Vilja að Kjósarhreppur verði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2023 08:36 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar, en sveitarstjórn Kjósarhrepps hefur lengi lýst því að fyrirkomulagið valdi töluverðum óþægindum fyrir íbúa og fyrirtæki í sveitarfélaginu. Vísir/Vilhelm Sjö þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar sem miðar að því að sveitarfélagið fái nýtt póstnúmer og verði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ. Íbúar í Kjósarhreppi hafa lengi kvartað yfir póstnúmerinu 276 Mosfellsbær og sagt það um árabil hafa valdið ruglingi. Í tillögunni kemur fram að innviðaráðherra verði falið að beina því til Byggðastofnunar að breyta póstnúmeraskrá til að Kjósarhreppur fái sitt eigið póstnúmer sem kennt verði við Kjós en ekki Mosfellsbæ. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar en fyrir henni eru einnig skráðir samflokksmenn hennar, þeir Jón Gunnarsson, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Árnason, Píratinn Gísli Rafn Ólafsson og svo þingmenn Viðreisnar, þau Sigmar Guðmundsson og Þorgerður Katrin Gunnarsdóttir. Pósturinn staðið í vegi Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Kjósarhrepps, sagði í samtali við Vísi í sumar að íbúar í hreppnum hefðu lengi barist fyrir því að fá nýtt póstnúmer. Pósturinn hefði hins vegar staðið fast á sínu og staðið í veg yfir slíku, þrátt fyrir að íbúarnir hafi í ótal skipti lent í vandræðum, meðal annars þegar kemur að heimsendingu. „Maður hefði haldið að póstnúmer væru gerð til að bæta þjónustu. Þetta fyrirkomulag er að flækja stöðuna og rýra hana,“ sagði Þorbjörg. Veldur töluverðum óþægindum Fram til ársins 2009 deildu íbúar í Kjósinni póstnúmerinu 270 með íbúum Mosfellsbæjar, en þá fengu þeir póstnúmerið 276. Nafn Mosfellsbæjar var þó enn hluti af póstnúmerinu, en auk Kjósarinnar fellur dreifbýli Mosfellsbæjar undir póstnúmerið 276 Mosfellsbær. Í greinargerðinni með tillögunni kemur fram að sveitarstjórn Kjósarhrepps hafi nýlega óskað eftir því við Byggðastofnun að póstnúmerinu yrði breytt þannig að það verði 276 Kjós. „Byggðastofnun óskaði eftir umsögn frá Íslandspósti sem lagðist gegn breytingunni með þeim rökum að eini tilgangur póstnúmera væri að styðja við hagkvæma dreifingu. Póstnúmer ættu að auka hraða og öryggi við flokkun og afgreiðslu póstsendinga og væru tengd við þjónustuhúsið sem í tilviki Kjósarhrepps hafi verið í Mosfellsbæ, en hefur nú verið lokað. Sveitarstjórn Kjósarhrepps hefur lýst því að fyrirkomulagið valdi töluverðum óþægindum fyrir íbúa og fyrirtæki í sveitarfélaginu. Flutningsmenn þessarar tillögu leggja því til að innviðaráðherra beini því til Byggðastofnunar að verða við ósk sveitarfélagsins um að það fái hið fyrsta sitt eigið póstnúmer í póstnúmeraskrá sem kennt verði við Kjós,“ segir í tillögunni. Alþingi Kjósarhreppur Mosfellsbær Pósturinn Tengdar fréttir Sendlar hringsóla í Mosfellsbæ með pakka Kjósarmanna Um áratuga skeið hafa íbúar Kjósarhrepps barist fyrir sérstöku póstnúmeri. Pósturinn stendur fast á sínu og neitar þeim um þrátt fyrir að íbúarnir hafi í ótal skipti lent í vandræðum. 29. maí 2023 07:02 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Sjá meira
Í tillögunni kemur fram að innviðaráðherra verði falið að beina því til Byggðastofnunar að breyta póstnúmeraskrá til að Kjósarhreppur fái sitt eigið póstnúmer sem kennt verði við Kjós en ekki Mosfellsbæ. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar en fyrir henni eru einnig skráðir samflokksmenn hennar, þeir Jón Gunnarsson, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Árnason, Píratinn Gísli Rafn Ólafsson og svo þingmenn Viðreisnar, þau Sigmar Guðmundsson og Þorgerður Katrin Gunnarsdóttir. Pósturinn staðið í vegi Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Kjósarhrepps, sagði í samtali við Vísi í sumar að íbúar í hreppnum hefðu lengi barist fyrir því að fá nýtt póstnúmer. Pósturinn hefði hins vegar staðið fast á sínu og staðið í veg yfir slíku, þrátt fyrir að íbúarnir hafi í ótal skipti lent í vandræðum, meðal annars þegar kemur að heimsendingu. „Maður hefði haldið að póstnúmer væru gerð til að bæta þjónustu. Þetta fyrirkomulag er að flækja stöðuna og rýra hana,“ sagði Þorbjörg. Veldur töluverðum óþægindum Fram til ársins 2009 deildu íbúar í Kjósinni póstnúmerinu 270 með íbúum Mosfellsbæjar, en þá fengu þeir póstnúmerið 276. Nafn Mosfellsbæjar var þó enn hluti af póstnúmerinu, en auk Kjósarinnar fellur dreifbýli Mosfellsbæjar undir póstnúmerið 276 Mosfellsbær. Í greinargerðinni með tillögunni kemur fram að sveitarstjórn Kjósarhrepps hafi nýlega óskað eftir því við Byggðastofnun að póstnúmerinu yrði breytt þannig að það verði 276 Kjós. „Byggðastofnun óskaði eftir umsögn frá Íslandspósti sem lagðist gegn breytingunni með þeim rökum að eini tilgangur póstnúmera væri að styðja við hagkvæma dreifingu. Póstnúmer ættu að auka hraða og öryggi við flokkun og afgreiðslu póstsendinga og væru tengd við þjónustuhúsið sem í tilviki Kjósarhrepps hafi verið í Mosfellsbæ, en hefur nú verið lokað. Sveitarstjórn Kjósarhrepps hefur lýst því að fyrirkomulagið valdi töluverðum óþægindum fyrir íbúa og fyrirtæki í sveitarfélaginu. Flutningsmenn þessarar tillögu leggja því til að innviðaráðherra beini því til Byggðastofnunar að verða við ósk sveitarfélagsins um að það fái hið fyrsta sitt eigið póstnúmer í póstnúmeraskrá sem kennt verði við Kjós,“ segir í tillögunni.
Alþingi Kjósarhreppur Mosfellsbær Pósturinn Tengdar fréttir Sendlar hringsóla í Mosfellsbæ með pakka Kjósarmanna Um áratuga skeið hafa íbúar Kjósarhrepps barist fyrir sérstöku póstnúmeri. Pósturinn stendur fast á sínu og neitar þeim um þrátt fyrir að íbúarnir hafi í ótal skipti lent í vandræðum. 29. maí 2023 07:02 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Sjá meira
Sendlar hringsóla í Mosfellsbæ með pakka Kjósarmanna Um áratuga skeið hafa íbúar Kjósarhrepps barist fyrir sérstöku póstnúmeri. Pósturinn stendur fast á sínu og neitar þeim um þrátt fyrir að íbúarnir hafi í ótal skipti lent í vandræðum. 29. maí 2023 07:02
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent