Albert hefur leikið frábærlega fyrir Genoa undanfarnar vikur og eru stærri félög á Ítalíu að horfa til leikmannsins þegar félagaskiptaglugginn opnar á nýjan leik í janúar.
Albert var sem fyrri í byrjunarliði Genoa og skoraði það sem reyndist sigurmarkið þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks eftir undirbúning Ruslan Malinovsky.
Very ! @GenoaCFC 3 punti #GenoaSalernitana pic.twitter.com/GCxey5fAb6
— Lega Serie A (@SerieA) October 27, 2023
Þar sem ekkert var skorað í síðari hálfleik reyndist mark Alberts sigurmark leiksins, lokatölur 1-0. Genoa situr nú í 13. sæti með 11 stig að loknum tíu leikjum. Salernitana er í 19. sæti án sigurs.