Settist upp í hjá ökumanni í vímu sem bakkaði á ógnarhraða Árni Sæberg skrifar 25. október 2023 16:36 Slysið átti sér stað við Nýbýlaveg í Kópavogi. Stöð 2/Arnar Kona hefur verið dæmd til þess að bera helming tjóns síns, sem hún hlaut eftir umferðarslys, sjálf. Hún settist upp í bíl hjá ökumanni sem var undir áhrifum fíkniefna og bakkaði á ríflega fimmtíu kílómetra hraða. Í dómi Héraðsdóm Reykjavíkur segir að konan hafi lent í umferðarslysi við Nýbýlaveg í Kópavogi í byrjun júlí árið 2018. Hún hafi verið farþegi í bifreið þar sem henni var bakkað á mikilli ferð eftir Nýbýlavegi þar til ökumaður missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að bifreiðin lenti uppi á gangstéttarkanti, fór utan í staur og snerist hálfhring. Hún hafi setið í aftursæti bifreiðarinnar og við áreksturinn hafi hún skollið saman við annan farþega í aftursætinu og orðið fyrir meiðslum. Hafi ekið „allt of hratt“ Í lögregluskýrslu eftir slysið segir að ökumaðurinn hafi sagst hafa ekið aftur á bak í austurátt eftir hliðargötu Nýbýlavegar, sem liggur meðfram Nýbýlavegi frá húsi nr. 38, en ekið sé út á stofnbraut Nýbýlavegar móts við hús nr. 56. Ökumaðurinn viðukenni að hafa bakkað bifreið sinni á um það bil 50 til 55 kílómetra hraða á klukkustund, en hámarkshraði á vettvangi sé 30 kílómetrar á klukkustund. Ökumaður bifreiðarinnar segðist hafa ætlað að bakka inn á bifreiðastæði framan við hús nr. 54 við Nýbýlaveg vegna þess að önnur bifreið hefði verið að aka inn á hliðargötuna. Hann hefði hins vegar ekki ráðið við bifreiðina vegna þess að hann hefði „ekið allt of hratt“ og því lent uppi á gangstéttinni milli húsa nr. 54 og 56 og utan í kantinum. Samkvæmt sömu lögregluskýrsu hafi vaknað grunur um að ökumaðurinn væri undir áhrifum fíkiefna. Við rannsókn hafi mælst amfetamín, kókaín og kannabis í blóði hans, Vildi fullar bætur Í dóminum segir að Vátryggingafélag Íslands, Vís, hafi tilkynnt konunni í ágúst sama árs að til skoðunar væri að skerða eða fella niður bótarétt hennar. Vakin hafi verið athygli á því að Vís myndi ekki taka endanlega ákvörðun um það hvort félagið myndi bera fyrir sig heimild til skerðingar eða niðurfellingar bótaréttar fyrr en frekari gagnaöflun ætti sér stað. Vís hafi svo tilkynnt konunni í mars árið 2019 að bætur hennar yrðu skertar um 2/3 hluta með vísan til ákvæðis laga um ökutækjatryggingar, sem heimilar lækkun eða niðurfellingu bóta ef sá sem varð fyrir tjóni eða lést var meðvaldur að tjóninu af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi, á þeim grundvelli að konunni gæti ekki hafa dulist að ökumaðurinn hefði verið undir áhrifum ávana-og fíkniefna við aksturinn. Konan hefði, með því að taka sér far með ökumanni sem var undir áhrifum slíkra efna, verið meðvöld að tjóninu af stórkostlegu gáleysi. Niðurstaða mat sem báðir aðilar máls hefðu óskað eftir hafi verið að varanlegur miski konunnar væri tíu stig og varanleg örorka tíu prósent. Konunni hafi verið greiddar 1/3 hluti bóta, 2,1 milljón króna, og hún hafi skotið málinu til úrskurðarnefndar vátryggingamála, sem hafi komist að þeirri niðurstöðu að konan ætti rétt á bótum en að ábyrgð Vís skyldi takmarkast við helming af heildartjóni. Konan höfðaði því mál á hendur Vís til heimtu fullra bóta. Sagðist ekki hafa ætlað að fá far Í dóminum segir að af hálfu konunnar hafi verið byggt á því að aldrei hafi staðið til af hennar hálfu að taka sér far með ökumanninum umrætt sinn, heldur hafi tilgangurinn eingöngu verið sá að fá greiðslu frá ökumanninum vegna fíkniefnaskuldar. Vitni, sem fór upp í bifreiðina með stefnanda á Nýbýlavegi, hafi stutt þennan framburð konunnar í skýrslu sinni fyrir dómi. Ökumaðurinn sjálfur og annað vitni hafi hins vegar borið um að eftir nokkurt spjall um greiðslu skuldarinnar hefði staðið til að aka konunni og hinum farþeganum upp í Breiðholt. Að mati dómsins væri frásögn konunnar um að ekki hafi staðið til að þiggja far ótrúverðug. Þar væri haft í huga verulegt ósamræmi milli málatilbúnaðar í stefnu annars vegar og í framburði konunnar fyrir dómi hins vegar. Þannig hafi komið fram í stefnunni að konan hafi tekið sér far með bifreiðinni umrætt sinn og jafnframt að konan hafi treyst því að ökumaðurinn væri allsgáður, enda hafi hann komið akandi á bifreiðinni „til að sækja hana og vin hennar“og þá hafi ekkert sést athugavert við aksturslag hans. Þá sé í stefnunni fullyrt að konan hafi ekki þekkt ökumanninn og að um leið og hún og vitnið hafi sest upp í bifreiðina hafi ökumaðurinn bakkað á miklum hraða þannig að enginn tími hafi gefist til að átta sig á ástandi ökumanns eða til að spenna á sig sætisbeltið. Fyrir dóminum hafi hins vegar konan og öll vitnin borið um að konan og ökumaðurinn hefðu þekkst og að samræður hefðu átt sér stað í nokkrar mínútur áður en ekið var af stað. Þegar framangreint ósamræmi væri haft í huga hafi það að mati dómsins ekki þýðingu að ekki var tekin lögregluskýrsla af konunni vegna málsins, enda væri henni í sjálfsvald sett hvernig hún hagar málatilbúnaði sínum í stefnu og ætla verði að sá málatilbúnaður grundvallist á frásögn hennar af atvikum máls. Með vísan til teldist sannað að konan hafi þegið far með ökumanninum þrátt fyrir að hafa mátt vera ljóst að hann væri undir áhrifum. Því væri rétt að sýkna Vís af öllum kröfum hennar. Þá segir að þrátt fyrir sýknu þyki rétt að málskostnaður falli niður milli aðila. Konan hafi notið gjafsóknar og gjafsóknarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, sem teljist hæfilega ákveðin 1,2 milljónir króna. Tryggingar Dómsmál VÍS Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Í dómi Héraðsdóm Reykjavíkur segir að konan hafi lent í umferðarslysi við Nýbýlaveg í Kópavogi í byrjun júlí árið 2018. Hún hafi verið farþegi í bifreið þar sem henni var bakkað á mikilli ferð eftir Nýbýlavegi þar til ökumaður missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að bifreiðin lenti uppi á gangstéttarkanti, fór utan í staur og snerist hálfhring. Hún hafi setið í aftursæti bifreiðarinnar og við áreksturinn hafi hún skollið saman við annan farþega í aftursætinu og orðið fyrir meiðslum. Hafi ekið „allt of hratt“ Í lögregluskýrslu eftir slysið segir að ökumaðurinn hafi sagst hafa ekið aftur á bak í austurátt eftir hliðargötu Nýbýlavegar, sem liggur meðfram Nýbýlavegi frá húsi nr. 38, en ekið sé út á stofnbraut Nýbýlavegar móts við hús nr. 56. Ökumaðurinn viðukenni að hafa bakkað bifreið sinni á um það bil 50 til 55 kílómetra hraða á klukkustund, en hámarkshraði á vettvangi sé 30 kílómetrar á klukkustund. Ökumaður bifreiðarinnar segðist hafa ætlað að bakka inn á bifreiðastæði framan við hús nr. 54 við Nýbýlaveg vegna þess að önnur bifreið hefði verið að aka inn á hliðargötuna. Hann hefði hins vegar ekki ráðið við bifreiðina vegna þess að hann hefði „ekið allt of hratt“ og því lent uppi á gangstéttinni milli húsa nr. 54 og 56 og utan í kantinum. Samkvæmt sömu lögregluskýrsu hafi vaknað grunur um að ökumaðurinn væri undir áhrifum fíkiefna. Við rannsókn hafi mælst amfetamín, kókaín og kannabis í blóði hans, Vildi fullar bætur Í dóminum segir að Vátryggingafélag Íslands, Vís, hafi tilkynnt konunni í ágúst sama árs að til skoðunar væri að skerða eða fella niður bótarétt hennar. Vakin hafi verið athygli á því að Vís myndi ekki taka endanlega ákvörðun um það hvort félagið myndi bera fyrir sig heimild til skerðingar eða niðurfellingar bótaréttar fyrr en frekari gagnaöflun ætti sér stað. Vís hafi svo tilkynnt konunni í mars árið 2019 að bætur hennar yrðu skertar um 2/3 hluta með vísan til ákvæðis laga um ökutækjatryggingar, sem heimilar lækkun eða niðurfellingu bóta ef sá sem varð fyrir tjóni eða lést var meðvaldur að tjóninu af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi, á þeim grundvelli að konunni gæti ekki hafa dulist að ökumaðurinn hefði verið undir áhrifum ávana-og fíkniefna við aksturinn. Konan hefði, með því að taka sér far með ökumanni sem var undir áhrifum slíkra efna, verið meðvöld að tjóninu af stórkostlegu gáleysi. Niðurstaða mat sem báðir aðilar máls hefðu óskað eftir hafi verið að varanlegur miski konunnar væri tíu stig og varanleg örorka tíu prósent. Konunni hafi verið greiddar 1/3 hluti bóta, 2,1 milljón króna, og hún hafi skotið málinu til úrskurðarnefndar vátryggingamála, sem hafi komist að þeirri niðurstöðu að konan ætti rétt á bótum en að ábyrgð Vís skyldi takmarkast við helming af heildartjóni. Konan höfðaði því mál á hendur Vís til heimtu fullra bóta. Sagðist ekki hafa ætlað að fá far Í dóminum segir að af hálfu konunnar hafi verið byggt á því að aldrei hafi staðið til af hennar hálfu að taka sér far með ökumanninum umrætt sinn, heldur hafi tilgangurinn eingöngu verið sá að fá greiðslu frá ökumanninum vegna fíkniefnaskuldar. Vitni, sem fór upp í bifreiðina með stefnanda á Nýbýlavegi, hafi stutt þennan framburð konunnar í skýrslu sinni fyrir dómi. Ökumaðurinn sjálfur og annað vitni hafi hins vegar borið um að eftir nokkurt spjall um greiðslu skuldarinnar hefði staðið til að aka konunni og hinum farþeganum upp í Breiðholt. Að mati dómsins væri frásögn konunnar um að ekki hafi staðið til að þiggja far ótrúverðug. Þar væri haft í huga verulegt ósamræmi milli málatilbúnaðar í stefnu annars vegar og í framburði konunnar fyrir dómi hins vegar. Þannig hafi komið fram í stefnunni að konan hafi tekið sér far með bifreiðinni umrætt sinn og jafnframt að konan hafi treyst því að ökumaðurinn væri allsgáður, enda hafi hann komið akandi á bifreiðinni „til að sækja hana og vin hennar“og þá hafi ekkert sést athugavert við aksturslag hans. Þá sé í stefnunni fullyrt að konan hafi ekki þekkt ökumanninn og að um leið og hún og vitnið hafi sest upp í bifreiðina hafi ökumaðurinn bakkað á miklum hraða þannig að enginn tími hafi gefist til að átta sig á ástandi ökumanns eða til að spenna á sig sætisbeltið. Fyrir dóminum hafi hins vegar konan og öll vitnin borið um að konan og ökumaðurinn hefðu þekkst og að samræður hefðu átt sér stað í nokkrar mínútur áður en ekið var af stað. Þegar framangreint ósamræmi væri haft í huga hafi það að mati dómsins ekki þýðingu að ekki var tekin lögregluskýrsla af konunni vegna málsins, enda væri henni í sjálfsvald sett hvernig hún hagar málatilbúnaði sínum í stefnu og ætla verði að sá málatilbúnaður grundvallist á frásögn hennar af atvikum máls. Með vísan til teldist sannað að konan hafi þegið far með ökumanninum þrátt fyrir að hafa mátt vera ljóst að hann væri undir áhrifum. Því væri rétt að sýkna Vís af öllum kröfum hennar. Þá segir að þrátt fyrir sýknu þyki rétt að málskostnaður falli niður milli aðila. Konan hafi notið gjafsóknar og gjafsóknarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, sem teljist hæfilega ákveðin 1,2 milljónir króna.
Tryggingar Dómsmál VÍS Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira