Að hengja prest fyrir biskup, að hengja manneskju fyrir stofnun Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar 18. október 2023 14:31 „Öllum skyldi tryggð sömu réttindi“. „Ég hef beitt mér sérstaklega fyrir því að taka á ofbeldismálum innan kirkjunnar til þess að kirkjan sé öruggur staður“. Þetta eru tvær setningar sem koma fyrir í yfirlýsingu sem Agnes M. Sigurðardóttir, fyrrverandi biskup Íslands, sendi frá sér í fyrrakvöld. Tilefni orða hennar er að sama dag kvað úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar upp þann úrskurð að í heila 472 daga hafi biskupinn fyrrverandi setið valdalaus í embættinu þar sem skipunartími hennar rann út 1. júlí 2022. Landið hefur frá þeim tíma í raun verið biskupslaust. Það hefur ekki aftrað frú Agnesi frá því, í nafni embættisins sem hún eitt sinn gegndi, að taka stórar og afdrifaríkar ákvarðanir sem kollvarpað hafa lífi einstaklinga. Fyrir tæpum tveimur árum leysti biskupinn fyrrverandi, Gunnar Sigurjónsson sóknarprest í Digranesprestakalli, frá störfum vegna ásakana samstarfskvenna Gunnars um einelti af hans hálfu. Gunnar sem fyrir þann tíma hafði unnið að því að sameina Digranes- og Hjallakirkjuprestaköll og óskað eftir aðstoð mannauðsstjóra kirkjunnar í því verkefni, hafði ekki frekar en annað hlutaðeigandi starfsfólk, fengið nokkrar leiðbeiningar um hvernig takast ætti á við verkefnið. Skal hér tekið fram að engin barst aðstoðin þrátt fyrir beiðni Gunnars og að málið snerti marga einstaklinga og væri á köflum flókið og verulega viðkvæmt verkefni í framkvæmd. Í kjölfar lausnar Gunnars frá störfum setti svokallað teymi þjóðkirkjunnar af stað rannsókn um ávirðingarnar á hendur Gunnari og skilaði teymið áliti sínu 27. júlí 2022. Af þeim 48 atriðum sem borin voru á Gunnar komst teymi kirkjunnar að þeirri niðurstöðu að í fjórum þeirra hafi hann sýnt af sér hegðun sem þætti óæskileg. Eins taldi teymið Gunnar mögulega hafa brotið gegn ákvæðum reglugerðar um einelti. Þar sem það meginskilyrði eineltis að um ítrekaða hegðun sé að ræða var ekki uppfyllt, átti það ekki við í tilfelli Gunnars. Um einangruð tilvik voru að ræða. Þessari niðurstöðu komst teymið að þótt það hafi í málsmeðferð sinni virt sönnunarreglu íslenskra laga að vettugi og það eðlilega sökuðum Gunnari í óhag. Í stað þess að gefa út yfirlýsingu um að Gunnar hafi ekki gerst sekur um einelti sendi biskupinn fyrrverandi fréttatilkynningu á fjölmiðla þess efnis að Gunnar hafi gerst sekur um einelti í sex tilvikum. Það er ekkert minna en alrangt. Orð frú Agnesar höfðu eðlilega mikil áhrif úti í samfélaginu enda töldu fjölmiðlar og landsmenn flestir að um biskup Íslands væri að ræða – og hann færi jú með rétt mál. Frú Agnes hafði þó ekki meira álit á vinnu teymisins en svo að hún hefur á grundvelli þess aldrei áminnt Gunnar heldur frekar beint orku sinni í að grafa undan honum bæði opinberlega og inn á við og hefur undirrituð upplýsingar um að kirkjan hafi að fyrirskipan fyrrum biskups eytt rúmum 10 milljónum króna í lögmannskostnað fyrir Agnesi frá ársbyrjun 2023 og fram í september, vegna máls úrskurðarnefndarinnar. Það er þá bara fyrir fyrstu níu mánuði þessa árs og eru þá ótaldar þær upphæðir sem greiddar hafa verið árin þar á undan vegna heildarmálsins. Það er ekki nóg að berja sér á brjóst og setja það niður á blað og senda á fjölmiðla að öllum innan kirkjunnar skuli tryggð sömu réttindi og að maður hafi sem biskup (og ekki biskup) beitt sér sérstaklega fyrir því að taka á ofbeldismálum innan kirkjunnar til þess að kirkjan sé öruggur staður. Þetta lítur jú þrælvel út á prenti og sérstaklega ef maður hefur á bakvið eyrað átakanlega sögu þjóðkirkjunnar þegar kemur að ofbeldi. Við sem samfélag hljótum einmitt að vilja að innan kirkjunnar skuli öllum tryggð sömu réttindi og að hún sé öruggur staður fyrir alla. Ekki bara suma. Í 26 ár var Gunnar Sigurjónsson sóknarprestur í Digranesprestakalli og ávallt tilbúinn til að aðstoða þau sem til hans leituðu. Þótt Gunnar hafi starfað sem prestur er fjarri lagi að hann sé fullkominn. Sjarmi hans sem manneskju liggur einmitt í því að hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Gunnar er jú fyrst og fremst manneskja og sem slík hefur hann gert mistök. Ef tekið er mið af áliti teymis þjóðkirkjunnar er hann þó ekki verri en næsti einstaklingur. Hann hefur jú sagt hluti sem voru óæskilegir og þar með sært og valdið óþægindum enda búinn að vera á þessari jörðu í ríflega 60 ár. Ég leyfi mér að efast um að samstarfskonur Gunnars sem kvörtuðu undan hegðun hans séu saklausar af svo manneskjulegri hegðun og þegar àlit teymisins er lesið virðist sá efi minn eiga fullan rétt á sér. Gunnar Sigurjónsson missti lífsviðurværi sitt og æruna vegna þessa máls. Hann virðist á engu stigi málsins hafa fengið sanngjarna málsmeðferð hjá fyrrum biskupi og „undirmönnum“ hennar. Frú Agnes beitti sér því svo sannarlega fyrir því að taka á ofbeldismálum, en gerði það með eigin ofbeldi.Tilgangurinn var sá að kirkjan gæti verið öruggur staður. Hún virðist hins vegar hafa gleymt því að allir innan kirkjunnar eiga sama rétt og að syndir kirkjunnar gleymast ekki þó ein manneskja sé hengd fyrir stofnun. Höfundur er almannatengill og lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
„Öllum skyldi tryggð sömu réttindi“. „Ég hef beitt mér sérstaklega fyrir því að taka á ofbeldismálum innan kirkjunnar til þess að kirkjan sé öruggur staður“. Þetta eru tvær setningar sem koma fyrir í yfirlýsingu sem Agnes M. Sigurðardóttir, fyrrverandi biskup Íslands, sendi frá sér í fyrrakvöld. Tilefni orða hennar er að sama dag kvað úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar upp þann úrskurð að í heila 472 daga hafi biskupinn fyrrverandi setið valdalaus í embættinu þar sem skipunartími hennar rann út 1. júlí 2022. Landið hefur frá þeim tíma í raun verið biskupslaust. Það hefur ekki aftrað frú Agnesi frá því, í nafni embættisins sem hún eitt sinn gegndi, að taka stórar og afdrifaríkar ákvarðanir sem kollvarpað hafa lífi einstaklinga. Fyrir tæpum tveimur árum leysti biskupinn fyrrverandi, Gunnar Sigurjónsson sóknarprest í Digranesprestakalli, frá störfum vegna ásakana samstarfskvenna Gunnars um einelti af hans hálfu. Gunnar sem fyrir þann tíma hafði unnið að því að sameina Digranes- og Hjallakirkjuprestaköll og óskað eftir aðstoð mannauðsstjóra kirkjunnar í því verkefni, hafði ekki frekar en annað hlutaðeigandi starfsfólk, fengið nokkrar leiðbeiningar um hvernig takast ætti á við verkefnið. Skal hér tekið fram að engin barst aðstoðin þrátt fyrir beiðni Gunnars og að málið snerti marga einstaklinga og væri á köflum flókið og verulega viðkvæmt verkefni í framkvæmd. Í kjölfar lausnar Gunnars frá störfum setti svokallað teymi þjóðkirkjunnar af stað rannsókn um ávirðingarnar á hendur Gunnari og skilaði teymið áliti sínu 27. júlí 2022. Af þeim 48 atriðum sem borin voru á Gunnar komst teymi kirkjunnar að þeirri niðurstöðu að í fjórum þeirra hafi hann sýnt af sér hegðun sem þætti óæskileg. Eins taldi teymið Gunnar mögulega hafa brotið gegn ákvæðum reglugerðar um einelti. Þar sem það meginskilyrði eineltis að um ítrekaða hegðun sé að ræða var ekki uppfyllt, átti það ekki við í tilfelli Gunnars. Um einangruð tilvik voru að ræða. Þessari niðurstöðu komst teymið að þótt það hafi í málsmeðferð sinni virt sönnunarreglu íslenskra laga að vettugi og það eðlilega sökuðum Gunnari í óhag. Í stað þess að gefa út yfirlýsingu um að Gunnar hafi ekki gerst sekur um einelti sendi biskupinn fyrrverandi fréttatilkynningu á fjölmiðla þess efnis að Gunnar hafi gerst sekur um einelti í sex tilvikum. Það er ekkert minna en alrangt. Orð frú Agnesar höfðu eðlilega mikil áhrif úti í samfélaginu enda töldu fjölmiðlar og landsmenn flestir að um biskup Íslands væri að ræða – og hann færi jú með rétt mál. Frú Agnes hafði þó ekki meira álit á vinnu teymisins en svo að hún hefur á grundvelli þess aldrei áminnt Gunnar heldur frekar beint orku sinni í að grafa undan honum bæði opinberlega og inn á við og hefur undirrituð upplýsingar um að kirkjan hafi að fyrirskipan fyrrum biskups eytt rúmum 10 milljónum króna í lögmannskostnað fyrir Agnesi frá ársbyrjun 2023 og fram í september, vegna máls úrskurðarnefndarinnar. Það er þá bara fyrir fyrstu níu mánuði þessa árs og eru þá ótaldar þær upphæðir sem greiddar hafa verið árin þar á undan vegna heildarmálsins. Það er ekki nóg að berja sér á brjóst og setja það niður á blað og senda á fjölmiðla að öllum innan kirkjunnar skuli tryggð sömu réttindi og að maður hafi sem biskup (og ekki biskup) beitt sér sérstaklega fyrir því að taka á ofbeldismálum innan kirkjunnar til þess að kirkjan sé öruggur staður. Þetta lítur jú þrælvel út á prenti og sérstaklega ef maður hefur á bakvið eyrað átakanlega sögu þjóðkirkjunnar þegar kemur að ofbeldi. Við sem samfélag hljótum einmitt að vilja að innan kirkjunnar skuli öllum tryggð sömu réttindi og að hún sé öruggur staður fyrir alla. Ekki bara suma. Í 26 ár var Gunnar Sigurjónsson sóknarprestur í Digranesprestakalli og ávallt tilbúinn til að aðstoða þau sem til hans leituðu. Þótt Gunnar hafi starfað sem prestur er fjarri lagi að hann sé fullkominn. Sjarmi hans sem manneskju liggur einmitt í því að hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Gunnar er jú fyrst og fremst manneskja og sem slík hefur hann gert mistök. Ef tekið er mið af áliti teymis þjóðkirkjunnar er hann þó ekki verri en næsti einstaklingur. Hann hefur jú sagt hluti sem voru óæskilegir og þar með sært og valdið óþægindum enda búinn að vera á þessari jörðu í ríflega 60 ár. Ég leyfi mér að efast um að samstarfskonur Gunnars sem kvörtuðu undan hegðun hans séu saklausar af svo manneskjulegri hegðun og þegar àlit teymisins er lesið virðist sá efi minn eiga fullan rétt á sér. Gunnar Sigurjónsson missti lífsviðurværi sitt og æruna vegna þessa máls. Hann virðist á engu stigi málsins hafa fengið sanngjarna málsmeðferð hjá fyrrum biskupi og „undirmönnum“ hennar. Frú Agnes beitti sér því svo sannarlega fyrir því að taka á ofbeldismálum, en gerði það með eigin ofbeldi.Tilgangurinn var sá að kirkjan gæti verið öruggur staður. Hún virðist hins vegar hafa gleymt því að allir innan kirkjunnar eiga sama rétt og að syndir kirkjunnar gleymast ekki þó ein manneskja sé hengd fyrir stofnun. Höfundur er almannatengill og lögfræðingur.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun