Náttúruhamfarir eyði byggðum frumbyggja í Kanada Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. október 2023 21:11 Dan Vandal ráðherra norðurslóðamála og frumbyggja í Kanada Vísir/Ívar Ráðherra norðurslóðamála í Kanada segir loftslagsbreytingar sjaldan hafa valdið öðrum eins náttúruhamförum í norðurhluta landsins og síðustu ár. Þjóðir heims verði að sameinast í baráttunni gegn loftslagsvánni. Mótmælendur kölluðu eftir aðgerðum í stað umræðu á ráðstefnunni Hringborði norðurslóða í dag. Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á frumbyggja á norðurslóðum var meðal þess sem rætt var á öðrum degi ráðstefnunnar Hringborðs norðurslóða í Hörpu í dag. Dan Vandal ráðherra norðurslóðamála og frumbyggja í ríkisstjórn Kanada sagði á ráðstefnunni í dag að stjórnvöld þar hafi þurft að grípa til víðtækra ráðstafana eftir miklar náttúruhamfarir af völdum loftslagsbreytinga í norðurhluta landsins á síðustu árum. Þar séu stærstu byggðir frumbyggja í Kanada. „Hlýnun er þrisvar sinnum hraðari á norðlægari slóðum en þeim suðlægari. Á norðurslóðum eru byggðir á ströndum Norðuríshafsins að missa land sem hefur þau áhrif að hús þeirra falla í sjóinn. Freði í jörðu á þessum slóðum er að þiðna sem breytir alveg búsetuskilyrðum þar. Það hefur þurft að flytja sumar byggðir frumbyggja til vegna þessara miklu hamfara,“ segir Dan Vandal sem bendir einnig á eina mestu skógarelda landsins í sumar. Hann segir gríðarlega mikilvægt að efla alþjóðlegt samstarf í loftslagsmálum og Hringborð norðurslóða kjörinn vettvang til þess. „Það er ávinningur af því að norðurskautsríkin komi saman og ræði hin aðkallandi verkefni í loftslagsmálum. Ég hef trú á því að við getum lagt okkar af mörkum til aðstöðva loftslagsbreytingar. Þess vegna erum við hér. Þess vegna eru þessir fundir mikilvægir, segir Dan Vandal.“ Ungir umhverfissinnar mótmæltu Finnur Ricart Andrason forseti Ungra umhverfissinna og Cody Skahan formaður loftslagsnefndar Ungra umhverfissinna mótmæltu aðgerðaleysi stjórnvalda í loftslagsmálum við Hörpu í dag. Vísir/Berghildur Ungir umhverfissinnar boðuðu hins vegar til mótmæli við Hörpu í dag og sögðu að nú þyrfti að einblína á aðgerðir í loftslagsmálum í stað umræðu. Cody Skahan formaður loftslagsnefndar Ungra umhverfissinna boðaði til mótmælanna. „Það virðist vera miklu meira talað en minna um nauðsynlegar aðgerðir. Það er ekki hlustað á raddir unga fólksins eins og æskilegt væri. Það er ekki gripið nógu fljótt til aðgerða til að verja framtíð okkar,“ segir Cody Skahan að lokum. Hringborð norðurslóða Umhverfismál Kanada Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á frumbyggja á norðurslóðum var meðal þess sem rætt var á öðrum degi ráðstefnunnar Hringborðs norðurslóða í Hörpu í dag. Dan Vandal ráðherra norðurslóðamála og frumbyggja í ríkisstjórn Kanada sagði á ráðstefnunni í dag að stjórnvöld þar hafi þurft að grípa til víðtækra ráðstafana eftir miklar náttúruhamfarir af völdum loftslagsbreytinga í norðurhluta landsins á síðustu árum. Þar séu stærstu byggðir frumbyggja í Kanada. „Hlýnun er þrisvar sinnum hraðari á norðlægari slóðum en þeim suðlægari. Á norðurslóðum eru byggðir á ströndum Norðuríshafsins að missa land sem hefur þau áhrif að hús þeirra falla í sjóinn. Freði í jörðu á þessum slóðum er að þiðna sem breytir alveg búsetuskilyrðum þar. Það hefur þurft að flytja sumar byggðir frumbyggja til vegna þessara miklu hamfara,“ segir Dan Vandal sem bendir einnig á eina mestu skógarelda landsins í sumar. Hann segir gríðarlega mikilvægt að efla alþjóðlegt samstarf í loftslagsmálum og Hringborð norðurslóða kjörinn vettvang til þess. „Það er ávinningur af því að norðurskautsríkin komi saman og ræði hin aðkallandi verkefni í loftslagsmálum. Ég hef trú á því að við getum lagt okkar af mörkum til aðstöðva loftslagsbreytingar. Þess vegna erum við hér. Þess vegna eru þessir fundir mikilvægir, segir Dan Vandal.“ Ungir umhverfissinnar mótmæltu Finnur Ricart Andrason forseti Ungra umhverfissinna og Cody Skahan formaður loftslagsnefndar Ungra umhverfissinna mótmæltu aðgerðaleysi stjórnvalda í loftslagsmálum við Hörpu í dag. Vísir/Berghildur Ungir umhverfissinnar boðuðu hins vegar til mótmæli við Hörpu í dag og sögðu að nú þyrfti að einblína á aðgerðir í loftslagsmálum í stað umræðu. Cody Skahan formaður loftslagsnefndar Ungra umhverfissinna boðaði til mótmælanna. „Það virðist vera miklu meira talað en minna um nauðsynlegar aðgerðir. Það er ekki hlustað á raddir unga fólksins eins og æskilegt væri. Það er ekki gripið nógu fljótt til aðgerða til að verja framtíð okkar,“ segir Cody Skahan að lokum.
Hringborð norðurslóða Umhverfismál Kanada Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira