Falskar ástir (ekki Flóna-lagið) Arent Orri Jónsson skrifar 31. október 2023 12:00 Þegar ég hóf nám við Háskóla Íslands einkenndist samfélagið og kennslan af veirufaraldri. Fáeinum mánuðum síðar flæddi inn í byggingar skólans og sú litla kennsla sem þar var lagðist af. Þá kom upp sú staða að háskólanum vanti milljarð, og nú á síðustu vikum hefur legið fyrir úrskurður áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema þar sem nefndin taldi útreikning þriðjungshluta skrásetningargjalds skólans ekki byggja á fullnægjandi útreikningum. Hvernig má það vera að skólaganga stúdenta í dag einkennist af einhvers konar hremmingum hvað eftir annað, sem minna á plágurnar sem Móse á að hafa kallað yfir Egypta. Ég held raunar að ég hefði frekar kosið stærðarinnar haglél og þriggja daga myrkur eins og henti Egypta í sögunni, en þær „plágur“ kallast víst vetur hérlendis. En þetta ástand sem hefur komið upp núna, hvaða merkingu hefur það? Með öðrum orðum, hvað þýðir þessi úrskurður nefndarinnar? Fyrir rétt rúmum áratug hóf Vaka þá baráttu, þegar Sigurður Helgi, stjórnarmaður félagsins árið 2013-2014, fór að djöflast í skrásetningargjaldinu. Vaka gekk hart fram í þessu máli en ákvað að leggja niður spjótin í bili þegar samkomulag náðist við skólann um að hækka ekki gjaldið. Árið 2021 kærði stúdent gjaldtökuna, eða krafði skólann um endurgreiðslu skrásetningargjaldsins. Háskólaráð, æðsta ákvörðunarvald skólans, neitaði henni um það. Sú ákvörðun var kærð til áfrýjunarnefndarinnar, og niðurstaða hennar var sú að háskólinn ætti ekki að byggja gjaldið á forsendum fyrri ára heldur ætti að byggja á forsendum og útreikningum fyrir það ár sem um ræðir. Eðlilega. Háskólaráð tók því málið aftur fyrir, ræsti út stærðfræðideildina og reiknaði út þann kostnað sem hlýst af þjónustu skólans, sem ekki telst til kennslu eða rannsókna. Ráðið lagði þá útreikninga til grundvallar nýrri ákvörðun þar sem Háskólaráð hafnaði stúdentinum aftur um endurgreiðslu skrásetningargjaldsins, sem kærði svo ákvörðunina til nefndarinnar. Það er hérna sem nýi úrskurður áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema kemur við sögu. Úrskurðurinn er álit nefndarinnar á seinni ákvörðuninni. Mat nefndarinnar er það að ekki sé fullnægjandi að byggja útreikning skrásetningargjaldsins á tilteknum hlutföllum af raunkostnaði nema fyrir liggi greining á því á hverju þau hlutföll byggi. Sem sagt, um þriðjungshluti gjaldsins er ekki talinn nægjanlega rökstuddur. Rétt skal vera rétt, háskólanum er skylt að endurgreiða þennan þriðjungshluta ef í ljós kemur að sá kostnaður sem býr að baki gjaldinu sé minni en gjaldtakan fyrir þriðjungshlutinn. Hins vegar, er ekki inn í neinni mynd, því miður, að háskólanum yrði gert að endurgreiða hinn hluta þess, enda taldi nefndin ekkert varhugavert við þann hluta. Þá er samkvæmt áliti nefndarinnar, skýr heimild fyrir gjaldtökunni í lögum, það hvernig háskólinn stendur að henni er hins vegar ekki fullnægjandi. Þær fullyrðingar sem forseti Stúdentaráðs hefur lagt fram um að skrásetningargjaldið sé ólögmætt, er ekki bara rangt, heldur ósvífið. Álit nefndarinnar er eins og áður segir það að þeir útreikningar sem liggja að baki hluta skrásetningargjaldsins séu ekki nægjanlega rökstuddir. Á engan hátt og hvergi er nefndin að segja að gjaldið sé þar með allt ólöglegt eða að það sé ekki lagaheimild fyrir því. Ekki misskilja mig, ég væri mjög til í að fá 275 þúsund krónur lagðar inn á bankabók, hver væri það ekki? En staðan er bara ekki svona einföld. Fulltrúar Vöku fóru á fund með rektor í gær þar sem afstaða okkar var skýr – að sá hluti gjaldsins sem telst ekki standast skoðun, verði endurgreiddur, og rektor tók vel í þær kröfur og sagði þær eðlilegar og sanngjarnar. Það vekur reyndar upp margar spurningar að forseti Stúdentaráðs hafi ekki minnst einu orði á áðurnefndan úrskurð og fyrirhugaðar yfirlýsingar sínar þegar hún skrifaði undir samning við rektor síðasta þriðjudag um fjárframlög háskólans til Stúdentaráðs. Fjárframlög sem koma úr skrásetningargjaldinu. Forseti Stúdentaráðs minntist raunar ekki á úrskurðinn við Stúdentaráð fyrr en tæpum þremur vikum eftir að hún fékk hann í hendurnar, en það er önnur umræða. Samandregið er það álit mitt, og Vökuliða, að umræðan sem meirihluti Stúdentaráðs og skrifstofa þess hafa farið með, sé mjög villandi. Hún býr til falskar og glæstar vonir hjá stúdentum, lofar þeim endurgreiðslu á skólagjöldum allt til 2014, en byggja á litlu sem engu. Á sandi byggði heimskur maður hús, en á endurgreiðslu alls skrásetningargjaldsins frá og með 2014 byggir veruleikafirrt fólk. Höfundur er formaður Vöku – félags lýðræðissinnaðra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég hóf nám við Háskóla Íslands einkenndist samfélagið og kennslan af veirufaraldri. Fáeinum mánuðum síðar flæddi inn í byggingar skólans og sú litla kennsla sem þar var lagðist af. Þá kom upp sú staða að háskólanum vanti milljarð, og nú á síðustu vikum hefur legið fyrir úrskurður áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema þar sem nefndin taldi útreikning þriðjungshluta skrásetningargjalds skólans ekki byggja á fullnægjandi útreikningum. Hvernig má það vera að skólaganga stúdenta í dag einkennist af einhvers konar hremmingum hvað eftir annað, sem minna á plágurnar sem Móse á að hafa kallað yfir Egypta. Ég held raunar að ég hefði frekar kosið stærðarinnar haglél og þriggja daga myrkur eins og henti Egypta í sögunni, en þær „plágur“ kallast víst vetur hérlendis. En þetta ástand sem hefur komið upp núna, hvaða merkingu hefur það? Með öðrum orðum, hvað þýðir þessi úrskurður nefndarinnar? Fyrir rétt rúmum áratug hóf Vaka þá baráttu, þegar Sigurður Helgi, stjórnarmaður félagsins árið 2013-2014, fór að djöflast í skrásetningargjaldinu. Vaka gekk hart fram í þessu máli en ákvað að leggja niður spjótin í bili þegar samkomulag náðist við skólann um að hækka ekki gjaldið. Árið 2021 kærði stúdent gjaldtökuna, eða krafði skólann um endurgreiðslu skrásetningargjaldsins. Háskólaráð, æðsta ákvörðunarvald skólans, neitaði henni um það. Sú ákvörðun var kærð til áfrýjunarnefndarinnar, og niðurstaða hennar var sú að háskólinn ætti ekki að byggja gjaldið á forsendum fyrri ára heldur ætti að byggja á forsendum og útreikningum fyrir það ár sem um ræðir. Eðlilega. Háskólaráð tók því málið aftur fyrir, ræsti út stærðfræðideildina og reiknaði út þann kostnað sem hlýst af þjónustu skólans, sem ekki telst til kennslu eða rannsókna. Ráðið lagði þá útreikninga til grundvallar nýrri ákvörðun þar sem Háskólaráð hafnaði stúdentinum aftur um endurgreiðslu skrásetningargjaldsins, sem kærði svo ákvörðunina til nefndarinnar. Það er hérna sem nýi úrskurður áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema kemur við sögu. Úrskurðurinn er álit nefndarinnar á seinni ákvörðuninni. Mat nefndarinnar er það að ekki sé fullnægjandi að byggja útreikning skrásetningargjaldsins á tilteknum hlutföllum af raunkostnaði nema fyrir liggi greining á því á hverju þau hlutföll byggi. Sem sagt, um þriðjungshluti gjaldsins er ekki talinn nægjanlega rökstuddur. Rétt skal vera rétt, háskólanum er skylt að endurgreiða þennan þriðjungshluta ef í ljós kemur að sá kostnaður sem býr að baki gjaldinu sé minni en gjaldtakan fyrir þriðjungshlutinn. Hins vegar, er ekki inn í neinni mynd, því miður, að háskólanum yrði gert að endurgreiða hinn hluta þess, enda taldi nefndin ekkert varhugavert við þann hluta. Þá er samkvæmt áliti nefndarinnar, skýr heimild fyrir gjaldtökunni í lögum, það hvernig háskólinn stendur að henni er hins vegar ekki fullnægjandi. Þær fullyrðingar sem forseti Stúdentaráðs hefur lagt fram um að skrásetningargjaldið sé ólögmætt, er ekki bara rangt, heldur ósvífið. Álit nefndarinnar er eins og áður segir það að þeir útreikningar sem liggja að baki hluta skrásetningargjaldsins séu ekki nægjanlega rökstuddir. Á engan hátt og hvergi er nefndin að segja að gjaldið sé þar með allt ólöglegt eða að það sé ekki lagaheimild fyrir því. Ekki misskilja mig, ég væri mjög til í að fá 275 þúsund krónur lagðar inn á bankabók, hver væri það ekki? En staðan er bara ekki svona einföld. Fulltrúar Vöku fóru á fund með rektor í gær þar sem afstaða okkar var skýr – að sá hluti gjaldsins sem telst ekki standast skoðun, verði endurgreiddur, og rektor tók vel í þær kröfur og sagði þær eðlilegar og sanngjarnar. Það vekur reyndar upp margar spurningar að forseti Stúdentaráðs hafi ekki minnst einu orði á áðurnefndan úrskurð og fyrirhugaðar yfirlýsingar sínar þegar hún skrifaði undir samning við rektor síðasta þriðjudag um fjárframlög háskólans til Stúdentaráðs. Fjárframlög sem koma úr skrásetningargjaldinu. Forseti Stúdentaráðs minntist raunar ekki á úrskurðinn við Stúdentaráð fyrr en tæpum þremur vikum eftir að hún fékk hann í hendurnar, en það er önnur umræða. Samandregið er það álit mitt, og Vökuliða, að umræðan sem meirihluti Stúdentaráðs og skrifstofa þess hafa farið með, sé mjög villandi. Hún býr til falskar og glæstar vonir hjá stúdentum, lofar þeim endurgreiðslu á skólagjöldum allt til 2014, en byggja á litlu sem engu. Á sandi byggði heimskur maður hús, en á endurgreiðslu alls skrásetningargjaldsins frá og með 2014 byggir veruleikafirrt fólk. Höfundur er formaður Vöku – félags lýðræðissinnaðra stúdenta.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun