Carlsberg í hart við Pútín og Rússland Árni Sæberg skrifar 31. október 2023 23:00 Jacob Aarup-Andersen er forstjóri Carlsberg. Soeren Bidstrup/EPA Danski bruggrisinn Carlsberg hefur stigið fyrstu skrefin í átt að því að sækja bætur frá Rússlandi eftir að Pútín Rússlandsforseti skrifaði undir tilskipun sem kom dótturfyrirtæki Carlsberg undir Rússa. „Við getum ekki átt samtal við stjórnvöld sem ræna fyrirtækinu okkar,“ sagði Jacob Aarup-Andersen, forstjóri Carlsberg á blaðamannafundi í tengslum við ársfjórðungsuppgjör félagins í dag. Þar vísaði hann til þess þegar Pútín undirritaði tilskipun, sem hefur færði dótturfyrirtæki Carslberg í Rússlandi, Baltika, undir eignaumsjónarstofnunina Rosimushchestvo. Það gerði hann í kjölfar viðskiptaþvingana á hendur Rússum eftir innrás þeirra í Úkraínu. Hann sagði að félagið hefði hafið undirbúning að því að sækja bætur til Rússa fyrir alþjóðlegum gerðardómstóli. Félagið á enn þá Baltika en hefur fært virði dótturfélagsins nánast niður í núll eftir að hafa tapað stjórn á því. Í frétt danska ríkisútvarpsins um málið segir að það hafi kostað félagið fleiri milljarða danskra króna. Aarup-Andersen sagði að félagið búist við því að ferlið muni taka einhver ár og að það hafi tapað allri von á því að ná dótturfyrirtækinu á sína stjórn á ný. Þá hefðu aðgerðir Rússa gert það að verkum að ekki væri unnt að selja eignir félagsins í Rússlandi og því væri fjártjónið mikið. Innrás Rússa í Úkraínu Danmörk Drykkir Rússland Tengdar fréttir Seldu alla starfsemi í Rússlandi á 144 krónur Heineken, næststærsti bjórframleiðandi heims, hefur selt alla starfsemi sína í Rússlandi fyrir eina evru, það sem jafngildir tæplega 144 krónum. Hluti starfseminnar var keyptur af Íslendingum á fúlgur fjár fyrir tveimur áratugum. 25. ágúst 2023 08:06 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
„Við getum ekki átt samtal við stjórnvöld sem ræna fyrirtækinu okkar,“ sagði Jacob Aarup-Andersen, forstjóri Carlsberg á blaðamannafundi í tengslum við ársfjórðungsuppgjör félagins í dag. Þar vísaði hann til þess þegar Pútín undirritaði tilskipun, sem hefur færði dótturfyrirtæki Carslberg í Rússlandi, Baltika, undir eignaumsjónarstofnunina Rosimushchestvo. Það gerði hann í kjölfar viðskiptaþvingana á hendur Rússum eftir innrás þeirra í Úkraínu. Hann sagði að félagið hefði hafið undirbúning að því að sækja bætur til Rússa fyrir alþjóðlegum gerðardómstóli. Félagið á enn þá Baltika en hefur fært virði dótturfélagsins nánast niður í núll eftir að hafa tapað stjórn á því. Í frétt danska ríkisútvarpsins um málið segir að það hafi kostað félagið fleiri milljarða danskra króna. Aarup-Andersen sagði að félagið búist við því að ferlið muni taka einhver ár og að það hafi tapað allri von á því að ná dótturfyrirtækinu á sína stjórn á ný. Þá hefðu aðgerðir Rússa gert það að verkum að ekki væri unnt að selja eignir félagsins í Rússlandi og því væri fjártjónið mikið.
Innrás Rússa í Úkraínu Danmörk Drykkir Rússland Tengdar fréttir Seldu alla starfsemi í Rússlandi á 144 krónur Heineken, næststærsti bjórframleiðandi heims, hefur selt alla starfsemi sína í Rússlandi fyrir eina evru, það sem jafngildir tæplega 144 krónum. Hluti starfseminnar var keyptur af Íslendingum á fúlgur fjár fyrir tveimur áratugum. 25. ágúst 2023 08:06 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Seldu alla starfsemi í Rússlandi á 144 krónur Heineken, næststærsti bjórframleiðandi heims, hefur selt alla starfsemi sína í Rússlandi fyrir eina evru, það sem jafngildir tæplega 144 krónum. Hluti starfseminnar var keyptur af Íslendingum á fúlgur fjár fyrir tveimur áratugum. 25. ágúst 2023 08:06