Nær öllu flugi aflýst vegna óveðursins Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. október 2023 18:57 Óveðri er spáð í kvöld og fram á morgun. Vísir/Vilhelm Nær öllum flugferðum frá Keflavíkurflugvelli í nótt og fram að hádegi á morgun hefur verið aflýst. Þá hefur einhverjum flugferðum verið frestað. Gul viðvörum tekur gildi á Suðurlandi og Faxaflóa klukkan tíu í kvöld og mun standa yfir í tæpan sólarhring. Á vef Isavia má sjá að nær öllum flugferðum hefur verið aflýst í nótt og í fyrramálið og að einhverjum flugferðum í fyrramáið hefur verið seinkað. Flugfélagið Play hefur aflýst og seinkað flugferðum vegna óveðurs sem mun ganga yfir landið fram á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu. Þar segir að ákvörðun um að seinka og aflýsa flugferðum hafi verið tekin eftir samtal við veðurfræðinga. Spáð er að vindhviður muni ná allt að sextíu hnútum en til að hægt sé að koma farþegum örugglega um borð og frá borði á flugvellinum megi hviður ekki fara yfir fimmtíu hnúta. Þá segir að Play hafi þegar frestað áætluðum flugferðum sem áttu að fara frá Barcelona og Madrid til Íslands í kvöld. Áætluð brottför á þeim ferðum verður klukkan ellefu í fyrramálið. Þar að auki hefur flugfélagið aflýst sjö flugferðum til Evrópu í fyrramálið og seinkað flugi til Tenerife og Kaupmannahafnar til eftirmiðdags á morgun. Þá verður flugferðum sem áttu að koma frá Norður-Ameríku til Íslands í fyrramálið verið seinkað og munu í þess í stað lenda á Keflavíkurflugvelli seinni partinn á morgun. Farþegar Icelandair endurbókaðir í tilkynningu frá Icelandair segir að flugferðir til Evrópu í fyrramálið auk flugferða til Boston og New York hafa verið felldar niður. Þar af leiðandi falli flug frá sömu áfangastöðum til Íslands um miðjan dag á morgun einnig niður. Auk þess kemur fram að flug til Tenerife á morgun sé á áætlun en haft verði samband við farþega ef breytingar verði þar á. Þá hafi þrjár flugferðir fram og til baka innanlands í fyrramálið verið felldar niður. Gert væri ráð fyrir að síðdegisflug á morgun verði á áætlun. Félagið muni fylgjast vel með veðri og upplýsa farþega ef breytingar verði á áætlun. Þá segir að farþegar sem áttu bókaða flugferð sem nú hefur verið aflýst verði endurbókaðir og muni fá senda nýja ferðaáætlun. Vegna umfangs röskunarinnar megi búast við að endurbókunarferlið taki lengri tíma en venjulega. „Farþegum er þökkuð þolinmæðin og bent á að fylgjast vel með þeim skilaboðum sem félagið sendir auk þess sem hægt er að fylgjast með á vef félagsins undir bókunin mín og í Icelandair appinu. Ekki er þörf á að hafa samband við Icelandair nema ný ferðaáætlun falli ekki að ferðalaginu,“ segir loks í tilkynningu. Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Play Veður Keflavíkurflugvöllur Icelandair Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Á vef Isavia má sjá að nær öllum flugferðum hefur verið aflýst í nótt og í fyrramálið og að einhverjum flugferðum í fyrramáið hefur verið seinkað. Flugfélagið Play hefur aflýst og seinkað flugferðum vegna óveðurs sem mun ganga yfir landið fram á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu. Þar segir að ákvörðun um að seinka og aflýsa flugferðum hafi verið tekin eftir samtal við veðurfræðinga. Spáð er að vindhviður muni ná allt að sextíu hnútum en til að hægt sé að koma farþegum örugglega um borð og frá borði á flugvellinum megi hviður ekki fara yfir fimmtíu hnúta. Þá segir að Play hafi þegar frestað áætluðum flugferðum sem áttu að fara frá Barcelona og Madrid til Íslands í kvöld. Áætluð brottför á þeim ferðum verður klukkan ellefu í fyrramálið. Þar að auki hefur flugfélagið aflýst sjö flugferðum til Evrópu í fyrramálið og seinkað flugi til Tenerife og Kaupmannahafnar til eftirmiðdags á morgun. Þá verður flugferðum sem áttu að koma frá Norður-Ameríku til Íslands í fyrramálið verið seinkað og munu í þess í stað lenda á Keflavíkurflugvelli seinni partinn á morgun. Farþegar Icelandair endurbókaðir í tilkynningu frá Icelandair segir að flugferðir til Evrópu í fyrramálið auk flugferða til Boston og New York hafa verið felldar niður. Þar af leiðandi falli flug frá sömu áfangastöðum til Íslands um miðjan dag á morgun einnig niður. Auk þess kemur fram að flug til Tenerife á morgun sé á áætlun en haft verði samband við farþega ef breytingar verði þar á. Þá hafi þrjár flugferðir fram og til baka innanlands í fyrramálið verið felldar niður. Gert væri ráð fyrir að síðdegisflug á morgun verði á áætlun. Félagið muni fylgjast vel með veðri og upplýsa farþega ef breytingar verði á áætlun. Þá segir að farþegar sem áttu bókaða flugferð sem nú hefur verið aflýst verði endurbókaðir og muni fá senda nýja ferðaáætlun. Vegna umfangs röskunarinnar megi búast við að endurbókunarferlið taki lengri tíma en venjulega. „Farþegum er þökkuð þolinmæðin og bent á að fylgjast vel með þeim skilaboðum sem félagið sendir auk þess sem hægt er að fylgjast með á vef félagsins undir bókunin mín og í Icelandair appinu. Ekki er þörf á að hafa samband við Icelandair nema ný ferðaáætlun falli ekki að ferðalaginu,“ segir loks í tilkynningu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Play Veður Keflavíkurflugvöllur Icelandair Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira