Svæðinu umhverfis skakka turninn í Bologna lokað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. október 2023 08:46 Torginu umhverfis turninn verður lokað á meðan undirstöður hans verða styrktar. Getty/UEFA/Emilio Andreoli Borgaryfirvöld í Bologna á Ítalíu hafa ákveðið að loka torginu umhverfis Garisenda-turninn í nokkur ár, þar sem áhyggjur eru uppi af því hversu mikið turninn hallar. Matteo Lepore, borgarstjóri Bologna, segir nauðsynlegt að loka Piazza di Porta Ravegnana til að bjarga turninum; það sé ekki vegna þess að hrun hans sé yfirvofandi heldur sé nauðynlegt að tryggja öryggi hans til framtíðar. Garisenda-turninn er 48 metra hár og hallar fjórar gráður, það er lítillega meira en hinn frægari Skakki turn í Písa, sem hallar 3,9 gráður. Örlög Garisenda-turnsins hafa verið í umræðunni síðustu misseri eftir að vísindamenn frá Bologna-háskóla námu óeðlilegar hreyfingar á turninum. Turninn, sem var reistur á 12. öld, er talinn halla vegna jarðsigs á 14. öld en nú stendur til að styrkja undirstöður hans. Asinelli-turninum, sem stendur við hlið Garisenda-turnins, hefur einnig verið lokað en hingað til hefur gestum verið hleypt upp í fyrrnefnda. Íbúar óttast hið versta og einn sagði í samtali við Corriere della Sera að hingað til hefði hann tekið turnunum tveimur sem sjálfsögðum hlut. „Ég óttast að missa eitthvað sem er partur af sálu borgarinnar,“ sagði rit- og handritahöfundurinn Carlo Lucarelli. „Það er margt sem vekur áhyggjur mínar, sérstaklega sú staðreynd að þetta virðist hafa komið á óvart. En hvernig getur þetta komið á óvart ef það er búið að vera að fylgjast með turninum í mörg ár,“ segir leikarinn og leikstjórinn Giorgio Diritti. Garisenda- og Asinelli turnarnir eru nefndir í höfuðið á fjölskyldunum sem reistu þá og áttu í mikilli samkeppni. Garisenda-turninn var upphaflega 60 metra hár en var lækkaður þegar hann fór að halla. Hann er nefndur til sögunnar í verkum Dante, Dickens og Goethe. Ítalía Arkitektúr Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Matteo Lepore, borgarstjóri Bologna, segir nauðsynlegt að loka Piazza di Porta Ravegnana til að bjarga turninum; það sé ekki vegna þess að hrun hans sé yfirvofandi heldur sé nauðynlegt að tryggja öryggi hans til framtíðar. Garisenda-turninn er 48 metra hár og hallar fjórar gráður, það er lítillega meira en hinn frægari Skakki turn í Písa, sem hallar 3,9 gráður. Örlög Garisenda-turnsins hafa verið í umræðunni síðustu misseri eftir að vísindamenn frá Bologna-háskóla námu óeðlilegar hreyfingar á turninum. Turninn, sem var reistur á 12. öld, er talinn halla vegna jarðsigs á 14. öld en nú stendur til að styrkja undirstöður hans. Asinelli-turninum, sem stendur við hlið Garisenda-turnins, hefur einnig verið lokað en hingað til hefur gestum verið hleypt upp í fyrrnefnda. Íbúar óttast hið versta og einn sagði í samtali við Corriere della Sera að hingað til hefði hann tekið turnunum tveimur sem sjálfsögðum hlut. „Ég óttast að missa eitthvað sem er partur af sálu borgarinnar,“ sagði rit- og handritahöfundurinn Carlo Lucarelli. „Það er margt sem vekur áhyggjur mínar, sérstaklega sú staðreynd að þetta virðist hafa komið á óvart. En hvernig getur þetta komið á óvart ef það er búið að vera að fylgjast með turninum í mörg ár,“ segir leikarinn og leikstjórinn Giorgio Diritti. Garisenda- og Asinelli turnarnir eru nefndir í höfuðið á fjölskyldunum sem reistu þá og áttu í mikilli samkeppni. Garisenda-turninn var upphaflega 60 metra hár en var lækkaður þegar hann fór að halla. Hann er nefndur til sögunnar í verkum Dante, Dickens og Goethe.
Ítalía Arkitektúr Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sjá meira