Íhugar að kæra lögmanninn Jakob Bjarnar skrifar 23. október 2023 14:15 Frá verkefnum lögreglu í miðbæ Reykjavíkur, þó ekki því frá því á fimmtudagskvöldinu 5. október þegar atburðirnir sem frá er greint í þessari frétt áttu sér stað. Vísir Lögregluþjónar í Reykjavík sinntu útkalli í verslun í miðbæ Reykjavíkur fimmtudagskvöldið 5. október þar sem hæstaréttarlögmanni og einum eiganda virtrar lögmannsstofu er gefið að sök að hafa ráðist á verslunareigandann. Fréttastofa hefur fengið staðfest hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að erindi var sinnt í versluninni um ellefuleytið umrætt fimmtudagskvöld. Verslunareigandinn hyggst samkvæmt heimildum fréttastofu kæra hæstaréttarlögmanninn fyrir líkamsárás en hefur ekki gert það enn sem komið er. Helgin var sem undirlögð af fréttum af meintri líkamsárás. Tímasetning og aðkoma lögreglu að málinu hefur verið óljós en gengið hefur verið út frá því í fréttum einstakra miðla að atvikið hafi átt sér stað í síðustu viku. Lögregla kannaðist ekki við neitt slíkt verkefni í síðustu viku í samtali við Vísi um helgina. Líta atburðinn hvor sínum augum Samkvæmt heimildum Vísis átti meint árás sé stað fimmtudagskvöldið 5. október þegar versluninni hafði verið lokað. Verslunareigandinn taldi sig eiga ýmislegt órætt við hæstaréttarlögmann vegna samskipta þess síðarnefnda við eiginkonu verslunareigandans. Hæstaréttarlögmaðurinn og eiginkona verslunareigandans starfa á sömu lögmannsstofu. Hvað gerðist innan veggja verslunarinnar fer eftir því hvor mannanna er til frásagnar. Ljóst er á öllu að ekki var um rólegt og yfirvegað samtal að ræða. Verslunareigandinn lítur samkvæmt heimildum fréttastofu svo á að samtal þeirra hafi engu skilað og hann ætlað að vísa lögmanninum á dyr. Lögmaðurinn hafi hins vegar neitað að yfirgefa verslunina. Verslunareigandinn hafi hrækt framan í hæstaréttarlögmanninn sem hafi í framhaldinu ráðist á hann. Dyraverðir á nærliggjandi bar hafi orðið vitni að hluta af átökunum. Lögregla hafi í framhaldinu mætt á svæðið. Verslunareigandinn hefur ekki enn lagt fram kæru vegna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu stefnir hann á að gera það. Samskipti við eiginkonu eiganda búðarinnar undir Hæstaréttarlögmaðurinn sér atburðarásina öðrum augum samkvæmt heimildum fréttastofu. Hann hafi að kröfu verslunareigandans mætt til að eiga samtal við hann. Þegar hann hafi ætlað að yfirgefa verslunina hafi verslunareigandinn ekki tekið það í mál. Um tíma hafi verslunareigandinn handleikið skæri og hæstaréttarlögmanninum ekki staðið á sama. Hæstaréttarlögmaðurinn hafi beðið verslunareigandann afsökunar á samskiptum sínum við eiginkonu verslunareigandans við litlar undirtektir. Verslunareigandinn hafi hrækt framan í hann en lögmaðurinn ekki brugðist við því. Þegar verslunareigandinn hafi stigið ógnandi í átt til hans og gripið í hann hafi hafist ryskingar og lögmaðurinn í framhaldinu snúið hann niður. Hann hafi svo yfirgefið verslunina, hringt á lögreglu sem hafi í framhaldinu mætt á svæðið og rætt við mennina. Fari svo að verslunareigandinn kæri lögmanninn fyrir líkamsárás fer málið á borð lögreglu. Þar stendur málið nú. Málið verður rannsakað og í framhaldinu tekin ákvörðun um það hvort ákæra verði gefin út í málinu. Málið er sérlega viðkvæmt enda snertir það ekki aðeins umrædda einstaklinga og atburði kvöldsins heldur fjölskyldur sem eiga um sárt að binda. Þá er heiður virtrar lögmannsstofu í húfi þar sem hæstaréttarlögmaðurinn og eiginkona verslunareigandans starfa saman. Lögreglumál Reykjavík Lögmennska Tengdar fréttir Meint líkamsárás lögmanns ekki á borði lögreglu Meint líkamsárás sem nafntogaður hæstaréttarlögmaður er sagður hafa framið í verslun í miðbæ Reykjavíkur á dögunum hefur ekki ratað inn á borð lögreglu. 21. október 2023 12:00 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira
Fréttastofa hefur fengið staðfest hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að erindi var sinnt í versluninni um ellefuleytið umrætt fimmtudagskvöld. Verslunareigandinn hyggst samkvæmt heimildum fréttastofu kæra hæstaréttarlögmanninn fyrir líkamsárás en hefur ekki gert það enn sem komið er. Helgin var sem undirlögð af fréttum af meintri líkamsárás. Tímasetning og aðkoma lögreglu að málinu hefur verið óljós en gengið hefur verið út frá því í fréttum einstakra miðla að atvikið hafi átt sér stað í síðustu viku. Lögregla kannaðist ekki við neitt slíkt verkefni í síðustu viku í samtali við Vísi um helgina. Líta atburðinn hvor sínum augum Samkvæmt heimildum Vísis átti meint árás sé stað fimmtudagskvöldið 5. október þegar versluninni hafði verið lokað. Verslunareigandinn taldi sig eiga ýmislegt órætt við hæstaréttarlögmann vegna samskipta þess síðarnefnda við eiginkonu verslunareigandans. Hæstaréttarlögmaðurinn og eiginkona verslunareigandans starfa á sömu lögmannsstofu. Hvað gerðist innan veggja verslunarinnar fer eftir því hvor mannanna er til frásagnar. Ljóst er á öllu að ekki var um rólegt og yfirvegað samtal að ræða. Verslunareigandinn lítur samkvæmt heimildum fréttastofu svo á að samtal þeirra hafi engu skilað og hann ætlað að vísa lögmanninum á dyr. Lögmaðurinn hafi hins vegar neitað að yfirgefa verslunina. Verslunareigandinn hafi hrækt framan í hæstaréttarlögmanninn sem hafi í framhaldinu ráðist á hann. Dyraverðir á nærliggjandi bar hafi orðið vitni að hluta af átökunum. Lögregla hafi í framhaldinu mætt á svæðið. Verslunareigandinn hefur ekki enn lagt fram kæru vegna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu stefnir hann á að gera það. Samskipti við eiginkonu eiganda búðarinnar undir Hæstaréttarlögmaðurinn sér atburðarásina öðrum augum samkvæmt heimildum fréttastofu. Hann hafi að kröfu verslunareigandans mætt til að eiga samtal við hann. Þegar hann hafi ætlað að yfirgefa verslunina hafi verslunareigandinn ekki tekið það í mál. Um tíma hafi verslunareigandinn handleikið skæri og hæstaréttarlögmanninum ekki staðið á sama. Hæstaréttarlögmaðurinn hafi beðið verslunareigandann afsökunar á samskiptum sínum við eiginkonu verslunareigandans við litlar undirtektir. Verslunareigandinn hafi hrækt framan í hann en lögmaðurinn ekki brugðist við því. Þegar verslunareigandinn hafi stigið ógnandi í átt til hans og gripið í hann hafi hafist ryskingar og lögmaðurinn í framhaldinu snúið hann niður. Hann hafi svo yfirgefið verslunina, hringt á lögreglu sem hafi í framhaldinu mætt á svæðið og rætt við mennina. Fari svo að verslunareigandinn kæri lögmanninn fyrir líkamsárás fer málið á borð lögreglu. Þar stendur málið nú. Málið verður rannsakað og í framhaldinu tekin ákvörðun um það hvort ákæra verði gefin út í málinu. Málið er sérlega viðkvæmt enda snertir það ekki aðeins umrædda einstaklinga og atburði kvöldsins heldur fjölskyldur sem eiga um sárt að binda. Þá er heiður virtrar lögmannsstofu í húfi þar sem hæstaréttarlögmaðurinn og eiginkona verslunareigandans starfa saman.
Lögreglumál Reykjavík Lögmennska Tengdar fréttir Meint líkamsárás lögmanns ekki á borði lögreglu Meint líkamsárás sem nafntogaður hæstaréttarlögmaður er sagður hafa framið í verslun í miðbæ Reykjavíkur á dögunum hefur ekki ratað inn á borð lögreglu. 21. október 2023 12:00 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira
Meint líkamsárás lögmanns ekki á borði lögreglu Meint líkamsárás sem nafntogaður hæstaréttarlögmaður er sagður hafa framið í verslun í miðbæ Reykjavíkur á dögunum hefur ekki ratað inn á borð lögreglu. 21. október 2023 12:00