Við þurfum öfluga bændur! Friðrik Sigurðsson skrifar 25. október 2023 14:31 Eftir á annan tug stýrivaxtahækkana er farið að reyna verulega á fjárhaginn hjá mörgum íbúum og rekstraraðilum á Íslandi. Bændur landsins virðast vera „Kanarífuglinn í kolanámunni“ og eru margir þeirra orðnir algjörlega uppgefnir á stöðunni og farnir að tala um að hætta rekstri. Það yrði mikið áfall fyrir þá og þeirra fjölskyldur svo ekki sé horft til þess hversu mikið áfall það yrði fyrir þjóðina ef fjöldi bænda hættir rekstri. Bændur eru og eiga að vera áfram ein af grunnstoðum samfélagsins á Íslandi. Sú grunnstoð þarf að vera sjálfbær og byggð á almannahagsmunum. Matvælaöryggi þjóðarinnar er að mati undirritaðs augljóslega einn af þeim þáttum sem máli skipta þegar kemur að velferð þjóðarinnar. Ungir bændur þurfa að fá eðlilegan stuðning til að koma undir sig fótunum og hefja búskap. Hér þarf sameiginlegt átak hins opinbera bæði til að auðvelda þeim að hefja búskap og einnig til að auðvelda þeim að halda áfram búskap þegar vextir eru farnir að sliga eðlilegan rekstur hjá þeim. Ríkisvaldið brást hratt við í Covid og leysti ferðaþjónustuna úr erfiðri stöðu með lánum á hagstæðum vöxtum og styrkjum. Slíkar skammtímalausnir þarf að finna í málum bænda sem fyrst. Til lengri tíma er það svo skoðun undirritaðs að frelsi bænda til nýsköpunar og framleiðslu þarf að auka og styrkja .arf enn frekar fjármagn til nýsköpunar í sveitum landsins. Þar er að mínu mati innganga í ESB ein af forsendum þess að ná meiri stöðugleika í fjármálum landsins og efla getu landbúnaðar á Íslandi til stórkostlegs tollfrjáls útflutnings til ESB landa á heilnæmum landbúnaðarafurðum sem bændur Íslands framleiða. Ég hvet að lokum alla sem styðja bændur að mæta í Salinn í Kópavogi á morgun fimmtudaginn 26. október kl.13:00 og standa þétt við bakið á ungum bændum sem halda þar baráttufund fyrir því að tryggja sér laun fyrir lífi. Það skiptir okkur öll máli að á Íslandi verði áfram öflugir bændur. Höfundur er fulltrúi í málefnaráði Viðreisnar, sonur fyrrverandi bænda og Þingeyingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Byggðamál Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir á annan tug stýrivaxtahækkana er farið að reyna verulega á fjárhaginn hjá mörgum íbúum og rekstraraðilum á Íslandi. Bændur landsins virðast vera „Kanarífuglinn í kolanámunni“ og eru margir þeirra orðnir algjörlega uppgefnir á stöðunni og farnir að tala um að hætta rekstri. Það yrði mikið áfall fyrir þá og þeirra fjölskyldur svo ekki sé horft til þess hversu mikið áfall það yrði fyrir þjóðina ef fjöldi bænda hættir rekstri. Bændur eru og eiga að vera áfram ein af grunnstoðum samfélagsins á Íslandi. Sú grunnstoð þarf að vera sjálfbær og byggð á almannahagsmunum. Matvælaöryggi þjóðarinnar er að mati undirritaðs augljóslega einn af þeim þáttum sem máli skipta þegar kemur að velferð þjóðarinnar. Ungir bændur þurfa að fá eðlilegan stuðning til að koma undir sig fótunum og hefja búskap. Hér þarf sameiginlegt átak hins opinbera bæði til að auðvelda þeim að hefja búskap og einnig til að auðvelda þeim að halda áfram búskap þegar vextir eru farnir að sliga eðlilegan rekstur hjá þeim. Ríkisvaldið brást hratt við í Covid og leysti ferðaþjónustuna úr erfiðri stöðu með lánum á hagstæðum vöxtum og styrkjum. Slíkar skammtímalausnir þarf að finna í málum bænda sem fyrst. Til lengri tíma er það svo skoðun undirritaðs að frelsi bænda til nýsköpunar og framleiðslu þarf að auka og styrkja .arf enn frekar fjármagn til nýsköpunar í sveitum landsins. Þar er að mínu mati innganga í ESB ein af forsendum þess að ná meiri stöðugleika í fjármálum landsins og efla getu landbúnaðar á Íslandi til stórkostlegs tollfrjáls útflutnings til ESB landa á heilnæmum landbúnaðarafurðum sem bændur Íslands framleiða. Ég hvet að lokum alla sem styðja bændur að mæta í Salinn í Kópavogi á morgun fimmtudaginn 26. október kl.13:00 og standa þétt við bakið á ungum bændum sem halda þar baráttufund fyrir því að tryggja sér laun fyrir lífi. Það skiptir okkur öll máli að á Íslandi verði áfram öflugir bændur. Höfundur er fulltrúi í málefnaráði Viðreisnar, sonur fyrrverandi bænda og Þingeyingur.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun