Deila um girðingu fyrir Hæstarétt Árni Sæberg skrifar 19. október 2023 10:43 Hæstiréttur mun leysa úr deilu um 5,4 milljónir króna. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir deilu um kostnaðarþáttöku Borgarbyggðar í byggingu girðingar, sem kostaði um sjö milljónir króna. Borgarbyggð leitaði leyfis til áfrýjunar í máli Gunnars Jónssonar, skógræktarbónda í sveitarfélaginu, á hendur því í júlí síðastliðnum. Gunnar lagðist gegn beiðninni. Málið er ekki það fyrsta sem Gunnar höfðar á hendur Borgarbyggð og ratar fyrir æðsta dómstig. Árið 2020 kvað Hæstiréttur upp dóm þess efnis að Borgarbyggð hefði rétt til beitarafnota af hluta jarðar Gunnars auk þess að sveitarfélaginu væri heimilt að safna fé af fjalli að hausti á þessu sama landi. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að ágreiningur aðila málsins lúti að greiðsluþátttöku Borgarbyggðar vegna kostnaðar Gunnars sem eiganda jarðarinnar Króks í Norðurárdal í Borgarfirði af því að reisa girðingu. Með héraðsdómi hafi Borgarbyggð verið sýknuð af kröfu Gunnars, meðal annars með vísan til þess að girðingin afmarkaði ekki heimaland og afrétt. Landsréttur hafi hins vegar talið að girðingin hefði verið sett upp milli afréttar og heimalands í eigu Gunnars en skæri ekki sama afréttarland. Því tæki ákvæði girðingarlaga um kostnaðarþáttöku eigenda og notenda afrétta til girðingarinnar. Jafnframt hafi ekki verið talið að ítaksréttindi þeirra sem ættu upprekstrar- og beitarrétt í landinu hindruðu að Gunnar krefðist þess að girt yrði í samræmi við það ákvæði laganna. Deilan snýst um rúmar fimm milljónir króna Borgarbyggð hafi því verið dæmd til að greiða Gunnari fjárhæð sem svaraði til 4/5 hluta af kostnaði við að reisa girðinguna. Það gerir um 5,4 milljónir króna. Borgarbyggð hafi byggt á því að túlkun Landsréttar á því hvað teljist heimaland og afréttur geti valdið mikilli óvissu til framtíðar. Niðurstaðan valdi einnig óvissu um hvaða girðingum sveitafélögum beri að viðhalda og hverjum ekki. Þá telji Borgarbyggð að dómurinn gangi þvert á dómafordæmi Hæstaréttar og sé því bersýnilega rangur. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi meðal annars um túlkun á áðurnefndu ákvæði girðingarlaga. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt. Dómsmál Skógrækt og landgræðsla Borgarbyggð Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Sjá meira
Borgarbyggð leitaði leyfis til áfrýjunar í máli Gunnars Jónssonar, skógræktarbónda í sveitarfélaginu, á hendur því í júlí síðastliðnum. Gunnar lagðist gegn beiðninni. Málið er ekki það fyrsta sem Gunnar höfðar á hendur Borgarbyggð og ratar fyrir æðsta dómstig. Árið 2020 kvað Hæstiréttur upp dóm þess efnis að Borgarbyggð hefði rétt til beitarafnota af hluta jarðar Gunnars auk þess að sveitarfélaginu væri heimilt að safna fé af fjalli að hausti á þessu sama landi. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að ágreiningur aðila málsins lúti að greiðsluþátttöku Borgarbyggðar vegna kostnaðar Gunnars sem eiganda jarðarinnar Króks í Norðurárdal í Borgarfirði af því að reisa girðingu. Með héraðsdómi hafi Borgarbyggð verið sýknuð af kröfu Gunnars, meðal annars með vísan til þess að girðingin afmarkaði ekki heimaland og afrétt. Landsréttur hafi hins vegar talið að girðingin hefði verið sett upp milli afréttar og heimalands í eigu Gunnars en skæri ekki sama afréttarland. Því tæki ákvæði girðingarlaga um kostnaðarþáttöku eigenda og notenda afrétta til girðingarinnar. Jafnframt hafi ekki verið talið að ítaksréttindi þeirra sem ættu upprekstrar- og beitarrétt í landinu hindruðu að Gunnar krefðist þess að girt yrði í samræmi við það ákvæði laganna. Deilan snýst um rúmar fimm milljónir króna Borgarbyggð hafi því verið dæmd til að greiða Gunnari fjárhæð sem svaraði til 4/5 hluta af kostnaði við að reisa girðinguna. Það gerir um 5,4 milljónir króna. Borgarbyggð hafi byggt á því að túlkun Landsréttar á því hvað teljist heimaland og afréttur geti valdið mikilli óvissu til framtíðar. Niðurstaðan valdi einnig óvissu um hvaða girðingum sveitafélögum beri að viðhalda og hverjum ekki. Þá telji Borgarbyggð að dómurinn gangi þvert á dómafordæmi Hæstaréttar og sé því bersýnilega rangur. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi meðal annars um túlkun á áðurnefndu ákvæði girðingarlaga. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt.
Dómsmál Skógrækt og landgræðsla Borgarbyggð Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Sjá meira