Breyting í Laugardalslaug sem gleðja muni foreldra Lovísa Arnardóttir skrifar 20. október 2023 23:16 Ýmsu var breytt og margt bætt í Laugardalslaug síðustu vikurnar. Árni tekur spenntur á móti gestum um helgina. Vísir/Ívar Forstöðumaður Laugardalslaugar hlakkar til að taka á móti gestum aftur um helgina eftir nokkura vikna lokun. Búið er að stórbæta laugina, og öryggi og þá geta foreldrar barna glaðst yfir því að barnalaugin verður heitari en hún hefur verið áður. Laugardalslaugin var opnuð í dag eftir nokkurra vikna lokun. Meðal framkvæmda í lokun var málun í útibúningsklefum og í laugarkeri, múrvinna á bakka og í laug, viðgerð á pípulögnum, útskipting á kýraugum og lokun yfir hluta af stærri gluggum, aðskilja laugarker, þrif á yfirfallsrennum, djúpþrif á laugarbotni, þrif og viðhald á heitum pottum, viðgerðir á hurðum og ýmislegt annað. Margir foreldrar muni gleðjast „Grunna laugin okkar verður heitari. Þannig komið með krakkana í barnalaug sem verður vonandi 34-35 gráður. Við erum enn að hita hana upp af því að við erum búin að aðskilja laugarkörin alveg,“ segir Árni Jónsson forstöðumaður laugarinnar og að það eflaust muni margir foreldrar gleðjast yfir þessari breytingu. Hann segir ýmislegt hafa gengið á frá lokun í september. „Við áætluðum tvær vikur í þetta, svo kom svona eitt og annað í inn í ferlið sem varð til þess að þetta seinkaði aðeins. Smíðin á kýraugunum tók aðeins lengri tíma því þú getur ekki mælt þau nákvæmlega fyrr en það er búið að rífa allt úr. Þegar tæmingin var búin fór það allt á fullt.“ Tímabært að taka laugina í gegn Fastagestirnir virtust nokkuð ánægðir með laugina þegar þau mættu eftir hádegi en höfðu orð á því að það hefði verið tímabært að taka laugina í gegn. Forstöðumaður hlakkar til að taka á móti gestum um helgina og segir að það megi búast við góðri stemningu og „djúsí sundlaug“. Sundlaugar Reykjavík Tengdar fréttir Laugardalslaug ekki opnuð fyrr en á föstudag Laugardalslaug verður opnuð aftur fyrir almenning föstudaginn 20. október kl. 13:00. Ekki gekk eftir að opna í dag þriðjudaginn 17. október, eins og stefnt var að. 17. október 2023 10:00 Fresta opnun Laugardalslaugar Reykjarvíkurborg greinir frá því í tilkynningu að ekki verði unnt að opna Laugardalslaug 10. október eins og fyrirhugað var. 6. október 2023 18:14 Laugin tóm í tvær vikur Laugardalslaug verður lokuð næstu vikur vegna framkvæmda. Laugin er tóm í fyrsta sinn í sjö ár og framkvæmdastjórinn segir millivegg sem nú verður rifinn niður hafa enst um 25 árum lengur en hann átti að gera. 28. september 2023 20:26 Loka Laugardalslaug í tvær vikur vegna viðhalds Laugardalslaug í Reykjavík verður lokað fyrir almenning í tvær vikur frá og með 26. september næstkomandi vegna framkvæmda. Kominn er tími á viðhald. 20. september 2023 13:39 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar í MR segjast virða kröfur kennara en gagnrýna verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Sjá meira
Laugardalslaugin var opnuð í dag eftir nokkurra vikna lokun. Meðal framkvæmda í lokun var málun í útibúningsklefum og í laugarkeri, múrvinna á bakka og í laug, viðgerð á pípulögnum, útskipting á kýraugum og lokun yfir hluta af stærri gluggum, aðskilja laugarker, þrif á yfirfallsrennum, djúpþrif á laugarbotni, þrif og viðhald á heitum pottum, viðgerðir á hurðum og ýmislegt annað. Margir foreldrar muni gleðjast „Grunna laugin okkar verður heitari. Þannig komið með krakkana í barnalaug sem verður vonandi 34-35 gráður. Við erum enn að hita hana upp af því að við erum búin að aðskilja laugarkörin alveg,“ segir Árni Jónsson forstöðumaður laugarinnar og að það eflaust muni margir foreldrar gleðjast yfir þessari breytingu. Hann segir ýmislegt hafa gengið á frá lokun í september. „Við áætluðum tvær vikur í þetta, svo kom svona eitt og annað í inn í ferlið sem varð til þess að þetta seinkaði aðeins. Smíðin á kýraugunum tók aðeins lengri tíma því þú getur ekki mælt þau nákvæmlega fyrr en það er búið að rífa allt úr. Þegar tæmingin var búin fór það allt á fullt.“ Tímabært að taka laugina í gegn Fastagestirnir virtust nokkuð ánægðir með laugina þegar þau mættu eftir hádegi en höfðu orð á því að það hefði verið tímabært að taka laugina í gegn. Forstöðumaður hlakkar til að taka á móti gestum um helgina og segir að það megi búast við góðri stemningu og „djúsí sundlaug“.
Sundlaugar Reykjavík Tengdar fréttir Laugardalslaug ekki opnuð fyrr en á föstudag Laugardalslaug verður opnuð aftur fyrir almenning föstudaginn 20. október kl. 13:00. Ekki gekk eftir að opna í dag þriðjudaginn 17. október, eins og stefnt var að. 17. október 2023 10:00 Fresta opnun Laugardalslaugar Reykjarvíkurborg greinir frá því í tilkynningu að ekki verði unnt að opna Laugardalslaug 10. október eins og fyrirhugað var. 6. október 2023 18:14 Laugin tóm í tvær vikur Laugardalslaug verður lokuð næstu vikur vegna framkvæmda. Laugin er tóm í fyrsta sinn í sjö ár og framkvæmdastjórinn segir millivegg sem nú verður rifinn niður hafa enst um 25 árum lengur en hann átti að gera. 28. september 2023 20:26 Loka Laugardalslaug í tvær vikur vegna viðhalds Laugardalslaug í Reykjavík verður lokað fyrir almenning í tvær vikur frá og með 26. september næstkomandi vegna framkvæmda. Kominn er tími á viðhald. 20. september 2023 13:39 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar í MR segjast virða kröfur kennara en gagnrýna verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Sjá meira
Laugardalslaug ekki opnuð fyrr en á föstudag Laugardalslaug verður opnuð aftur fyrir almenning föstudaginn 20. október kl. 13:00. Ekki gekk eftir að opna í dag þriðjudaginn 17. október, eins og stefnt var að. 17. október 2023 10:00
Fresta opnun Laugardalslaugar Reykjarvíkurborg greinir frá því í tilkynningu að ekki verði unnt að opna Laugardalslaug 10. október eins og fyrirhugað var. 6. október 2023 18:14
Laugin tóm í tvær vikur Laugardalslaug verður lokuð næstu vikur vegna framkvæmda. Laugin er tóm í fyrsta sinn í sjö ár og framkvæmdastjórinn segir millivegg sem nú verður rifinn niður hafa enst um 25 árum lengur en hann átti að gera. 28. september 2023 20:26
Loka Laugardalslaug í tvær vikur vegna viðhalds Laugardalslaug í Reykjavík verður lokað fyrir almenning í tvær vikur frá og með 26. september næstkomandi vegna framkvæmda. Kominn er tími á viðhald. 20. september 2023 13:39