Sport

Dagskráin í dag: Grindvíkingar taka á móti Stólunum og ökuþórar æfa sig fyrir kappakstur helgarinnar

Ágúst Orri Arnarson skrifar
DeAndre Kane, nýr leikmaður Grindavíkur, verður í eldlínunni í kvöld þegar liðið reynir að sækja sinn fyrsta sigur á tímabílinu.
DeAndre Kane, nýr leikmaður Grindavíkur, verður í eldlínunni í kvöld þegar liðið reynir að sækja sinn fyrsta sigur á tímabílinu. VÍSIR / ANTON BRINK

Það er aldeilis fjörugur föstudagur framundan á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone. Grindvíkingar vonast til að sækja sinn fyrsta sigur gegn ósigruðum Íslandsmeisturum Tindastóls áður en Stefán Árni fer yfir alla umferðina með góðu teymi sérfræðinga á Subway Körfuboltakvöldinu, æfingar fara fram fyrir F1 kappaksturinn í Texas og bein útsending frá leik úr MLB hafnaboltadeildinni. 

Vodafone Sport 

17:25 – F1: æfing 1, bein útsending frá fyrstu æfingu fyrir kappaksturinn í Bandaríkjunum. 

18:40 – Barcelona - Bayern Munchen, bein útsending frá leik liðanna í evrópsku körfuboltadeildinni EuroLeague.

20:55 – F1: æfing 2, bein útsending frá annarri æfingu fyrir kappaksturinn í Bandaríkjunum. 

00:00 – Phillies - Diamondbacks, bein útsending frá fjórða leik Philadelphia Phillies og Arizona Diamondbacks í Major League Baseball.

Stöð 2 Sport

19:00 – Grindavík - Tindastóll, bein útsending frá leik liðanna í 3. umferð Subway deildar karla. 

21:20 – Subway Körfuboltakvöld, allir leikir þriðju umferðarinnar gerðir upp af sérfræðingunum. 

Stöð 2 Sport 4

03:00 – BMW Ladies Championship, bein útsending frá þriðja keppnisdegi á LPGA Tour.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×