Vikulegar tölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 28. júlí 2023 10:24 Það er rólegt í mörgum laxveiðiánum þessa dagana og ekki er veður að hjálpa til Mynd/Svavar Vikulegar tölur úr laxveiðiánum eru ekki beint til að hrópa húrra fyrir en engin laxveiðiánna er komin yfir 1.000 laxa sem verður að teljast afleitt. Það er sérstakt að skoða listann núna í lok júlí og sjá enga laxveiðiá komna yfir 1.000 laxa. Þverá Kjarrá er komin í 668 laxa og Urriðafoss sem hefur haldið toppnum undanfarin þrjú ár hið minnsta fram að miðju tímabili er aðeins í fimmta sæti listans og veiðin 563 laxar. Það er ekkert slæm veiði per stöng en minna en veiðimenn eru vanir á því svæði. Rangárnar eru ekki ennþá komnar í gang en það hefur svo sem alveg gerst áður að þær komi ekki inn fyrr en í byrjun ágúst svo það er ekki sama stressið þar fyrir sumrinu, ennþá. Norðurá er í þriðja sæti með 588 laxa og hennar besti tími búinn og áin komin í mjög lítið vatn sem gerir hana mjög erfiða ofan í hlýja sólardaga og sést það á vikuveiðinni sem var aðeins 35 laxar. Selá og Hofsá eru svona nokkurn veginn einu björtu punktarnir á listanum þó veiðin sé aðeins lakari en í fyrra en kuldatíðin í júlí dró aðeins úr veiðinni en annars eru menn þar á bæ mjög kátir með gang mála enda ágúst og september oft mjög góðir í þeim báðum. Einu árnar sem í raun geta státað af góðri vikuveiði voru Selá með 165 laxa, Hofsá með 151 lax, Miðfjarðará með 146 og Langá með 136 laxa. Listann í heild sinni má finna á www.angling.is Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði
Það er sérstakt að skoða listann núna í lok júlí og sjá enga laxveiðiá komna yfir 1.000 laxa. Þverá Kjarrá er komin í 668 laxa og Urriðafoss sem hefur haldið toppnum undanfarin þrjú ár hið minnsta fram að miðju tímabili er aðeins í fimmta sæti listans og veiðin 563 laxar. Það er ekkert slæm veiði per stöng en minna en veiðimenn eru vanir á því svæði. Rangárnar eru ekki ennþá komnar í gang en það hefur svo sem alveg gerst áður að þær komi ekki inn fyrr en í byrjun ágúst svo það er ekki sama stressið þar fyrir sumrinu, ennþá. Norðurá er í þriðja sæti með 588 laxa og hennar besti tími búinn og áin komin í mjög lítið vatn sem gerir hana mjög erfiða ofan í hlýja sólardaga og sést það á vikuveiðinni sem var aðeins 35 laxar. Selá og Hofsá eru svona nokkurn veginn einu björtu punktarnir á listanum þó veiðin sé aðeins lakari en í fyrra en kuldatíðin í júlí dró aðeins úr veiðinni en annars eru menn þar á bæ mjög kátir með gang mála enda ágúst og september oft mjög góðir í þeim báðum. Einu árnar sem í raun geta státað af góðri vikuveiði voru Selá með 165 laxa, Hofsá með 151 lax, Miðfjarðará með 146 og Langá með 136 laxa. Listann í heild sinni má finna á www.angling.is
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði