Veiði

Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur

Karl Lúðvíksson skrifar
Gunnar Bender og Jógvan ræða málin við Laxá í Leirársveit
Gunnar Bender og Jógvan ræða málin við Laxá í Leirársveit

Þá er komið að áttunda og síðasta þættinum í þessari skemmtilegu veiðiseríu með Gunnari Bender sem hefur farið um víðan völl með veiðimönnum.

Hér má sjá þáttinn í heild sinni:

Klippa: Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur

Laxá í leirársveit er síðasta stopp í þessari seríu með Gunnari Bender og að þessu sinni er Gunnar á bakkanum með Færeyingnum síkáta Jógvan Hansen og Hallgrími Ólafssyni. Jógvan var að veiða í Leirá í fyrsta skipti en Hallgrímur hefur veitt oft í henni og gefur Jógvan góð ráð. 

Sumarið hefur verið mikil áskorun fyrir veiðimenn og það var ekkert öðruvísi í þessari ferð en þrátt fyrir áskoranir í veiði er það yfirleitt góður félagsskapur sem gerir góðan veiðitúr. Veiðimenn og veiðikonur landsins þakka Gunnari og tökuliði fyrir skemmtilega þætti og vona að það verði framhald næsta sumar.






×