Volkanovski fékk bardagann við Makhachev með skömmum fyrirvara eftir að Charles Oliveira meiddist. Hann var þá 82 kg, tólf kg yfir mörkunum í léttvigt.
Ástralinn lét það ekki stöðva sig, létti sig um tólf kg á ellefu dögum og náði vigt fyrir bardagann.
Næringarfræðingur Volkanovskis, Jordan Sullivan, birti fyrir og eftir myndir af sínum manni á Instagram sem má sjá hér fyrir neðan.
Mikil umræða hefur verið um hættur þess að léttast gríðarlega mikið á skömmum tíma fyrir bardaga og breytingin á líkama Volkanovskis er kannski ekki sú eðlilegasta.
Volkanovski tapaði reyndar bardaganum gegn Makhachev. Hann hefur tapað tvisvar sinnum fyrir Makhachev í síðustu þremur bardögum sínum.