Stjóri PSV straujaði Arnar á æfingu eftir að hafa boðið honum í mat daginn áður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2023 14:31 Peter Bosz (fimmti frá vinstri í annarri röð) lék með Arnari og Bjarka Gunnlaugssyni hjá Feyenoord. getty/VI Images Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, sagði skemmtilega sögu af knattspyrnustjóra PSV Eindhoven í Meistaradeildarmörkunum. PSV gerði 1-1 jafntefli við Lens á útivelli í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær. Johan Bakayoko kom hollensku bikarmeisturunum yfir á 54. mínútu en Elye Wahi jafnaði fyrir Frakkana tólf mínútum síðar og þar við sat. Knattspyrnustjóri PSV er Peter Bosz sem Arnar þekkir frá því þeir léku saman með Feyenoord. Arnar rifjaði upp eftirminnileg samskipti sín við Bosz frá því fyrir þrjátíu árum í Meistaradeildarmörkunum. „Hann var eldri leikmaður hjá Feyenoord þegar við Bjarki komum þangað. Hann var einn af þeim fáu sem gaf sig á tal við yngri leikmenn og bauð okkur heim til sín einu sinni og gaf okkur að borða. Hann hringdi líka í Adidas umboðið og við fengum samning hjá Adidas. Alveg geggjað og við bestu vinir Peters Bosz,“ sagði Arnar. „Svo var æfing daginn eftir. Við heilsuðumst og svo byrjaði æfingin, ungir gegn gömlum. Hann straujaði mig í fyrstu tæklingu. Lærdómurinn af þessari sögu er að alvara og gaman og hann greindi þar á milli. Við héldum að hann væri besti vinur okkar en hann var bara að kenna okkur lexíu. Geggjaður náungi.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Peter Bosz Bosz, sem var öflugur miðjumaður á sínum tíma, lék með Feyenoord á árunum 1991-96 og varð hollenskur meistari með liðinu 1993 og bikarmeistari 1992, 1994 og 1995. Hinn 59 ára Bosz tók við PSV í sumar. Liðið hefur unnið þrettán af sautján leikjum undir hans stjórn, gert þrjú jafntefli og aðeins tapað einum leik, gegn Arsenal í Meistaradeildinni. Innslagið úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Hollenski boltinn Tengdar fréttir Arnar Gunnlaugs: Blekking að halda allt sé í himnalagi hjá Man. United Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistara Víkings, er líka harður stuðningsmaður Manchester United og hann hefur áhyggjur af sínu liði eftir byrjunina á tímabilinu. 25. október 2023 13:31 Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn hefði viljað sjá Orra taka vítið Orri Steinn Óskarsson er að fá stærra og stærra hlutverk hjá FCK en Jóhannes Karl Guðjónsson vill sjá hann fá meiri spilatíma því að hann sé í raun eina alvöru nía liðsins sem er ekki alltaf meidd. 25. október 2023 09:01 Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
PSV gerði 1-1 jafntefli við Lens á útivelli í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær. Johan Bakayoko kom hollensku bikarmeisturunum yfir á 54. mínútu en Elye Wahi jafnaði fyrir Frakkana tólf mínútum síðar og þar við sat. Knattspyrnustjóri PSV er Peter Bosz sem Arnar þekkir frá því þeir léku saman með Feyenoord. Arnar rifjaði upp eftirminnileg samskipti sín við Bosz frá því fyrir þrjátíu árum í Meistaradeildarmörkunum. „Hann var eldri leikmaður hjá Feyenoord þegar við Bjarki komum þangað. Hann var einn af þeim fáu sem gaf sig á tal við yngri leikmenn og bauð okkur heim til sín einu sinni og gaf okkur að borða. Hann hringdi líka í Adidas umboðið og við fengum samning hjá Adidas. Alveg geggjað og við bestu vinir Peters Bosz,“ sagði Arnar. „Svo var æfing daginn eftir. Við heilsuðumst og svo byrjaði æfingin, ungir gegn gömlum. Hann straujaði mig í fyrstu tæklingu. Lærdómurinn af þessari sögu er að alvara og gaman og hann greindi þar á milli. Við héldum að hann væri besti vinur okkar en hann var bara að kenna okkur lexíu. Geggjaður náungi.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Peter Bosz Bosz, sem var öflugur miðjumaður á sínum tíma, lék með Feyenoord á árunum 1991-96 og varð hollenskur meistari með liðinu 1993 og bikarmeistari 1992, 1994 og 1995. Hinn 59 ára Bosz tók við PSV í sumar. Liðið hefur unnið þrettán af sautján leikjum undir hans stjórn, gert þrjú jafntefli og aðeins tapað einum leik, gegn Arsenal í Meistaradeildinni. Innslagið úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Hollenski boltinn Tengdar fréttir Arnar Gunnlaugs: Blekking að halda allt sé í himnalagi hjá Man. United Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistara Víkings, er líka harður stuðningsmaður Manchester United og hann hefur áhyggjur af sínu liði eftir byrjunina á tímabilinu. 25. október 2023 13:31 Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn hefði viljað sjá Orra taka vítið Orri Steinn Óskarsson er að fá stærra og stærra hlutverk hjá FCK en Jóhannes Karl Guðjónsson vill sjá hann fá meiri spilatíma því að hann sé í raun eina alvöru nía liðsins sem er ekki alltaf meidd. 25. október 2023 09:01 Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Arnar Gunnlaugs: Blekking að halda allt sé í himnalagi hjá Man. United Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistara Víkings, er líka harður stuðningsmaður Manchester United og hann hefur áhyggjur af sínu liði eftir byrjunina á tímabilinu. 25. október 2023 13:31
Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn hefði viljað sjá Orra taka vítið Orri Steinn Óskarsson er að fá stærra og stærra hlutverk hjá FCK en Jóhannes Karl Guðjónsson vill sjá hann fá meiri spilatíma því að hann sé í raun eina alvöru nía liðsins sem er ekki alltaf meidd. 25. október 2023 09:01
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti