KFUM og KFUK leita til reynslubolta í sálgæslu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2023 15:04 Höfuðstöðvar KFUM og KFUK við Holtaveg. KFUM og KFUK Kristilegu félagasamtökin KFUM og KFUK hafa fengið félagsráðgjafa og prest til að taka við reynslusögum þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af hálfu séra Friðriks Friðrikssonar, stofnanda samtakanna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum. Fjöldi barna um allt land tekur þátt í starfi KFUM og KFUK og njóta sumarbúðir samtakanna mikilla vinsælda. Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir frá því í nýrri bók sinni um séra Friðrik að sá síðarnefndi hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsi fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Töluverð umræða hefur spunnist um séra Friðrik í framhaldinu en hann lést á sjöunda áratug síðustu aldar. Til umræðu er að færa styttu af honum úr Lækjargötu í miðbæ Reykjavíkur. Í yfirlýsingu KFUM og KFUK segir að samtökin vilji opna leið fyrir þá eða þau sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af hálfu sr. Friðriks, eða hafi beinar heimildir um slíkt til dæmis frá nánum ættingja til að koma fram með þá reynslu sína. „Þekking samtímans segir okkur hve mikilvægt það er fyrir velferð þeirra einstaklinga sem í hlut eiga að bera ekki slíkar byrðar í hjarta sér. Forysta KFUM og KFUK hefur leitað til þeirra Sigrúnar Júlíusdóttur félagsráðgjafa og Bjarna Karlssonar prests um að taka á móti sögum þolenda,“ segir í yfirlýsingunni. Þau hafi langa reynslu af sálgæslu og vinnu með þolendum að úrlausn sinna mála. „Bjarni þekkir jafnframt til starfs félaganna án þess að hafa gegnt neinni trúnaðarstöðu innan þeirra. Fyllsta trúnaðar verður gætt við þau sem til þeirra leita. Þolendum býðst jafnframt áfram að hafa samband við samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs sé það þeim auðveldara.“ KFUM og KFUK, Valur og þau félög önnur sem kennt hafa sig við séra Friðrik séu fjöldahreyfing fólks sem upplifi nú sorg. „Eins og fram hefur komið vilja fyrrgreind félög horfast í augu við sögu sína, hversu sár sem hún kann að reynast. Hluti af því er að stuðla að því sannleikurinn komi upp á yfirborðið, meðal annars svo hægt sé að biðja brotaþola afsökunar.“ Hægt sé að hafa samband við Sigrúnu í gegnum netfangið sigjul@hi.is eða í síma 891 7638 og við Bjarna í gegnum netfangið bjarni@hafsal.is eða í síma 820 8865. Yfirlýsing frá KFUM og KFUK KFUM og KFUK vilja opna leið fyrir þá eða þau sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af hálfu sr. Friðriks (eða hafa beinar heimildir um slíkt t.d. frá nánum ættingja) til að koma fram með þá reynslu sína. Þekking samtímans segir okkur hve mikilvægt það er fyrir velferð þeirra einstaklinga sem í hlut eiga að bera ekki slíkar byrðar í hjarta sér. Forysta KFUM og KFUK hefur leitað til þeirra Sigrúnar Júlíusdóttur félagsráðgjafa og Bjarna Karlssonar prests um að taka á móti sögum þolenda. Þau hafa langa reynslu af sálgæslu og af vinnu með þolendum að úrlausn sinna mála. Bjarni þekkir jafnframt til starfs félaganna án þess að hafa gegnt neinni trúnaðarstöðu innan þeirra. Fyllsta trúnaðar verður gætt við þau sem til þeirra leita. Þolendum býðst jafnframt áfram að hafa samband við samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs sé það þeim auðveldara. KFUM og KFUK, Valur og þau félög önnur sem kennt hafa sig við sr. Friðrik eru fjöldahreyfing fólks sem upplifir nú sorg. Eins og fram hefur komið vilja fyrrgreind félög horfast í augu við sögu sína, hversu sár sem hún kann að reynast. Hluti af því er að stuðla að því sannleikurinn komi upp á yfirborðið, meðal annars svo hægt sé að biðja brotaþola afsökunar. Hægt er að hafa samband við Sigrúnu í gegnum netfangið sigjul@hi.is eða í síma 891 7638 og við Bjarna í gegnum netfangið bjarni@hafsal.is eða í síma 820 8865. Mál séra Friðriks Friðrikssonar Félagasamtök Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum. Fjöldi barna um allt land tekur þátt í starfi KFUM og KFUK og njóta sumarbúðir samtakanna mikilla vinsælda. Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir frá því í nýrri bók sinni um séra Friðrik að sá síðarnefndi hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsi fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Töluverð umræða hefur spunnist um séra Friðrik í framhaldinu en hann lést á sjöunda áratug síðustu aldar. Til umræðu er að færa styttu af honum úr Lækjargötu í miðbæ Reykjavíkur. Í yfirlýsingu KFUM og KFUK segir að samtökin vilji opna leið fyrir þá eða þau sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af hálfu sr. Friðriks, eða hafi beinar heimildir um slíkt til dæmis frá nánum ættingja til að koma fram með þá reynslu sína. „Þekking samtímans segir okkur hve mikilvægt það er fyrir velferð þeirra einstaklinga sem í hlut eiga að bera ekki slíkar byrðar í hjarta sér. Forysta KFUM og KFUK hefur leitað til þeirra Sigrúnar Júlíusdóttur félagsráðgjafa og Bjarna Karlssonar prests um að taka á móti sögum þolenda,“ segir í yfirlýsingunni. Þau hafi langa reynslu af sálgæslu og vinnu með þolendum að úrlausn sinna mála. „Bjarni þekkir jafnframt til starfs félaganna án þess að hafa gegnt neinni trúnaðarstöðu innan þeirra. Fyllsta trúnaðar verður gætt við þau sem til þeirra leita. Þolendum býðst jafnframt áfram að hafa samband við samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs sé það þeim auðveldara.“ KFUM og KFUK, Valur og þau félög önnur sem kennt hafa sig við séra Friðrik séu fjöldahreyfing fólks sem upplifi nú sorg. „Eins og fram hefur komið vilja fyrrgreind félög horfast í augu við sögu sína, hversu sár sem hún kann að reynast. Hluti af því er að stuðla að því sannleikurinn komi upp á yfirborðið, meðal annars svo hægt sé að biðja brotaþola afsökunar.“ Hægt sé að hafa samband við Sigrúnu í gegnum netfangið sigjul@hi.is eða í síma 891 7638 og við Bjarna í gegnum netfangið bjarni@hafsal.is eða í síma 820 8865. Yfirlýsing frá KFUM og KFUK KFUM og KFUK vilja opna leið fyrir þá eða þau sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af hálfu sr. Friðriks (eða hafa beinar heimildir um slíkt t.d. frá nánum ættingja) til að koma fram með þá reynslu sína. Þekking samtímans segir okkur hve mikilvægt það er fyrir velferð þeirra einstaklinga sem í hlut eiga að bera ekki slíkar byrðar í hjarta sér. Forysta KFUM og KFUK hefur leitað til þeirra Sigrúnar Júlíusdóttur félagsráðgjafa og Bjarna Karlssonar prests um að taka á móti sögum þolenda. Þau hafa langa reynslu af sálgæslu og af vinnu með þolendum að úrlausn sinna mála. Bjarni þekkir jafnframt til starfs félaganna án þess að hafa gegnt neinni trúnaðarstöðu innan þeirra. Fyllsta trúnaðar verður gætt við þau sem til þeirra leita. Þolendum býðst jafnframt áfram að hafa samband við samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs sé það þeim auðveldara. KFUM og KFUK, Valur og þau félög önnur sem kennt hafa sig við sr. Friðrik eru fjöldahreyfing fólks sem upplifir nú sorg. Eins og fram hefur komið vilja fyrrgreind félög horfast í augu við sögu sína, hversu sár sem hún kann að reynast. Hluti af því er að stuðla að því sannleikurinn komi upp á yfirborðið, meðal annars svo hægt sé að biðja brotaþola afsökunar. Hægt er að hafa samband við Sigrúnu í gegnum netfangið sigjul@hi.is eða í síma 891 7638 og við Bjarna í gegnum netfangið bjarni@hafsal.is eða í síma 820 8865.
Yfirlýsing frá KFUM og KFUK KFUM og KFUK vilja opna leið fyrir þá eða þau sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af hálfu sr. Friðriks (eða hafa beinar heimildir um slíkt t.d. frá nánum ættingja) til að koma fram með þá reynslu sína. Þekking samtímans segir okkur hve mikilvægt það er fyrir velferð þeirra einstaklinga sem í hlut eiga að bera ekki slíkar byrðar í hjarta sér. Forysta KFUM og KFUK hefur leitað til þeirra Sigrúnar Júlíusdóttur félagsráðgjafa og Bjarna Karlssonar prests um að taka á móti sögum þolenda. Þau hafa langa reynslu af sálgæslu og af vinnu með þolendum að úrlausn sinna mála. Bjarni þekkir jafnframt til starfs félaganna án þess að hafa gegnt neinni trúnaðarstöðu innan þeirra. Fyllsta trúnaðar verður gætt við þau sem til þeirra leita. Þolendum býðst jafnframt áfram að hafa samband við samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs sé það þeim auðveldara. KFUM og KFUK, Valur og þau félög önnur sem kennt hafa sig við sr. Friðrik eru fjöldahreyfing fólks sem upplifir nú sorg. Eins og fram hefur komið vilja fyrrgreind félög horfast í augu við sögu sína, hversu sár sem hún kann að reynast. Hluti af því er að stuðla að því sannleikurinn komi upp á yfirborðið, meðal annars svo hægt sé að biðja brotaþola afsökunar. Hægt er að hafa samband við Sigrúnu í gegnum netfangið sigjul@hi.is eða í síma 891 7638 og við Bjarna í gegnum netfangið bjarni@hafsal.is eða í síma 820 8865.
Mál séra Friðriks Friðrikssonar Félagasamtök Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira