Skólarnir Stefán Andri Gunnarsson skrifar 18. október 2023 11:01 Ég er kennari. Ég hef kennt í þrem grunnskólum og tveim framhaldsskólum. Í engum af þessum skólum er verið að búa til vélmenni úr nemendum. Kennsla er margbreytileg, kennd af fjölbreyttum hópi kennara og með margvíslegum kennsluaðferðum. Þó svo að kennari kenni öllum nemendum sínum sama efnið og þeim finnist ekki allt skemmtilegt þá þýðir það ekki að það sé tilgangslaust. Að sitja saman með öðrum í þögn og hlusta á fyrirmæli er mjög gagnlegt. Að sitja saman með öðrum í þögn og hlusta á kennara sem er að halda fyrirlestur um eitthvað sem kennarinn hefur áhuga fyrir er ekki tilgangslaust. Að geta setið í þögn og lært, látið sér leiðast, hlustað á fyrirmæli og sýna samhug, er stór hluti af kennslu. Það er ekkert slæmt við þetta. Allir þessir skólar vinna hart að því að innleiða nýjustu tækni og aðferðir í sína kennslu. Starfsþróun er í stöðugri vinnslu og kennarar eru duglegir við að sækja námskeið og uppfæra sína þekkingu. Það eru margir hnökrar á kerfinu, engin spurning. Kennarar og skólastjórnendur eru ekki fullkomnir, langt í frá. Það verða árekstrar og mistök eiga sér stað. Sumar kennsluaðferðir virka betur en aðrar og sumir hlutir eru börn síns tíma. En lausnin er ekki að kollvarpa kerfinu. Skólakerfið er stórt og íhaldsamt og það tekur mikið til þess að breyta því og það á að taka mikið til að breyta því. Eins og mjög góður og reynslumikill kennari sagði við mig einu sinni, „þá fer allt í hringi og við erum alltaf að finna upp á hjólinu.“ Það væri mjög gott stundum að geta lært af fortíðinni og ekki endurtekið hana. Vandamálið í skólakerfinu er ekki að bækur og námsefni er úrelt eða að kennsluaðferðirnar eru barns síns tíma. Vandamálið er ekki að nemendur eru að læra tilgangslausa hluti. Þetta eru svo fáránlegar staðhæfingar að ég á erfitt með að skrifa þær hérna niður. Þekking verður úrelt þegar nýjar uppgötvanir koma í ljós. Þess vegna þarf að uppfæra bækur og námsefni. Vandamálið er að það er skortur á námsefni á íslensku, kennarar og nemendur neyðast til að sækja sér efni á ensku. Eins og einn prófessor í uppeldis og menntunarfræðum sagði, þá sækir hann sér þekkingu á Youtube, væntanlega yfirleitt á ensku. En það er ekki bara námsefnið sem þarf að uppfæra og búa til á íslensku. Það er líka eitt annað sem virðist alltaf gleymast í allri þessari umræðu og það er jöfn tækifæri til menntunar. Þar kemur hið raunverulega vandamál í ljós. Það er bara þegar það er unnið betur að því og reynt að leysa það, þá getum við byrjað fyrir alvöru að þróa skólakerfið á skilvirkan máta. Vandamálið liggur í því að það hafa ekki nærri því allir jöfn tækifæri til menntunar. Til þess að svo geti orðið verðum við að tryggja það að allir óháð fjárhag fjölskyldunnar hafi aðgang að nýjustu tækni og tölvubúnaði. Það eiga að vera borðtölvur, fartölvur og spjaldtölvur í öllum skólum í því magni að kennsla geti sinnt sinni skyldu. Það eiga að vera nógu margir kennarar til þess að geta kennt réttri stærð af nemendahópum. Það eiga vera nógu margir stuðningsfulltrúar til þess að tryggja að allir hópar af nemendum fái sína þjónustu. Það eiga að vera nógu margir þroskaþjálfarar og sérkennarar í öllum skólum til að sinna öllum stigum, öllum bekkjum og öllum nemendum sem þurfa þeirra aðstoð. Það eiga að vera sálfræðingar, talmeinafræðingar og hjúkrunarfræðingur fyrir hvern einasta skóla sem geta sinnt þeim nemendum sem þurfa á þeim að halda. Gervigreind og nýjar aðferðir til kennslu eru eitthvað sem verið er að taka upp í skólum landsins, það mun ganga hægt því að kerfið er stórt og íhaldssamt, en það vantar líka fjármagn til þess að geta sinnt þessum breytingum. Að hluta til þá mun gervigreind og ný tækni einfalda kennsluna fyrir kennara og við kennarar sjáum það alveg. En það fylgja henni einnig miklar áskoranir og eins og allt sem er manngert þá eru mörg vandamál sem þarf að leysa. Að lokum þá vil ég enda á því að biðja alla fyrir hönd okkur kennara að hafa það í huga að við þurfum ykkar virðingu á að halda, við þurfum ykkar samstarf og skilning. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Gervigreind Skóla - og menntamál Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ég er kennari. Ég hef kennt í þrem grunnskólum og tveim framhaldsskólum. Í engum af þessum skólum er verið að búa til vélmenni úr nemendum. Kennsla er margbreytileg, kennd af fjölbreyttum hópi kennara og með margvíslegum kennsluaðferðum. Þó svo að kennari kenni öllum nemendum sínum sama efnið og þeim finnist ekki allt skemmtilegt þá þýðir það ekki að það sé tilgangslaust. Að sitja saman með öðrum í þögn og hlusta á fyrirmæli er mjög gagnlegt. Að sitja saman með öðrum í þögn og hlusta á kennara sem er að halda fyrirlestur um eitthvað sem kennarinn hefur áhuga fyrir er ekki tilgangslaust. Að geta setið í þögn og lært, látið sér leiðast, hlustað á fyrirmæli og sýna samhug, er stór hluti af kennslu. Það er ekkert slæmt við þetta. Allir þessir skólar vinna hart að því að innleiða nýjustu tækni og aðferðir í sína kennslu. Starfsþróun er í stöðugri vinnslu og kennarar eru duglegir við að sækja námskeið og uppfæra sína þekkingu. Það eru margir hnökrar á kerfinu, engin spurning. Kennarar og skólastjórnendur eru ekki fullkomnir, langt í frá. Það verða árekstrar og mistök eiga sér stað. Sumar kennsluaðferðir virka betur en aðrar og sumir hlutir eru börn síns tíma. En lausnin er ekki að kollvarpa kerfinu. Skólakerfið er stórt og íhaldsamt og það tekur mikið til þess að breyta því og það á að taka mikið til að breyta því. Eins og mjög góður og reynslumikill kennari sagði við mig einu sinni, „þá fer allt í hringi og við erum alltaf að finna upp á hjólinu.“ Það væri mjög gott stundum að geta lært af fortíðinni og ekki endurtekið hana. Vandamálið í skólakerfinu er ekki að bækur og námsefni er úrelt eða að kennsluaðferðirnar eru barns síns tíma. Vandamálið er ekki að nemendur eru að læra tilgangslausa hluti. Þetta eru svo fáránlegar staðhæfingar að ég á erfitt með að skrifa þær hérna niður. Þekking verður úrelt þegar nýjar uppgötvanir koma í ljós. Þess vegna þarf að uppfæra bækur og námsefni. Vandamálið er að það er skortur á námsefni á íslensku, kennarar og nemendur neyðast til að sækja sér efni á ensku. Eins og einn prófessor í uppeldis og menntunarfræðum sagði, þá sækir hann sér þekkingu á Youtube, væntanlega yfirleitt á ensku. En það er ekki bara námsefnið sem þarf að uppfæra og búa til á íslensku. Það er líka eitt annað sem virðist alltaf gleymast í allri þessari umræðu og það er jöfn tækifæri til menntunar. Þar kemur hið raunverulega vandamál í ljós. Það er bara þegar það er unnið betur að því og reynt að leysa það, þá getum við byrjað fyrir alvöru að þróa skólakerfið á skilvirkan máta. Vandamálið liggur í því að það hafa ekki nærri því allir jöfn tækifæri til menntunar. Til þess að svo geti orðið verðum við að tryggja það að allir óháð fjárhag fjölskyldunnar hafi aðgang að nýjustu tækni og tölvubúnaði. Það eiga að vera borðtölvur, fartölvur og spjaldtölvur í öllum skólum í því magni að kennsla geti sinnt sinni skyldu. Það eiga að vera nógu margir kennarar til þess að geta kennt réttri stærð af nemendahópum. Það eiga vera nógu margir stuðningsfulltrúar til þess að tryggja að allir hópar af nemendum fái sína þjónustu. Það eiga að vera nógu margir þroskaþjálfarar og sérkennarar í öllum skólum til að sinna öllum stigum, öllum bekkjum og öllum nemendum sem þurfa þeirra aðstoð. Það eiga að vera sálfræðingar, talmeinafræðingar og hjúkrunarfræðingur fyrir hvern einasta skóla sem geta sinnt þeim nemendum sem þurfa á þeim að halda. Gervigreind og nýjar aðferðir til kennslu eru eitthvað sem verið er að taka upp í skólum landsins, það mun ganga hægt því að kerfið er stórt og íhaldssamt, en það vantar líka fjármagn til þess að geta sinnt þessum breytingum. Að hluta til þá mun gervigreind og ný tækni einfalda kennsluna fyrir kennara og við kennarar sjáum það alveg. En það fylgja henni einnig miklar áskoranir og eins og allt sem er manngert þá eru mörg vandamál sem þarf að leysa. Að lokum þá vil ég enda á því að biðja alla fyrir hönd okkur kennara að hafa það í huga að við þurfum ykkar virðingu á að halda, við þurfum ykkar samstarf og skilning. Höfundur er kennari.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun