Ofbeldi í skólaferð varpar ljósi á mikilvægi viðeigandi menntunar leiðsögufólks Guðmundur Björnsson skrifar 17. október 2023 14:00 Nýlega birtist á samfélagsmiðlum óhugnanlegt myndband sem sýnir konu og stúlku eiga í orðaskiptum á gangi hótels á Íslandi. Á myndbandinu má heyra stúlkuna biðla til konunnar um að koma vinsamlegast ekki nálægt sér. Í kjölfarið slær konan stúlkuna fast utan undir og stúlkan leggur á flótta með konuna á hælum sér. Myndbandið endar á því að konan heyrist áminna barnið með orðunum: „Vertu ekki svona ógnandi.“ Unga stúlkan er nemandi frá Harris Girls' Academy frá Bretlandi og var á skólaferðlagi um Ísland þegar hún varð fyrir ofbeldinu. Fyrstu sögusagnir hermdu að sú sem beitti ofbeldinu væri kennari frá skólanum en það var leiðrétt fljótlega og upplýst að konan væri í raun fararstjóri annars hóps sem dvaldi á hótelinu og að atvikið hefði verið kært til lögreglu. Athæfið hefur eðlilega verið fordæmt opinberlega svo sem á samfélagsmiðlum þar sem margir krefjast réttlætis. Einn einstaklingur lýsti viðbjóði sínum á X (áður Twitter) og sagði: „Þetta er ógeðslegt. Ég vona að hún verði rekin og lögsótt af lögreglunni.“ Annar lagði áherslu á nauðsyn tafarlausra aðgerða og sagði: „Hún er greinilega ekki kennari, hún er fararstjóri. Hvort heldur sem er þarf að rannsaka þetta og bregðast við því sem fyrst!“ Siðareglur Félags leiðsögumanna á Íslandi Atvikið sýnir glöggt mikilvægi þess að leiðsögufólk hljóti viðeigandi menntun og þjálfun enda er hlutverk leiðsögufólks er ekki bundið við að sýna ferðamönnum landið, segja sögur og túlka það sem fyrir augum ber. Leiðsögumenn eru sendiherrar landsins sem túlka siðareglur, menningu og gildi landsins. Í þessu sambandi er rétt og þarft að vekja athygli á því að í leiðsögunámi eru siðareglur Félags leiðsögumanna á Íslandi kynntar sérstaklega fyrir nemendum. Í siðareglunum er lögð áhersla á fagmennsku og vandaða starfshætti leiðsögufólks en einnig lög á áhersla á ákveðin siðferðisviðmið og útlistað hvað telst viðeigandi hegðun leiðsögufólks. Atvikið sem sést á myndbandinu, brýtur augljóslega í bága við þessar siðareglur. Þessi atburður undirstrikar ekki aðeins mikilvægi þess að fylgja siðareglunum, heldur vekur einnig upp spurningar um fylgni og framfylgd þessara reglna. Leiðsögunám hjá EHÍ og Evrópustaðall ÍST EN 15565:2008 um menntun leiðsögufólks Til að auka vægi fagmennsku hefur Endurmenntun Háskóla Íslands byggt námskrá sína á Evrópustaðli ÍST EN 15565:2008. Staðallinn ber yfirskriftina „Ferðaþjónusta - Kröfur um faglega þjálfun leiðsögumanna og þjálfunaráætlanir til að öðlast ákveðna færni eða þekkingu.“ Með því að fylgja viðurkenndum staðli er náminu markaður skýr rammi sem tryggir eftir föngum að nemendur hljóti menntun sem byggð er á faglegri þekkingu og traustum siðferðislegum grunni. Nauðsyn faglegrar menntunar fyrir leiðsögufólk Umrætt atvik kastar ekki einungis rýrð á þann leiðsögumann sem í hlut á, heldur varpar einnig skugga á alla starfsstéttina. Leiðsögufólk gegnir mjög mikilvægu hlutverki við að móta upplifun og skynjun ferðamanna á landinu. Þegar ferðamenn, sérstaklega nemendur, leggja af stað í skólaferðir hlýtur það að vera lágmarkskrafan að þeir séu öruggir og í uppbyggjandi umhverfi. Þess vegna er mikilvægt að leiðsögufólk sé ekki einungis menntað í sögu, náttúru og menningu landsins, heldur einnig þjálfað í mannlegum samskiptum, menningarnæmni og lausn ágreinings. Enn fremur undirstrikar þetta atvik mikilvægi ítarlegrar bakgrunnsskoðunar og reglubundins mats ferðaþjónustufyrirtækja á hæfi og hæfni þess leiðsögufólks sem það ræður til starfa. Ferðaþjónustan þarf að tryggja að atvik sem þetta endurtaki sig ekki. Niðurstaða Þessi atburður er áminning um þá ábyrgð sem leiðsögufólk axlar í störfum sínum og mikilvægi góðrar menntunar, símenntunar og þjálfunar þeirra. Eftir því sem heimurinn verður samtengdari og fjölbreyttari verður æ mikilvægara að menningarleg næmni og gagnkvæm virðing sé höfð í fyrirrúmi. Til þess að svo megi verða, verður ferðaþjónustan að halda vöku sinni og grípa til nauðsynlegra aðgerða til þess að tryggja að fulltrúar þeirra eins og leiðsögufólk hljóti viðeigandi þjálfun og haldi þessi gildi í heiðri. Höfundur er leiðsögumaður og faglegur umsjónarmaður leiðsögunáms EHÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Skóla - og menntamál Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Nýlega birtist á samfélagsmiðlum óhugnanlegt myndband sem sýnir konu og stúlku eiga í orðaskiptum á gangi hótels á Íslandi. Á myndbandinu má heyra stúlkuna biðla til konunnar um að koma vinsamlegast ekki nálægt sér. Í kjölfarið slær konan stúlkuna fast utan undir og stúlkan leggur á flótta með konuna á hælum sér. Myndbandið endar á því að konan heyrist áminna barnið með orðunum: „Vertu ekki svona ógnandi.“ Unga stúlkan er nemandi frá Harris Girls' Academy frá Bretlandi og var á skólaferðlagi um Ísland þegar hún varð fyrir ofbeldinu. Fyrstu sögusagnir hermdu að sú sem beitti ofbeldinu væri kennari frá skólanum en það var leiðrétt fljótlega og upplýst að konan væri í raun fararstjóri annars hóps sem dvaldi á hótelinu og að atvikið hefði verið kært til lögreglu. Athæfið hefur eðlilega verið fordæmt opinberlega svo sem á samfélagsmiðlum þar sem margir krefjast réttlætis. Einn einstaklingur lýsti viðbjóði sínum á X (áður Twitter) og sagði: „Þetta er ógeðslegt. Ég vona að hún verði rekin og lögsótt af lögreglunni.“ Annar lagði áherslu á nauðsyn tafarlausra aðgerða og sagði: „Hún er greinilega ekki kennari, hún er fararstjóri. Hvort heldur sem er þarf að rannsaka þetta og bregðast við því sem fyrst!“ Siðareglur Félags leiðsögumanna á Íslandi Atvikið sýnir glöggt mikilvægi þess að leiðsögufólk hljóti viðeigandi menntun og þjálfun enda er hlutverk leiðsögufólks er ekki bundið við að sýna ferðamönnum landið, segja sögur og túlka það sem fyrir augum ber. Leiðsögumenn eru sendiherrar landsins sem túlka siðareglur, menningu og gildi landsins. Í þessu sambandi er rétt og þarft að vekja athygli á því að í leiðsögunámi eru siðareglur Félags leiðsögumanna á Íslandi kynntar sérstaklega fyrir nemendum. Í siðareglunum er lögð áhersla á fagmennsku og vandaða starfshætti leiðsögufólks en einnig lög á áhersla á ákveðin siðferðisviðmið og útlistað hvað telst viðeigandi hegðun leiðsögufólks. Atvikið sem sést á myndbandinu, brýtur augljóslega í bága við þessar siðareglur. Þessi atburður undirstrikar ekki aðeins mikilvægi þess að fylgja siðareglunum, heldur vekur einnig upp spurningar um fylgni og framfylgd þessara reglna. Leiðsögunám hjá EHÍ og Evrópustaðall ÍST EN 15565:2008 um menntun leiðsögufólks Til að auka vægi fagmennsku hefur Endurmenntun Háskóla Íslands byggt námskrá sína á Evrópustaðli ÍST EN 15565:2008. Staðallinn ber yfirskriftina „Ferðaþjónusta - Kröfur um faglega þjálfun leiðsögumanna og þjálfunaráætlanir til að öðlast ákveðna færni eða þekkingu.“ Með því að fylgja viðurkenndum staðli er náminu markaður skýr rammi sem tryggir eftir föngum að nemendur hljóti menntun sem byggð er á faglegri þekkingu og traustum siðferðislegum grunni. Nauðsyn faglegrar menntunar fyrir leiðsögufólk Umrætt atvik kastar ekki einungis rýrð á þann leiðsögumann sem í hlut á, heldur varpar einnig skugga á alla starfsstéttina. Leiðsögufólk gegnir mjög mikilvægu hlutverki við að móta upplifun og skynjun ferðamanna á landinu. Þegar ferðamenn, sérstaklega nemendur, leggja af stað í skólaferðir hlýtur það að vera lágmarkskrafan að þeir séu öruggir og í uppbyggjandi umhverfi. Þess vegna er mikilvægt að leiðsögufólk sé ekki einungis menntað í sögu, náttúru og menningu landsins, heldur einnig þjálfað í mannlegum samskiptum, menningarnæmni og lausn ágreinings. Enn fremur undirstrikar þetta atvik mikilvægi ítarlegrar bakgrunnsskoðunar og reglubundins mats ferðaþjónustufyrirtækja á hæfi og hæfni þess leiðsögufólks sem það ræður til starfa. Ferðaþjónustan þarf að tryggja að atvik sem þetta endurtaki sig ekki. Niðurstaða Þessi atburður er áminning um þá ábyrgð sem leiðsögufólk axlar í störfum sínum og mikilvægi góðrar menntunar, símenntunar og þjálfunar þeirra. Eftir því sem heimurinn verður samtengdari og fjölbreyttari verður æ mikilvægara að menningarleg næmni og gagnkvæm virðing sé höfð í fyrirrúmi. Til þess að svo megi verða, verður ferðaþjónustan að halda vöku sinni og grípa til nauðsynlegra aðgerða til þess að tryggja að fulltrúar þeirra eins og leiðsögufólk hljóti viðeigandi þjálfun og haldi þessi gildi í heiðri. Höfundur er leiðsögumaður og faglegur umsjónarmaður leiðsögunáms EHÍ.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun