Óttar hafnar ásökunum um að hafa framið líkamsárás Jón Þór Stefánsson skrifar 23. október 2023 15:35 Óttar Pálsson hæstaréttarlögmaður og einn eigenda lögfræðistofunnar Logos. Logos Óttar Pálsson hæstaréttarlögmaður og einn eigenda lögfræðistofunnar Logos hafnar ásökunum um að hafa framið líkamsárás á dögunum. Fjallað hefur verið um meinta árás í fjölmiðlum síðan um helgina, en hún á að hafa átt sér stað í verslun í miðbæ Reykjavíkur þann fimmta október á þessu ári. Ósannar sögur sem valdi sársauka „Vefmiðlar hafa undanfarna daga flutt fréttir af ætlaðri líkamsárás sem nafn mitt er tengt við,“ segir í tilkynningu sem Óttar sendir fjölmiðlum. „Lýsingar af atviki, sem átti sér stað fyrir rúmlega tveimur vikum síðan, eru að verulegu leyti ósannar, meiðandi og til þess fallnar að valda sársauka þeirra sem síst skyldi. Því finnst mér rétt að fram komi að ég hafna hvers kyns sökum sem á mig eru bornar.“ Óttar segist ekki ætla að tjá sig frekar um málið að sinni. Vísir greindi frá því í dag að lögregla hefði sinnt útkalli í versluninni umrætt kvöld. Fram kom að hæstarréttarlögmanni væri gefið að sök að ráðast á verslunareiganda. Meintur árásarmaður er Óttar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hyggst meintur brotaþoli ætla að kæra líkamsárásina, en hefur ekki gert það enn sem komið er. Þá sagði í frétt Vísis í dag að Óttar liti málið öðrum augum. Hann hafi komið í verslunina til að ræða við eigandann vegna persónulegra mála og þegar hann hafi ætlað að yfirgefa verslunina hafi eigandinn ekki tekið það í mál. Lýsingar á atvikum, samkvæmt sjónarhorni Óttars, séu á þá leið að eigandinn hafi handleikið skæri og hrækt framan í sig. Þegar hann hafi svo gripið í Óttar hafi komið til ryskinga þeirra á milli. Á endanum hafi það verið sjálfur Óttar sem hringdi á lögreglu. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögmennska Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Íhugar að kæra lögmanninn Lögregluþjónar í Reykjavík sinntu útkalli í verslun í miðbæ Reykjavíkur fimmtudagskvöldið 5. október þar sem hæstaréttarlögmanni og einum eiganda virtrar lögmannsstofu er gefið að sök að hafa ráðist á verslunareigandann. 23. október 2023 14:15 Óttar og Anna Rut skilja Óttar Pálsson, lögmaður á Logos, og Anna Rut Þráinsdóttir viðskiptafræðingur hafa ákveðið að slíta samvistum. 22. október 2023 13:59 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Fjallað hefur verið um meinta árás í fjölmiðlum síðan um helgina, en hún á að hafa átt sér stað í verslun í miðbæ Reykjavíkur þann fimmta október á þessu ári. Ósannar sögur sem valdi sársauka „Vefmiðlar hafa undanfarna daga flutt fréttir af ætlaðri líkamsárás sem nafn mitt er tengt við,“ segir í tilkynningu sem Óttar sendir fjölmiðlum. „Lýsingar af atviki, sem átti sér stað fyrir rúmlega tveimur vikum síðan, eru að verulegu leyti ósannar, meiðandi og til þess fallnar að valda sársauka þeirra sem síst skyldi. Því finnst mér rétt að fram komi að ég hafna hvers kyns sökum sem á mig eru bornar.“ Óttar segist ekki ætla að tjá sig frekar um málið að sinni. Vísir greindi frá því í dag að lögregla hefði sinnt útkalli í versluninni umrætt kvöld. Fram kom að hæstarréttarlögmanni væri gefið að sök að ráðast á verslunareiganda. Meintur árásarmaður er Óttar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hyggst meintur brotaþoli ætla að kæra líkamsárásina, en hefur ekki gert það enn sem komið er. Þá sagði í frétt Vísis í dag að Óttar liti málið öðrum augum. Hann hafi komið í verslunina til að ræða við eigandann vegna persónulegra mála og þegar hann hafi ætlað að yfirgefa verslunina hafi eigandinn ekki tekið það í mál. Lýsingar á atvikum, samkvæmt sjónarhorni Óttars, séu á þá leið að eigandinn hafi handleikið skæri og hrækt framan í sig. Þegar hann hafi svo gripið í Óttar hafi komið til ryskinga þeirra á milli. Á endanum hafi það verið sjálfur Óttar sem hringdi á lögreglu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögmennska Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Íhugar að kæra lögmanninn Lögregluþjónar í Reykjavík sinntu útkalli í verslun í miðbæ Reykjavíkur fimmtudagskvöldið 5. október þar sem hæstaréttarlögmanni og einum eiganda virtrar lögmannsstofu er gefið að sök að hafa ráðist á verslunareigandann. 23. október 2023 14:15 Óttar og Anna Rut skilja Óttar Pálsson, lögmaður á Logos, og Anna Rut Þráinsdóttir viðskiptafræðingur hafa ákveðið að slíta samvistum. 22. október 2023 13:59 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Íhugar að kæra lögmanninn Lögregluþjónar í Reykjavík sinntu útkalli í verslun í miðbæ Reykjavíkur fimmtudagskvöldið 5. október þar sem hæstaréttarlögmanni og einum eiganda virtrar lögmannsstofu er gefið að sök að hafa ráðist á verslunareigandann. 23. október 2023 14:15
Óttar og Anna Rut skilja Óttar Pálsson, lögmaður á Logos, og Anna Rut Þráinsdóttir viðskiptafræðingur hafa ákveðið að slíta samvistum. 22. október 2023 13:59