Leiðarljós skynseminnar Árni Már Jensson skrifar 23. október 2023 13:32 Heilbrigð skynsemi er hæfileikinn til að átta sig á því sem öllum á að vera ljóst. Víða skynjar fólk miklar breytingar í nánd án þess endilega að gera sér grein fyrir þeim undirliggjandi orsökum sem breytingunum valda eða átta sig á þeim kaflaskiptum sem breytingunum munu fylgja. Þetta orsakar öryggisleysi sem leiðir af sér tilfinningaleg viðbrögð og ótta sem elur á skautun í hugsun og hegðun. Fólk tekur afstöðu með Ísrael eða á móti. Með Palestínu eða á móti. Með Sýrlandi eða á móti. Með Líbanon eða á móti. Með Jórdaníu eða á móti. Með USA eða á móti. Með Nató eða á móti. Með Tyrklandi eða móti. Með Kúrdum eða á móti. Með Armeníu eða á móti. Með Azerbaijan eða á móti. Með Indlandi eða á móti. Með Pakistan eða á móti. Með Afghanistan eða á móti. Með Íran eða á móti. Með Saudi Arabíu eða á móti. Með Yemen eða á móti og svo má lengi upp telja. Án þess endilega að gera sér grein fyrir dýpri undirliggjandi orsökum þeirrar ókyrrðar sem nú blasir við fyrir botni Miðjarðarhafs, og umhverfst hefur miðausturlönd, suðurálfur og Evrópu umliðin 1.400 ár eða svo, hneigist fólk til að fylkja sér í skotgrafir með eða á móti. Slík tilfinningaviðbrögð virka gjarnan öfugt við tilætlanina og auka á skautun andstæðra póla með útbreiðslu ófriðar inn í nærsamfélög, s.s. vinnustaði, stjórnmálasamtök og fjölskyldur. Þetta gerist þó að við blasi að deilur allra þessara ríkja kristallast í ófriði kringum eina tegund af hugmyndafræði sem sáð hefur sér meðal margra þjóða. Hugmyndafræði sem umber ekki tjáningafrelsi, trúfrelsi, lýðræði, jafnræði kynjanna né fjölbreytileika mannsins sem lífveru. Og já, Rússland og Kína eru einnig að sogast inn í þennan myrka spíral ófriðar sem kristallast í kringum sömu hugmyndafræði. Skynsemi mannsins grundvallast á gagnrýnni hugsun. Á getunni til að hemja tilfinningar sínar í þágu vitrænnar niðurstöðu. Niðurstöðu sem lýtur útkomu sem byggir á vegnu mati allra þátta málsaðila grundvallað á þeirri þekkingu sem mögulegt er að afla. Einungis þannig getur niðurstaða og viðhorf kristallað skynsama útkomu sem flestum í hag. Hversu margir hafa t.a.m. kynnt sér sögu, þess svæðis sem nú myndar Ísrael, umliðin þrjú til fjögur þúsund ár? Hversu margir hafa kynnt sér sögu Palestínufólks umliðin þrjú til fjögur þúsund ár? Hversu margir hafa kynnt sér innihald Gamla og Nýja Testamenti Biblíunnar? Hversu margir hafa kynnt sér tilurð, hugmyndafræði, sögu og trú gyðingdóms og þar með þrjú þúsund ára gamalt fyrirheit Guðs til Ísraelíta um land þeirra - fyrirheitna landið? Hversu margir hafa kynnt sér tilurð, hugmyndafræði, sögu og trú kristninnar? Hversu margir hafa kynnt sér tilurð hugmyndafræði og sögu islam? Hversu margir hafa kynnt sér sögu Ottomana, Berba og Mára umliðin 1.400 ár og þeirrar hugmyndafræði sem þeir lutu? Hversu margir hafa kynnt sér hvert Hamas, Isis, Hezbollah, Boko Harum og Al Quaida sækja hugmyndafræði sína og hver yfirlýst markmið þeirra eru? Hversu margir hafa kynnt sér hvaða þjóðir fjármagna þessi samtök og hvert þær þjóðir sækja hugmyndafræði sína? Hversu margir hafa kynnt sér hvor aðilinn, Ísrael eða Palestína (og tengd samtök) hafi oftar átt frumkvæði að árásum á gagnstæðan aðila? Aldrei hefur verið jafn auðvelt að nálgast upplýsingar og nú á tímum internetsins. Þrátt fyrir það er engu líkara en að skammhlaup verði í dómgreind fólks og mannshugurinn ráði ekki við að lesa sér til um orsakasamhengi og týnist þar með sögunni og skynseminni á hraðbraut upplýsinganna frekar en hitt. Hvers vegna? Jú, þegar maðurinn glatar kyrrðinni til að hugsa, týnir hann sálarfriðnum og verður af skynseminni. Að mynda sér skynsama skoðun um ástandi heimsmála í dag er því sem næst ómögulegt án þess að skilja kristna trú og sögu. Trú sem mótað hefur mannkyn til góðs, og sögu sem upplýsir okkur um orsakasamhengi í tímaröð þeirra atburða heimsmála sem eru liðnir, eiga sér nú stað, og framundan eru. Engin sögu, og trúarleg upplýsing getur frætt okkur betur og með skiljanlegri hætti um þá atburði sem nú ógna heimsfriðnum en Biblían gerir. Rithöfundurinn Fyodor Dostoevsky ritaði: “Ef Guð er dauður er allt leyfilegt.” Týnist maðurinn trú sinni og sögu glatar hann hluta sjálfsvitundar sinnar og þess veruleika sem mótar hann. Að því ófriðartímabili loknu sem nú er í uppsiglingu munum við líta til nýs kafla í sögu mannkyns. Kafla sem færir okkur þriðja og síðasta testamenti Biblíunnar. Testamenti sem mun úthýsa myrkri hugmyndafræði og vísa mannkyni langþráða leið til ljóss og friðar. Af vörum saklausa lambsins sem leitt var til slátrunar rataði kærleikur, viska og ljós. Jesú Kristur sagði: “Ef þér farið eftir því sem ég segi eruð þér sannir lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gera yður frjálsa.” Jóh: 8:31-32 Höfundur er áhugamaður um betra líf, samfélag, kristna trú og menningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigð skynsemi er hæfileikinn til að átta sig á því sem öllum á að vera ljóst. Víða skynjar fólk miklar breytingar í nánd án þess endilega að gera sér grein fyrir þeim undirliggjandi orsökum sem breytingunum valda eða átta sig á þeim kaflaskiptum sem breytingunum munu fylgja. Þetta orsakar öryggisleysi sem leiðir af sér tilfinningaleg viðbrögð og ótta sem elur á skautun í hugsun og hegðun. Fólk tekur afstöðu með Ísrael eða á móti. Með Palestínu eða á móti. Með Sýrlandi eða á móti. Með Líbanon eða á móti. Með Jórdaníu eða á móti. Með USA eða á móti. Með Nató eða á móti. Með Tyrklandi eða móti. Með Kúrdum eða á móti. Með Armeníu eða á móti. Með Azerbaijan eða á móti. Með Indlandi eða á móti. Með Pakistan eða á móti. Með Afghanistan eða á móti. Með Íran eða á móti. Með Saudi Arabíu eða á móti. Með Yemen eða á móti og svo má lengi upp telja. Án þess endilega að gera sér grein fyrir dýpri undirliggjandi orsökum þeirrar ókyrrðar sem nú blasir við fyrir botni Miðjarðarhafs, og umhverfst hefur miðausturlönd, suðurálfur og Evrópu umliðin 1.400 ár eða svo, hneigist fólk til að fylkja sér í skotgrafir með eða á móti. Slík tilfinningaviðbrögð virka gjarnan öfugt við tilætlanina og auka á skautun andstæðra póla með útbreiðslu ófriðar inn í nærsamfélög, s.s. vinnustaði, stjórnmálasamtök og fjölskyldur. Þetta gerist þó að við blasi að deilur allra þessara ríkja kristallast í ófriði kringum eina tegund af hugmyndafræði sem sáð hefur sér meðal margra þjóða. Hugmyndafræði sem umber ekki tjáningafrelsi, trúfrelsi, lýðræði, jafnræði kynjanna né fjölbreytileika mannsins sem lífveru. Og já, Rússland og Kína eru einnig að sogast inn í þennan myrka spíral ófriðar sem kristallast í kringum sömu hugmyndafræði. Skynsemi mannsins grundvallast á gagnrýnni hugsun. Á getunni til að hemja tilfinningar sínar í þágu vitrænnar niðurstöðu. Niðurstöðu sem lýtur útkomu sem byggir á vegnu mati allra þátta málsaðila grundvallað á þeirri þekkingu sem mögulegt er að afla. Einungis þannig getur niðurstaða og viðhorf kristallað skynsama útkomu sem flestum í hag. Hversu margir hafa t.a.m. kynnt sér sögu, þess svæðis sem nú myndar Ísrael, umliðin þrjú til fjögur þúsund ár? Hversu margir hafa kynnt sér sögu Palestínufólks umliðin þrjú til fjögur þúsund ár? Hversu margir hafa kynnt sér innihald Gamla og Nýja Testamenti Biblíunnar? Hversu margir hafa kynnt sér tilurð, hugmyndafræði, sögu og trú gyðingdóms og þar með þrjú þúsund ára gamalt fyrirheit Guðs til Ísraelíta um land þeirra - fyrirheitna landið? Hversu margir hafa kynnt sér tilurð, hugmyndafræði, sögu og trú kristninnar? Hversu margir hafa kynnt sér tilurð hugmyndafræði og sögu islam? Hversu margir hafa kynnt sér sögu Ottomana, Berba og Mára umliðin 1.400 ár og þeirrar hugmyndafræði sem þeir lutu? Hversu margir hafa kynnt sér hvert Hamas, Isis, Hezbollah, Boko Harum og Al Quaida sækja hugmyndafræði sína og hver yfirlýst markmið þeirra eru? Hversu margir hafa kynnt sér hvaða þjóðir fjármagna þessi samtök og hvert þær þjóðir sækja hugmyndafræði sína? Hversu margir hafa kynnt sér hvor aðilinn, Ísrael eða Palestína (og tengd samtök) hafi oftar átt frumkvæði að árásum á gagnstæðan aðila? Aldrei hefur verið jafn auðvelt að nálgast upplýsingar og nú á tímum internetsins. Þrátt fyrir það er engu líkara en að skammhlaup verði í dómgreind fólks og mannshugurinn ráði ekki við að lesa sér til um orsakasamhengi og týnist þar með sögunni og skynseminni á hraðbraut upplýsinganna frekar en hitt. Hvers vegna? Jú, þegar maðurinn glatar kyrrðinni til að hugsa, týnir hann sálarfriðnum og verður af skynseminni. Að mynda sér skynsama skoðun um ástandi heimsmála í dag er því sem næst ómögulegt án þess að skilja kristna trú og sögu. Trú sem mótað hefur mannkyn til góðs, og sögu sem upplýsir okkur um orsakasamhengi í tímaröð þeirra atburða heimsmála sem eru liðnir, eiga sér nú stað, og framundan eru. Engin sögu, og trúarleg upplýsing getur frætt okkur betur og með skiljanlegri hætti um þá atburði sem nú ógna heimsfriðnum en Biblían gerir. Rithöfundurinn Fyodor Dostoevsky ritaði: “Ef Guð er dauður er allt leyfilegt.” Týnist maðurinn trú sinni og sögu glatar hann hluta sjálfsvitundar sinnar og þess veruleika sem mótar hann. Að því ófriðartímabili loknu sem nú er í uppsiglingu munum við líta til nýs kafla í sögu mannkyns. Kafla sem færir okkur þriðja og síðasta testamenti Biblíunnar. Testamenti sem mun úthýsa myrkri hugmyndafræði og vísa mannkyni langþráða leið til ljóss og friðar. Af vörum saklausa lambsins sem leitt var til slátrunar rataði kærleikur, viska og ljós. Jesú Kristur sagði: “Ef þér farið eftir því sem ég segi eruð þér sannir lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gera yður frjálsa.” Jóh: 8:31-32 Höfundur er áhugamaður um betra líf, samfélag, kristna trú og menningu.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun