Fær mígrenisköst tuttugu daga í hverjum mánuði: „Algjör viðbjóður“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. október 2023 13:45 Ester hefur hafnað því að láta greina hana sem öryrki. Ester María Ólafsdóttir er 35 ára Skagakona sem fær mígrenisköst að meðaltali tuttugu daga á mánuði og hefur það eins og gefur að skilja mikil áhrif á líf hennar. Læknar hafa boðið henni að skrifa upp á það að hún sé öryrki svo hún geti farið á bætur. Það finnst henni ekki boði, hún vill taka virkan þátt og að hún verði bara að vinna í kringum þennan slæma sjúkdóm. Rætt var við Ester í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég man ekki eftir mér öðruvísi en að fá mígrenisköst. Mamma hefur talað um það að ég hafi verið með mígreni frá því að ég var lítið barn. Mamma sjálf er með mígreni og þekkir því einkennin. Þetta byrjar í raun í kringum eins tveggja ára aldurinn,“ segir Ester sem man hlutina ekki öðruvísi en að vera alltaf með hausverk, með sjóntruflanir, með tilheyrandi uppköstum og máttleysi. „Það var alltaf verið að tilkynna veikindi mín í grunnskóla sem fór bara versnandi eftir því sem ég eldist.“ Ester var alltaf mikil íþróttakona og var í fimleikum. Hún lærði fljótt að hún þyrfti að skipuleggja sig í kringum mígrenið. Ester byrjaði að finna fyrir einkennum sem smábarn. „Þetta snarversnaði á unglingsárunum og ég held að ég hafi verið í áttunda, níunda og tíunda bekk 3-4 daga í viku frá.“ Fyrir utan sársaukann sem mígreni fylgir var þetta erfitt andlega líka. „Ég var komin með heilsukvíða tíu, ellefu, tólf ára ábyggilega. Byrjaði að fá kvíða yfir því að fá mígrenisköstin því þau eru algjör viðbjóður. Svo þegar þetta fór versnandi þá fór maður að fá kvíða yfir því að þurfa hringja sig inn veika. Svo kom kvíði fyrir því að mæta í skólann því það fóru allir að tala um veikindin mín við mig. Og svo kveið mér fyrir því að fá mígreniskast í skólanum og þurfa að fara heim, því það er líka neikvæð athygli. Ég var því komin með mikinn kvíða og seinna þunglyndi.“ Ester fær til að mynda bótox niðurgreitt af ríkinu sem er í hálsinum og niður allt bakið, til að slaka á öllum vöðvum á því svæði. Það hjálpar við að halda niðri köstunum. Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins. Hægt er að sjá það í heild sinni á Stöð+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2 fyrir áskrifendur. Klippa: Fær mígrenisköst tuttugu daga á mánuði: Algjör viðbjóður Ísland í dag Heilbrigðismál Akranes Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Læknar hafa boðið henni að skrifa upp á það að hún sé öryrki svo hún geti farið á bætur. Það finnst henni ekki boði, hún vill taka virkan þátt og að hún verði bara að vinna í kringum þennan slæma sjúkdóm. Rætt var við Ester í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég man ekki eftir mér öðruvísi en að fá mígrenisköst. Mamma hefur talað um það að ég hafi verið með mígreni frá því að ég var lítið barn. Mamma sjálf er með mígreni og þekkir því einkennin. Þetta byrjar í raun í kringum eins tveggja ára aldurinn,“ segir Ester sem man hlutina ekki öðruvísi en að vera alltaf með hausverk, með sjóntruflanir, með tilheyrandi uppköstum og máttleysi. „Það var alltaf verið að tilkynna veikindi mín í grunnskóla sem fór bara versnandi eftir því sem ég eldist.“ Ester var alltaf mikil íþróttakona og var í fimleikum. Hún lærði fljótt að hún þyrfti að skipuleggja sig í kringum mígrenið. Ester byrjaði að finna fyrir einkennum sem smábarn. „Þetta snarversnaði á unglingsárunum og ég held að ég hafi verið í áttunda, níunda og tíunda bekk 3-4 daga í viku frá.“ Fyrir utan sársaukann sem mígreni fylgir var þetta erfitt andlega líka. „Ég var komin með heilsukvíða tíu, ellefu, tólf ára ábyggilega. Byrjaði að fá kvíða yfir því að fá mígrenisköstin því þau eru algjör viðbjóður. Svo þegar þetta fór versnandi þá fór maður að fá kvíða yfir því að þurfa hringja sig inn veika. Svo kom kvíði fyrir því að mæta í skólann því það fóru allir að tala um veikindin mín við mig. Og svo kveið mér fyrir því að fá mígreniskast í skólanum og þurfa að fara heim, því það er líka neikvæð athygli. Ég var því komin með mikinn kvíða og seinna þunglyndi.“ Ester fær til að mynda bótox niðurgreitt af ríkinu sem er í hálsinum og niður allt bakið, til að slaka á öllum vöðvum á því svæði. Það hjálpar við að halda niðri köstunum. Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins. Hægt er að sjá það í heild sinni á Stöð+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2 fyrir áskrifendur. Klippa: Fær mígrenisköst tuttugu daga á mánuði: Algjör viðbjóður
Ísland í dag Heilbrigðismál Akranes Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira