Knattspyrnudeildin tilkynnti í dag að þrír leikmenn væru á förum. Þetta eru þeir Gunnlaugur Fannar Guðmundsson, Viktor Andri Hafþórsson og Mathias Rosenørn.
Gunnlaugur Fannar hefur spilað stórt hlutverk í Keflavíkurvörninni en hann kom til liðsins frá Kórdrengjum fyrir tímabili. Gunnlaugur skoraði eitt mark í 22 leikjum í Bestu deildinni.
Viktor Andri kom einnig til Keflavíkur fyrir tímabilið í ár en frá Fjölni. Hann skoraði 2 mörk í 16 leikjum í Bestu deildinni.
Mathias Brinch Rosenorn er danskur markvörður sem kom til Keflavíkur frá fyrir tímabilið frá KÍ Klaksvík í Færeyjum. Hann spilaði 25 af 27 leikjum liðsins í Bestu deildinni og hélt fjórum sinnum marki sínu hreinu.