Deila um girðingu fyrir Hæstarétt Árni Sæberg skrifar 19. október 2023 10:43 Hæstiréttur mun leysa úr deilu um 5,4 milljónir króna. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir deilu um kostnaðarþáttöku Borgarbyggðar í byggingu girðingar, sem kostaði um sjö milljónir króna. Borgarbyggð leitaði leyfis til áfrýjunar í máli Gunnars Jónssonar, skógræktarbónda í sveitarfélaginu, á hendur því í júlí síðastliðnum. Gunnar lagðist gegn beiðninni. Málið er ekki það fyrsta sem Gunnar höfðar á hendur Borgarbyggð og ratar fyrir æðsta dómstig. Árið 2020 kvað Hæstiréttur upp dóm þess efnis að Borgarbyggð hefði rétt til beitarafnota af hluta jarðar Gunnars auk þess að sveitarfélaginu væri heimilt að safna fé af fjalli að hausti á þessu sama landi. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að ágreiningur aðila málsins lúti að greiðsluþátttöku Borgarbyggðar vegna kostnaðar Gunnars sem eiganda jarðarinnar Króks í Norðurárdal í Borgarfirði af því að reisa girðingu. Með héraðsdómi hafi Borgarbyggð verið sýknuð af kröfu Gunnars, meðal annars með vísan til þess að girðingin afmarkaði ekki heimaland og afrétt. Landsréttur hafi hins vegar talið að girðingin hefði verið sett upp milli afréttar og heimalands í eigu Gunnars en skæri ekki sama afréttarland. Því tæki ákvæði girðingarlaga um kostnaðarþáttöku eigenda og notenda afrétta til girðingarinnar. Jafnframt hafi ekki verið talið að ítaksréttindi þeirra sem ættu upprekstrar- og beitarrétt í landinu hindruðu að Gunnar krefðist þess að girt yrði í samræmi við það ákvæði laganna. Deilan snýst um rúmar fimm milljónir króna Borgarbyggð hafi því verið dæmd til að greiða Gunnari fjárhæð sem svaraði til 4/5 hluta af kostnaði við að reisa girðinguna. Það gerir um 5,4 milljónir króna. Borgarbyggð hafi byggt á því að túlkun Landsréttar á því hvað teljist heimaland og afréttur geti valdið mikilli óvissu til framtíðar. Niðurstaðan valdi einnig óvissu um hvaða girðingum sveitafélögum beri að viðhalda og hverjum ekki. Þá telji Borgarbyggð að dómurinn gangi þvert á dómafordæmi Hæstaréttar og sé því bersýnilega rangur. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi meðal annars um túlkun á áðurnefndu ákvæði girðingarlaga. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt. Dómsmál Skógrækt og landgræðsla Borgarbyggð Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Borgarbyggð leitaði leyfis til áfrýjunar í máli Gunnars Jónssonar, skógræktarbónda í sveitarfélaginu, á hendur því í júlí síðastliðnum. Gunnar lagðist gegn beiðninni. Málið er ekki það fyrsta sem Gunnar höfðar á hendur Borgarbyggð og ratar fyrir æðsta dómstig. Árið 2020 kvað Hæstiréttur upp dóm þess efnis að Borgarbyggð hefði rétt til beitarafnota af hluta jarðar Gunnars auk þess að sveitarfélaginu væri heimilt að safna fé af fjalli að hausti á þessu sama landi. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að ágreiningur aðila málsins lúti að greiðsluþátttöku Borgarbyggðar vegna kostnaðar Gunnars sem eiganda jarðarinnar Króks í Norðurárdal í Borgarfirði af því að reisa girðingu. Með héraðsdómi hafi Borgarbyggð verið sýknuð af kröfu Gunnars, meðal annars með vísan til þess að girðingin afmarkaði ekki heimaland og afrétt. Landsréttur hafi hins vegar talið að girðingin hefði verið sett upp milli afréttar og heimalands í eigu Gunnars en skæri ekki sama afréttarland. Því tæki ákvæði girðingarlaga um kostnaðarþáttöku eigenda og notenda afrétta til girðingarinnar. Jafnframt hafi ekki verið talið að ítaksréttindi þeirra sem ættu upprekstrar- og beitarrétt í landinu hindruðu að Gunnar krefðist þess að girt yrði í samræmi við það ákvæði laganna. Deilan snýst um rúmar fimm milljónir króna Borgarbyggð hafi því verið dæmd til að greiða Gunnari fjárhæð sem svaraði til 4/5 hluta af kostnaði við að reisa girðinguna. Það gerir um 5,4 milljónir króna. Borgarbyggð hafi byggt á því að túlkun Landsréttar á því hvað teljist heimaland og afréttur geti valdið mikilli óvissu til framtíðar. Niðurstaðan valdi einnig óvissu um hvaða girðingum sveitafélögum beri að viðhalda og hverjum ekki. Þá telji Borgarbyggð að dómurinn gangi þvert á dómafordæmi Hæstaréttar og sé því bersýnilega rangur. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi meðal annars um túlkun á áðurnefndu ákvæði girðingarlaga. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt.
Dómsmál Skógrækt og landgræðsla Borgarbyggð Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira