Heilbrigðisráðherra reddaði vatninu í Aratungu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. október 2023 20:31 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra mætti á fundinn í Aratungu til að hlusta á íbúa og svara fyrirspurnum þeirra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill kurr er á meðal íbúa í uppsveitum Árnessýslu, ekki síst í Bláskógabyggð verði niðurstaðan sú að loka eigi heilsugæslustöðinni í Laugarási og opna nýja stöð á Flúðum eða á öðrum þéttbýlisstöðum í uppsveitunum. Heilbrigðisráðherra mætt á fund með íbúum til að hlusta á þeirra sjónarmið. Hann var þétt setinn bekkurinn í félagsheimilinu Aratungu síðdegis í gær á fundi, sem stóð fram á kvöld með forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og heilbrigðisráðherra, auk annarra starfsmanna heilbrigðisstofnunar til að ræða málefni heilsugæslunnar í Laugarási. Bekkurinn var þétt setinn í Aratungu í Bláskógabyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég get bara sagt það fyrir mitt leyti og örugglega fyrir hönd margra í Laugardal og jafnvel Grímsnesi að ef það verður farið með þetta t.d. upp á Flúðir þá getum við alveg eins keyrt á Selfoss, það er orðið styttra,” sagði Kjartan Lárusson íbúi í Bláskógabyggð þegar hann fór upp í ræðustól. Fram kom á fundinum að það þyrfti að fara í viðhald á húsnæði heilsugæslustöðvarinnar í Laugarási verði hún áfram þar fyrir um 125 milljónir króna en á sama tíma væri nýtt laust húsnæði á Flúðum, sem væri jafn vel hægt að flytja stöðina í. Sumum fundarmönnum svelgdist svo á í gær að heilbrigðisráðherra þurfti að koma til bjargar með vatnsglas fyrir viðkomandi. „Það er ömurlegt að standa hér og horfa á vini sína hér í Hrunamannahreppi og þú heyrðir tóninn í síðasta ræðumanni, að þurfa að vera, ekki bara í þessum málefnum, heldur nánast öllum málefnum, sem við tökum fyrir núna í einhverjum hasar og átökum, sem hefur aldrei verið og við erum bara mjög ósátt við það,” sagði Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir íbúi í Bláskógabyggð, sem fékk vatnið hjá ráðherra. Willum Þór reddaði vatninu fyrir Guðrúnu svo hún gæti haldið áfram með ræðuna sína. Uppákoman vakti mikla kátínu í salnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir heilbrigðisráðherra yfir þessari stöðu í uppsveitum Árnessýslu? „Það á eftir að gera hellings vinnu til að finna út úr hvort að annað húsnæði hentar betur og þá hvort það sé staðsetning hentar fyrir íbúana. Sú vinna er bara á eftir,” segir Willum Þór Þórsson. En er heilsugæslustöðin í Laugarási á leiðinni á Flúðir eins og margir tala um? „Það er ekkert sem liggur fyrir í þeim efnum, engin ákvörðun verið tekin,” segir Willum Þór. Húsið á Flúðum, sem hefur verið nefnt að heilsugæslan flytji í, endinn niðri þar sem Almarsbakaríi var með sína starfsemi Magnús Hlynur Hreiðarsson Díanna Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands fór yfir stöðu málsins á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Heilbrigðisstofnun Suðurlands Hrunamannahreppur Heilsugæsla Byggðamál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Hann var þétt setinn bekkurinn í félagsheimilinu Aratungu síðdegis í gær á fundi, sem stóð fram á kvöld með forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og heilbrigðisráðherra, auk annarra starfsmanna heilbrigðisstofnunar til að ræða málefni heilsugæslunnar í Laugarási. Bekkurinn var þétt setinn í Aratungu í Bláskógabyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég get bara sagt það fyrir mitt leyti og örugglega fyrir hönd margra í Laugardal og jafnvel Grímsnesi að ef það verður farið með þetta t.d. upp á Flúðir þá getum við alveg eins keyrt á Selfoss, það er orðið styttra,” sagði Kjartan Lárusson íbúi í Bláskógabyggð þegar hann fór upp í ræðustól. Fram kom á fundinum að það þyrfti að fara í viðhald á húsnæði heilsugæslustöðvarinnar í Laugarási verði hún áfram þar fyrir um 125 milljónir króna en á sama tíma væri nýtt laust húsnæði á Flúðum, sem væri jafn vel hægt að flytja stöðina í. Sumum fundarmönnum svelgdist svo á í gær að heilbrigðisráðherra þurfti að koma til bjargar með vatnsglas fyrir viðkomandi. „Það er ömurlegt að standa hér og horfa á vini sína hér í Hrunamannahreppi og þú heyrðir tóninn í síðasta ræðumanni, að þurfa að vera, ekki bara í þessum málefnum, heldur nánast öllum málefnum, sem við tökum fyrir núna í einhverjum hasar og átökum, sem hefur aldrei verið og við erum bara mjög ósátt við það,” sagði Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir íbúi í Bláskógabyggð, sem fékk vatnið hjá ráðherra. Willum Þór reddaði vatninu fyrir Guðrúnu svo hún gæti haldið áfram með ræðuna sína. Uppákoman vakti mikla kátínu í salnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir heilbrigðisráðherra yfir þessari stöðu í uppsveitum Árnessýslu? „Það á eftir að gera hellings vinnu til að finna út úr hvort að annað húsnæði hentar betur og þá hvort það sé staðsetning hentar fyrir íbúana. Sú vinna er bara á eftir,” segir Willum Þór Þórsson. En er heilsugæslustöðin í Laugarási á leiðinni á Flúðir eins og margir tala um? „Það er ekkert sem liggur fyrir í þeim efnum, engin ákvörðun verið tekin,” segir Willum Þór. Húsið á Flúðum, sem hefur verið nefnt að heilsugæslan flytji í, endinn niðri þar sem Almarsbakaríi var með sína starfsemi Magnús Hlynur Hreiðarsson Díanna Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands fór yfir stöðu málsins á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Heilbrigðisstofnun Suðurlands Hrunamannahreppur Heilsugæsla Byggðamál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira