Musk íhugar að loka á X í Evrópu Jón Þór Stefánsson skrifar 18. október 2023 23:23 Elon Musk er sagður hafa fengið sig fullsaddan á Evrópusambandinu EPA Auðjöfurinn Elon Musk er sagður hugleiða að loka samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, í Evrópu. Ástæðan er sögð vera sú að hann vilji forðast það að þurfa að fylgja reglugerðum Evrópusambandsins. Business Insider greinir frá þessu, en í frétt miðilsins segir að Musk sé orðinn pirraður á því að þurfa að framfylgja reglugerðum sambandsins. Heimildarmaður miðilsins segir að hann íhugi að gera X-appið óaðgengilegt í álfunni, eða að blokka aðganga frá löndum Evrópusambandsins. Samfélagsmiðlarisinn Meta er með álíka aðgerðir í gangi þessa stundina gagnvart Evrópubúum sem ekki fá aðgang að forritinu Threads. Reglugerðin sem fer í taugarnar á Musk tók gildi í ágúst á þessu ári. Samkvæmt henni þurfa netrisar á borð við X að hafa á reiðum höndum skilvirk kerfi til þess að fjarlægja upplýsingar eða efni sem telst falskt, meiðandi, eða villandi. Business Insider segir að líklega hafi X nú þegar brotið á bága við þetta. Þar sem að mikið af fölskum upplýsingum hafi verið á kreiki varðandi átökin í Ísrael og á Gasaströndinni undanfarnar vikur. Elon Musk keypti Twitter, sem nú heitir X, fyrir ári síðan. Eftir að hann tók við stjórnartaumunum var stærstum hluta teymis sem sá um að ritskoða miðilinn sagt upp störfum. Greint var frá því í síðustu viku að sambandið rannsaki nú samstarfsvilja X til þess að gangast við reglugerðinni og óskaði eftir upplýsingum frá miðlinum um hvernig hann ætlaði sér að berjast gegn meiðandi upplýsingum. X gæti þurft að sæta refsingu vegna þessa. Business Insider segir að sekt sem myndi varða allt að sex prósentur af heildartekjum fyrirtækisins á heimsvísu sé möguleg. Twitter Samfélagsmiðlar Evrópusambandið Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Fleiri fréttir Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Business Insider greinir frá þessu, en í frétt miðilsins segir að Musk sé orðinn pirraður á því að þurfa að framfylgja reglugerðum sambandsins. Heimildarmaður miðilsins segir að hann íhugi að gera X-appið óaðgengilegt í álfunni, eða að blokka aðganga frá löndum Evrópusambandsins. Samfélagsmiðlarisinn Meta er með álíka aðgerðir í gangi þessa stundina gagnvart Evrópubúum sem ekki fá aðgang að forritinu Threads. Reglugerðin sem fer í taugarnar á Musk tók gildi í ágúst á þessu ári. Samkvæmt henni þurfa netrisar á borð við X að hafa á reiðum höndum skilvirk kerfi til þess að fjarlægja upplýsingar eða efni sem telst falskt, meiðandi, eða villandi. Business Insider segir að líklega hafi X nú þegar brotið á bága við þetta. Þar sem að mikið af fölskum upplýsingum hafi verið á kreiki varðandi átökin í Ísrael og á Gasaströndinni undanfarnar vikur. Elon Musk keypti Twitter, sem nú heitir X, fyrir ári síðan. Eftir að hann tók við stjórnartaumunum var stærstum hluta teymis sem sá um að ritskoða miðilinn sagt upp störfum. Greint var frá því í síðustu viku að sambandið rannsaki nú samstarfsvilja X til þess að gangast við reglugerðinni og óskaði eftir upplýsingum frá miðlinum um hvernig hann ætlaði sér að berjast gegn meiðandi upplýsingum. X gæti þurft að sæta refsingu vegna þessa. Business Insider segir að sekt sem myndi varða allt að sex prósentur af heildartekjum fyrirtækisins á heimsvísu sé möguleg.
Twitter Samfélagsmiðlar Evrópusambandið Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Fleiri fréttir Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira