Svæðinu umhverfis skakka turninn í Bologna lokað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. október 2023 08:46 Torginu umhverfis turninn verður lokað á meðan undirstöður hans verða styrktar. Getty/UEFA/Emilio Andreoli Borgaryfirvöld í Bologna á Ítalíu hafa ákveðið að loka torginu umhverfis Garisenda-turninn í nokkur ár, þar sem áhyggjur eru uppi af því hversu mikið turninn hallar. Matteo Lepore, borgarstjóri Bologna, segir nauðsynlegt að loka Piazza di Porta Ravegnana til að bjarga turninum; það sé ekki vegna þess að hrun hans sé yfirvofandi heldur sé nauðynlegt að tryggja öryggi hans til framtíðar. Garisenda-turninn er 48 metra hár og hallar fjórar gráður, það er lítillega meira en hinn frægari Skakki turn í Písa, sem hallar 3,9 gráður. Örlög Garisenda-turnsins hafa verið í umræðunni síðustu misseri eftir að vísindamenn frá Bologna-háskóla námu óeðlilegar hreyfingar á turninum. Turninn, sem var reistur á 12. öld, er talinn halla vegna jarðsigs á 14. öld en nú stendur til að styrkja undirstöður hans. Asinelli-turninum, sem stendur við hlið Garisenda-turnins, hefur einnig verið lokað en hingað til hefur gestum verið hleypt upp í fyrrnefnda. Íbúar óttast hið versta og einn sagði í samtali við Corriere della Sera að hingað til hefði hann tekið turnunum tveimur sem sjálfsögðum hlut. „Ég óttast að missa eitthvað sem er partur af sálu borgarinnar,“ sagði rit- og handritahöfundurinn Carlo Lucarelli. „Það er margt sem vekur áhyggjur mínar, sérstaklega sú staðreynd að þetta virðist hafa komið á óvart. En hvernig getur þetta komið á óvart ef það er búið að vera að fylgjast með turninum í mörg ár,“ segir leikarinn og leikstjórinn Giorgio Diritti. Garisenda- og Asinelli turnarnir eru nefndir í höfuðið á fjölskyldunum sem reistu þá og áttu í mikilli samkeppni. Garisenda-turninn var upphaflega 60 metra hár en var lækkaður þegar hann fór að halla. Hann er nefndur til sögunnar í verkum Dante, Dickens og Goethe. Ítalía Arkitektúr Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira
Matteo Lepore, borgarstjóri Bologna, segir nauðsynlegt að loka Piazza di Porta Ravegnana til að bjarga turninum; það sé ekki vegna þess að hrun hans sé yfirvofandi heldur sé nauðynlegt að tryggja öryggi hans til framtíðar. Garisenda-turninn er 48 metra hár og hallar fjórar gráður, það er lítillega meira en hinn frægari Skakki turn í Písa, sem hallar 3,9 gráður. Örlög Garisenda-turnsins hafa verið í umræðunni síðustu misseri eftir að vísindamenn frá Bologna-háskóla námu óeðlilegar hreyfingar á turninum. Turninn, sem var reistur á 12. öld, er talinn halla vegna jarðsigs á 14. öld en nú stendur til að styrkja undirstöður hans. Asinelli-turninum, sem stendur við hlið Garisenda-turnins, hefur einnig verið lokað en hingað til hefur gestum verið hleypt upp í fyrrnefnda. Íbúar óttast hið versta og einn sagði í samtali við Corriere della Sera að hingað til hefði hann tekið turnunum tveimur sem sjálfsögðum hlut. „Ég óttast að missa eitthvað sem er partur af sálu borgarinnar,“ sagði rit- og handritahöfundurinn Carlo Lucarelli. „Það er margt sem vekur áhyggjur mínar, sérstaklega sú staðreynd að þetta virðist hafa komið á óvart. En hvernig getur þetta komið á óvart ef það er búið að vera að fylgjast með turninum í mörg ár,“ segir leikarinn og leikstjórinn Giorgio Diritti. Garisenda- og Asinelli turnarnir eru nefndir í höfuðið á fjölskyldunum sem reistu þá og áttu í mikilli samkeppni. Garisenda-turninn var upphaflega 60 metra hár en var lækkaður þegar hann fór að halla. Hann er nefndur til sögunnar í verkum Dante, Dickens og Goethe.
Ítalía Arkitektúr Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira