Heildartekjur Icelandair aldrei verið meiri á einum ársfjórðungi Jón Þór Stefánsson skrifar 19. október 2023 17:39 Hagnaður Icelandair eftir skatta var 11,2 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi. Vísir/Vilhelm Heildartekjur Icelandair voru 74,7 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi. Í tilkynningu frá félaginu segir að það sé það séu mestu heildartekjur félagsins frá upphafi, en þær jukust um sautján prósent frá því í fyrra. Hagnaður Icelandair eftir skatta var 11,2 milljarðar króna á ársfjórðungnum og jókst um 3,5 milljarða króna milli ára. Þá var fjöldi farþega 1,5 milljón. „Það er ánægjulegt að skila svo góðum árangri í okkar stærsta og mikilvægasta fjórðungi. Undirstaða góðrar afkomu var sterk tekjumyndun í farþegaflugi en þriðji ársfjórðungur þessa árs var tekjuhæsti fjórðungur í sögu félagsins,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. Hann segir að rekstur leiðakerfisins hafi gengið vel og þá bendir hann á að flugáætlun félagsins hafi verið sú var stærsta frá upphafi þegar kemur að fjölda flugferða. 1,5 milljón farþega hafi verið flutt til 49 áfangastaða í Evrópu og Norður Ameríku. Þúsund starfsmenn hafi verið ráðnir fyrir sumarvertíðina og heildarfjöldi starfsfólks því verið um 4400 yfir háannatímann. „Fraktstarfsemi okkar var áfram krefjandi og hafði neikvæð áhrif á afkomu félagsins. Unnið er að fjölbreyttum aðgerðum til að rétta reksturinn af, þar á meðal að aðlaga framboð að eftirspurn. Afkoma af leiguflugi var hins vegar áfram góð,“ segir Bogi hins vegar. Hann segir þó að horfur í farþegaflugi séu góðar og bókunarstaðan út árið og inn í næsta ár sé sterkari nú en á sama tíma í fyrra. „Eftirspurn er áfram mikil á ferðamannamarkaðnum til Íslands, sérstaklega frá Norður Ameríku. Mikill vöxtur hefur einkennt félagið að undanförnu en við höfum næstum þrefaldað flugáætlun okkar á síðustu tveimur árum. Vöxturinn verður hóflegur á næsta ári og sjáum við því tækifæri til að auka skilvirkni í rekstri. Við gerum ráð fyrir um tíu prósent aukningu flugframboðs og munum bæði bæta við tíðni og spennandi nýjum áfangastöðum sem við munum kynna á næstunni.“ Fréttir af flugi Icelandair Kauphöllin Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Hagnaður Icelandair eftir skatta var 11,2 milljarðar króna á ársfjórðungnum og jókst um 3,5 milljarða króna milli ára. Þá var fjöldi farþega 1,5 milljón. „Það er ánægjulegt að skila svo góðum árangri í okkar stærsta og mikilvægasta fjórðungi. Undirstaða góðrar afkomu var sterk tekjumyndun í farþegaflugi en þriðji ársfjórðungur þessa árs var tekjuhæsti fjórðungur í sögu félagsins,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. Hann segir að rekstur leiðakerfisins hafi gengið vel og þá bendir hann á að flugáætlun félagsins hafi verið sú var stærsta frá upphafi þegar kemur að fjölda flugferða. 1,5 milljón farþega hafi verið flutt til 49 áfangastaða í Evrópu og Norður Ameríku. Þúsund starfsmenn hafi verið ráðnir fyrir sumarvertíðina og heildarfjöldi starfsfólks því verið um 4400 yfir háannatímann. „Fraktstarfsemi okkar var áfram krefjandi og hafði neikvæð áhrif á afkomu félagsins. Unnið er að fjölbreyttum aðgerðum til að rétta reksturinn af, þar á meðal að aðlaga framboð að eftirspurn. Afkoma af leiguflugi var hins vegar áfram góð,“ segir Bogi hins vegar. Hann segir þó að horfur í farþegaflugi séu góðar og bókunarstaðan út árið og inn í næsta ár sé sterkari nú en á sama tíma í fyrra. „Eftirspurn er áfram mikil á ferðamannamarkaðnum til Íslands, sérstaklega frá Norður Ameríku. Mikill vöxtur hefur einkennt félagið að undanförnu en við höfum næstum þrefaldað flugáætlun okkar á síðustu tveimur árum. Vöxturinn verður hóflegur á næsta ári og sjáum við því tækifæri til að auka skilvirkni í rekstri. Við gerum ráð fyrir um tíu prósent aukningu flugframboðs og munum bæði bæta við tíðni og spennandi nýjum áfangastöðum sem við munum kynna á næstunni.“
Fréttir af flugi Icelandair Kauphöllin Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira