenn eru fjölbreyttur hópur fólks. Margir starfa innan háskólanna og njóta þar styrks og skjóls til að miðla fræðum sínum. En margt af því mikilvægasta og fróðlegasta sem gefið er út hérlendis er unnið af sjálfstætt starfandi fræðimönnum sem þrátt fyrir ótrygga afkomu og margs konar hindranir leggja hart að sér við rannsóknir og bókarskrif, oft árum saman. Þótt árlega komi út fjöldi afbragðsgóðra fræðirita má rekja það til eldmóðs og áhuga höfunda miklu fremur en þess umhverfis sem þeim er búið á Íslandi. Ófáar af þeim fræðibókum sem á liðnum árum hafa notið mestrar hylli meðal almennings eru eftir höfunda sem starfa sjálfstætt. Þessar sömu bækur eru einnig fyrirferðarmiklar á listum yfir rit sem hafa verið tilnefnd til ýmissa verðlauna, þar á meðal Viðurkenningar Hagþenkis sem veitt hefur verið árlega allt frá árinu 1987. Og nokkrar bækur eftir sjálfstætt starfandi höfunda hafa á undanförnum árum hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis. Enginn framfleytir sér lengi á styrk sem nemur nokkur hundruð þúsund krónum. En langmikilvægasti sjóðurinn sem styrkir fólk sem starfar sjálfstætt er Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna. „Rétt til að sækja um starfslaun úr sjóðnum hafa höfundar fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku í ýmsu formi,“ eins og segir á heimasíðu RANNÍS sem hefur umsjón með sjóðnum. Meinið er að Starfslaunasjóðurinn ræður yfir afar takmörkuðum fjármunum og hefur á síðustu árum setið eftir í samanburði við aðra sjóði sem hafa verið efldir verulega, til dæmis Launasjóður íslenskra listamanna. Í úthlutun Starfslaunasjóðsins fyrr á þessu ári var einungis unnt að styrkja lítinn hluta umsókna. Mörg styrkhæf verkefni lágu því óbætt hjá garði. Úr þessu er brýnt að bæta og setja sjóðinn á fjárlög eins og listamannalaun. Minna má á að í skýrslu starfshóps um bókmenningarstefnu sem þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra skipaði á árinu 2017 var lögð áhersla á nauðsyn þess að styrkja sjóðinn og „fjölga úthlutuðum launamánuðum verulega“. En það var ekki gert. Óþarft er að fjölyrða um mikilvægi þess að veglega sé staðið að útgáfu fræðiefnis á Íslandi, hvort heldur er fyrir tungumálið eða samfélagið í heild sinni. Ef við hættum að hugsa og skrifa á íslensku um samfélag okkar, sögu, jarðfræði og lífríki (svo eitthvað sé nefnt) er hætt við að tungumálið verði smásaman ónothæft til að hugsa um veruleika okkar og umhverfi. Sé íslenskum stjórnvöldum annt um að efna þau loforð sem gefin eru á hátíðarstundum um mikilvægi tungu, samfélags og náttúru þarf að taka til hendinni í því umhverfi sem fræðibókaútgáfu er búið. Með því að stórefla Starfslaunasjóð sjálfstætt starfandi fræðimanna væri stigið nauðsynlegt skref í þá átt. Gunnar Þór Bjarnason, formaður HagþenkisHenry Alexander Henrysson, stjórnarmaður í Hagþenki Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Henry Alexander Henrysson Vísindi Kjaramál Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu voru starfsstyrkir Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, kynntir við hátíðlega athöfn í Borgarbókasafninu í Grófinni (sjá frétt á heimasíðu Hagþenkis, https://hagthenkir.is/). Þetta var ákaflega ánægjuleg stund fyrir alla sem hlut áttu að máli en 31 verkefni hlaut styrk. Alls var úthlutað 20 milljónum króna en flestir styrkirnir eru á bilinu sex til átta hundruð þúsund krónur. Viðfangsefnin eru afar fjölbreytt og bera vott um metnað og hugkvæmni styrkþeganna. Afrakstursins af elju styrkþeganna munum við njóta á næstu misserum og árum þegar allt þetta góða fólk tekur til við að birta verk sín. Eða svo skulum við vona. En því miður eru teikn á lofti í útgáfu fræðilegs efnis á íslensku sem unnið er af íslenskum fræðimönnum, róðurinn við ritstörfin þyngist með hverju ári. Útgáfa íslensks kennsluefnis á öllum skólastigum hefur einnig staðið illa um langt skeið. Fræðimenn eru fjölbreyttur hópur fólks. Margir starfa innan háskólanna og njóta þar styrks og skjóls til að miðla fræðum sínum. En margt af því mikilvægasta og fróðlegasta sem gefið er út hérlendis er unnið af sjálfstætt starfandi fræðimönnum sem þrátt fyrir ótrygga afkomu og margs konar hindranir leggja hart að sér við rannsóknir og bókarskrif, oft árum saman. Þótt árlega komi út fjöldi afbragðsgóðra fræðirita má rekja það til eldmóðs og áhuga höfunda miklu fremur en þess umhverfis sem þeim er búið á Íslandi. Ófáar af þeim fræðibókum sem á liðnum árum hafa notið mestrar hylli meðal almennings eru eftir höfunda sem starfa sjálfstætt. Þessar sömu bækur eru einnig fyrirferðarmiklar á listum yfir rit sem hafa verið tilnefnd til ýmissa verðlauna, þar á meðal Viðurkenningar Hagþenkis sem veitt hefur verið árlega allt frá árinu 1987. Og nokkrar bækur eftir sjálfstætt starfandi höfunda hafa á undanförnum árum hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis. Enginn framfleytir sér lengi á styrk sem nemur nokkur hundruð þúsund krónum. En langmikilvægasti sjóðurinn sem styrkir fólk sem starfar sjálfstætt er Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna. „Rétt til að sækja um starfslaun úr sjóðnum hafa höfundar fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku í ýmsu formi,“ eins og segir á heimasíðu RANNÍS sem hefur umsjón með sjóðnum. Meinið er að Starfslaunasjóðurinn ræður yfir afar takmörkuðum fjármunum og hefur á síðustu árum setið eftir í samanburði við aðra sjóði sem hafa verið efldir verulega, til dæmis Launasjóður íslenskra listamanna. Í úthlutun Starfslaunasjóðsins fyrr á þessu ári var einungis unnt að styrkja lítinn hluta umsókna. Mörg styrkhæf verkefni lágu því óbætt hjá garði. Úr þessu er brýnt að bæta og setja sjóðinn á fjárlög eins og listamannalaun. Minna má á að í skýrslu starfshóps um bókmenningarstefnu sem þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra skipaði á árinu 2017 var lögð áhersla á nauðsyn þess að styrkja sjóðinn og „fjölga úthlutuðum launamánuðum verulega“. En það var ekki gert. Óþarft er að fjölyrða um mikilvægi þess að veglega sé staðið að útgáfu fræðiefnis á Íslandi, hvort heldur er fyrir tungumálið eða samfélagið í heild sinni. Ef við hættum að hugsa og skrifa á íslensku um samfélag okkar, sögu, jarðfræði og lífríki (svo eitthvað sé nefnt) er hætt við að tungumálið verði smásaman ónothæft til að hugsa um veruleika okkar og umhverfi. Sé íslenskum stjórnvöldum annt um að efna þau loforð sem gefin eru á hátíðarstundum um mikilvægi tungu, samfélags og náttúru þarf að taka til hendinni í því umhverfi sem fræðibókaútgáfu er búið. Með því að stórefla Starfslaunasjóð sjálfstætt starfandi fræðimanna væri stigið nauðsynlegt skref í þá átt. Gunnar Þór Bjarnason, formaður HagþenkisHenry Alexander Henrysson, stjórnarmaður í Hagþenki
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun