Boðar aðgerðir í baráttu við mansal Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. október 2023 13:01 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra fagnar nýrri skýrslu um mansal. Þar eru stjórnvöld hvött til frekari aðgerða. Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands segir skorta fjármagn til málaflokksins. Vísir Ísland stendur sig illa í baráttunni gegn vinnumansali samkvæmt eftirlitsnefnd Evrópuráðsins sem hefur áhyggjur af takmörkuðum árangri í málaflokknum. Þá er bent á ýmsa vankanta í baráttunni gegn mansali barna. Dómsmálaráðherra boðar nýja aðgerðaráætlun í málaflokknum. Eftirlitsnefnd Evrópuráðsins (GRETA) lýsir yfir áhyggjum af takmörkuðum árangri Íslands í baráttu gegn vinnumansali. Nefndin brýnir íslensk yfirvöld til að hvetja þá sem koma að mansali að sýna aukið frumkvæði í að finna þolendur vinnumansals. Þetta kemur fram í þriðju úttektarskýrslu hópsins um Ísland. Að mati GRETA skortir enn formlegar verklagsreglur sem skilgreina hlutverk og ábyrgð allra viðkomandi faghópa og eru íslensk stjórnvöld hvött til að koma á formlegu tilvísunarkerfi í málaflokknum fyrir allt landið. Þá dregur skýrslan fram vankanta í baráttu gegn mansali barna. Skorað er á íslensk stjórnvöld að grípa til aðgerða. Þá eru ráðamenn hvattir til að samþykkja sérstakt lagaákvæði um refsileysi þolenda mansals sem hafa verið þvingaðir út í brotastarfsemi. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hyggst hrinda af stað vinnu við nýja aðgerðaáætlun til að mæta þeim athugasemdum sem koma fram í skýrslunni og ljúka vinnu við þær aðgerðir sem enn er ólokið í núgildandi áætlun. „Það eru athugasemdir í skýrslunni og ég fagna þeim því þær eru áminning um að gera betur. Ég hef fullan hug á því að koma upp aðgerðum til að bregðast við þeim athugasemdum sem þarna eru. Ég vil líka taka fram að ég hef í hyggju að fá fleiri ráðuneyti að þessari vinnu vegna þess að þetta er málaflokkur sem getur ekki verið einkamál eins ráðuneytis,“ segir Guðrún. „Guðrún segist hafa heimsótt lögregluembættið á Suðurlandi í vikunni og það hafi komið henni ánægjulega á óvart að þar var teymi sem var að leið í eftirlitsferð með mansali. „Ég mætti lögreglumönnum á Lögreglustöðinni á Selfossi sem voru á leið í slíkt eftirlit með vinnueftirliti og launþegaeftirliti á Suðurlandi. Það var áður en skýrslan kom út og ég var mjög ánægð með að sjá að það er verið að vinna í þessum málum,“ segir Guðrún. Umfangið umtalsvert meira Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands segir skýrsluna sýna að nauðsynlegt sé að auka framlög til málaflokksins. „Það hefur skort fé inn í málaflokkinn og því þarf að breyta. Það þarf að taka þessi mál fastari tökum og tryggja fræðslu fyrir alla þá sem koma að svona málum,“ segir Margrét. Hún segir telur að aðeins lítið brot mansalsmála komi upp á yfirborðið. „Umfangið er í mínum huga talsvert meira en það sem ratar upp á yfirborðið,“ segir Margrét. Mansal í Vík Jafnréttismál Dómsmál Mansal Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af takmörkuðum framförum Íslands í mansalsmálum Íslenska ríkið ætti að bera betur kennsl á fórnarlömb mansals, rannsaka slík mál betur og lögsækja fleiri sem grunaðir eru um slík brot. Þetta kemur fram í nýjustu úttekt sérfræðihóps Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali, GRETA. 26. október 2023 08:02 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Sjá meira
Eftirlitsnefnd Evrópuráðsins (GRETA) lýsir yfir áhyggjum af takmörkuðum árangri Íslands í baráttu gegn vinnumansali. Nefndin brýnir íslensk yfirvöld til að hvetja þá sem koma að mansali að sýna aukið frumkvæði í að finna þolendur vinnumansals. Þetta kemur fram í þriðju úttektarskýrslu hópsins um Ísland. Að mati GRETA skortir enn formlegar verklagsreglur sem skilgreina hlutverk og ábyrgð allra viðkomandi faghópa og eru íslensk stjórnvöld hvött til að koma á formlegu tilvísunarkerfi í málaflokknum fyrir allt landið. Þá dregur skýrslan fram vankanta í baráttu gegn mansali barna. Skorað er á íslensk stjórnvöld að grípa til aðgerða. Þá eru ráðamenn hvattir til að samþykkja sérstakt lagaákvæði um refsileysi þolenda mansals sem hafa verið þvingaðir út í brotastarfsemi. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hyggst hrinda af stað vinnu við nýja aðgerðaáætlun til að mæta þeim athugasemdum sem koma fram í skýrslunni og ljúka vinnu við þær aðgerðir sem enn er ólokið í núgildandi áætlun. „Það eru athugasemdir í skýrslunni og ég fagna þeim því þær eru áminning um að gera betur. Ég hef fullan hug á því að koma upp aðgerðum til að bregðast við þeim athugasemdum sem þarna eru. Ég vil líka taka fram að ég hef í hyggju að fá fleiri ráðuneyti að þessari vinnu vegna þess að þetta er málaflokkur sem getur ekki verið einkamál eins ráðuneytis,“ segir Guðrún. „Guðrún segist hafa heimsótt lögregluembættið á Suðurlandi í vikunni og það hafi komið henni ánægjulega á óvart að þar var teymi sem var að leið í eftirlitsferð með mansali. „Ég mætti lögreglumönnum á Lögreglustöðinni á Selfossi sem voru á leið í slíkt eftirlit með vinnueftirliti og launþegaeftirliti á Suðurlandi. Það var áður en skýrslan kom út og ég var mjög ánægð með að sjá að það er verið að vinna í þessum málum,“ segir Guðrún. Umfangið umtalsvert meira Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands segir skýrsluna sýna að nauðsynlegt sé að auka framlög til málaflokksins. „Það hefur skort fé inn í málaflokkinn og því þarf að breyta. Það þarf að taka þessi mál fastari tökum og tryggja fræðslu fyrir alla þá sem koma að svona málum,“ segir Margrét. Hún segir telur að aðeins lítið brot mansalsmála komi upp á yfirborðið. „Umfangið er í mínum huga talsvert meira en það sem ratar upp á yfirborðið,“ segir Margrét.
Mansal í Vík Jafnréttismál Dómsmál Mansal Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af takmörkuðum framförum Íslands í mansalsmálum Íslenska ríkið ætti að bera betur kennsl á fórnarlömb mansals, rannsaka slík mál betur og lögsækja fleiri sem grunaðir eru um slík brot. Þetta kemur fram í nýjustu úttekt sérfræðihóps Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali, GRETA. 26. október 2023 08:02 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Sjá meira
Hafa áhyggjur af takmörkuðum framförum Íslands í mansalsmálum Íslenska ríkið ætti að bera betur kennsl á fórnarlömb mansals, rannsaka slík mál betur og lögsækja fleiri sem grunaðir eru um slík brot. Þetta kemur fram í nýjustu úttekt sérfræðihóps Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali, GRETA. 26. október 2023 08:02