Vilhjálmur hlaut 81,1% atkvæða og Signý 18,9% atkvæða. Sjö voru í framboði sem aðalmenn í framkvæmdarstjórn og voru þeir sjálfkjörnir. Þetta kom fram í tilkynningu frá Starfsgreinasambandi Íslands.
Starfsáætlun til tveggja ára var samþykkt ásamt breytingum á lögum og þingsköpum sambandsins. Auk þess voru ýmsar ályktanir samþykktar um kjaramál, byggðamál, heilbrigðismál, húsnæðismál og lífeyrismál ásamt því að samþykkt var ályktun um stuðning við eldri borgara og öryrkja. Öll afgreidd mál þingsins má nálgast á þingvef SGS.
Eftirtaldir munu sitja sem aðalmenn í framkvæmdastjórn sambandsins til næstu tveggja ára:
- Aðalsteinn Árni Baldursson, Framsýn stéttarfélag
- Anna Júlíusdóttir, Eining-Iðja
- Eyþór Þ. Árnason, Verkalýðsfélagið Hlíf
- Bergvin Eyþórsson, Verkalýðsfélag Vestfirðinga
- Guðrún Elín Pálsdóttir, Verkalýðsfélag Suðurlands
- Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, AFL Starfsgreinafélag
- Þórarinn Sverrisson, Aldan stéttarfélag
Sem varamenn í framkvæmdarstjórn voru kosnir eftirtaldir:
- Guðný Óskarsdóttir Drífandi stéttarfélag
- Tryggvi Jóhannsson Eining-Iðja
- Birkir Snær Guðjónsson AFL Starfsgreinafélag
- Alma Pálmadóttir Verkalýðsfélagið Hlíf
- Silja Eyrún Steingrímsdóttir Stéttarfélag Vesturlands
Í tilkynningunni segir einnig: „Umræður um kjaramál voru áberandi á þinginu enda annasamur kjarasamningavetur framundan. Greina mátti mikinn baráttuanda meðal þingfulltrúa og ljóst að Starfsgreinasambandið fer sameinað og tilbúið í komandi viðræður. Þess má geta að SGS fer með umboð allra 18 aðildarfélaga sinna í viðræðunum um nýja kjarasamninga á almennum vinnumarkaði.“