Gleymir deginum aldrei og þakkar fyrir ótrúlegan stuðning Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. október 2023 19:59 Isaac að leik loknum ásamt aragrúa ungra stuðningsmanna hans, sem hylltu hann sem hetju í dag. Vísir/Steingrímur Dúi Tilfinningarnar voru blendnar í Laugardal í dag, eftir sérstakan fótboltaleik sem var haldinn til stuðnings vallarverði Þróttar. Fjöldi fólks mætti til að sýna honum stuðning, en til stendur að senda hann úr landi í fyrramálið. Um það bil sjö hundruð manns mættu á styrktarleik sem Þróttur stóð að fyrir vallarvörð sinn, Isaac Kwateng, í Laugardalnum í dag. Þar mætti SR, liðið sem Isaac leikur með, stjörnuliði Þróttar. Isaac kom hingað til lands fyrir rúmum sex árum, sem umsækjandi um alþjóðlega vernd. Á morgun verður honum fylgt af lögreglumönnum til Gana. Fréttastofa ræddi við vini Isaacs sem tóku þátt í leiknum, meðan á honum stóð. „Við erum bara að sýna Isaac að Laugardalurinn, Þróttur, SR og allt þetta fólk sem tengist okkur ekkert styður við bakið á honum í þessu ömurlega máli sem hann er í núna,“ sagði Pétur Axel Pétursson, starfsmaður Þróttar. Enginn skilji almennilega hvers vegna sendi eigi Isaac burt, eftir áralanga búsetu á Íslandi. Stuðningurinn frá samfélaginu sé mikill. „Allavega hér í dalnum. SR, Þróttur, Ármann og fólkið í kringum þessi félög er búið að sýna honum ótrúlega mikinn stuðning,“ segir Hallur Hallsson, íþróttastjóri Þróttar og fyrrum leikmaður meistaraflokks félagsins. Alexander Máni Curtis, gjaldkeri SR og liðsfélagi Isaacs segir hann hrærðan yfir stuðningnum. „Það er galið að sjá hvað fólk er tilbúið að sýna mikinn stuðning og við getum ekki þakkað fólki nógu mikið fyrir það, en þetta er fáránlegt ástand engu að síður,“ segir Alexander Máni. Í miðju viðtalinu, sem tekið var á hliðarlínu vallarins, fékk SR dæmda vítaspyrnu. Isaac fór sjálfur á vítapunktinn. Honum brást ekki bogalistin og hann skoraði sitt þriðja mark í leiknum. Stuttu seinna brá hann sér í hlutverk markvarðar á lokasekúndum leiksins og varði hetjulega, áhorfendum til ómældrar gleði. Þessi skemmtilegu tilþrif Isaacs má sjá í kvöldfrétt Stöðvar 2 í spilaranum hér að ofan. Stórkostlegur stuðningur á erfiðum tímum Tilfinningarnar eftir leikinn voru blendnar og ljóst að Isaac var hrærður yfir stuðningnum. „ Ég á erfitt með að lýsa tilfinningum mínum,“ sagði Isaac rétt eftir leikinn. „Þetta eru erfiðir tímar fyrir mig. En stuðningurinn var stórkostlegur.“ Hvernig er að verða vitni að slíkum stuðningi við þig? „Þetta er magnað. Dagurinn verður mér mjög minnisstæður og ég gleymi honum aldrei.“ Þróttur Reykjavík Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Um það bil sjö hundruð manns mættu á styrktarleik sem Þróttur stóð að fyrir vallarvörð sinn, Isaac Kwateng, í Laugardalnum í dag. Þar mætti SR, liðið sem Isaac leikur með, stjörnuliði Þróttar. Isaac kom hingað til lands fyrir rúmum sex árum, sem umsækjandi um alþjóðlega vernd. Á morgun verður honum fylgt af lögreglumönnum til Gana. Fréttastofa ræddi við vini Isaacs sem tóku þátt í leiknum, meðan á honum stóð. „Við erum bara að sýna Isaac að Laugardalurinn, Þróttur, SR og allt þetta fólk sem tengist okkur ekkert styður við bakið á honum í þessu ömurlega máli sem hann er í núna,“ sagði Pétur Axel Pétursson, starfsmaður Þróttar. Enginn skilji almennilega hvers vegna sendi eigi Isaac burt, eftir áralanga búsetu á Íslandi. Stuðningurinn frá samfélaginu sé mikill. „Allavega hér í dalnum. SR, Þróttur, Ármann og fólkið í kringum þessi félög er búið að sýna honum ótrúlega mikinn stuðning,“ segir Hallur Hallsson, íþróttastjóri Þróttar og fyrrum leikmaður meistaraflokks félagsins. Alexander Máni Curtis, gjaldkeri SR og liðsfélagi Isaacs segir hann hrærðan yfir stuðningnum. „Það er galið að sjá hvað fólk er tilbúið að sýna mikinn stuðning og við getum ekki þakkað fólki nógu mikið fyrir það, en þetta er fáránlegt ástand engu að síður,“ segir Alexander Máni. Í miðju viðtalinu, sem tekið var á hliðarlínu vallarins, fékk SR dæmda vítaspyrnu. Isaac fór sjálfur á vítapunktinn. Honum brást ekki bogalistin og hann skoraði sitt þriðja mark í leiknum. Stuttu seinna brá hann sér í hlutverk markvarðar á lokasekúndum leiksins og varði hetjulega, áhorfendum til ómældrar gleði. Þessi skemmtilegu tilþrif Isaacs má sjá í kvöldfrétt Stöðvar 2 í spilaranum hér að ofan. Stórkostlegur stuðningur á erfiðum tímum Tilfinningarnar eftir leikinn voru blendnar og ljóst að Isaac var hrærður yfir stuðningnum. „ Ég á erfitt með að lýsa tilfinningum mínum,“ sagði Isaac rétt eftir leikinn. „Þetta eru erfiðir tímar fyrir mig. En stuðningurinn var stórkostlegur.“ Hvernig er að verða vitni að slíkum stuðningi við þig? „Þetta er magnað. Dagurinn verður mér mjög minnisstæður og ég gleymi honum aldrei.“
Þróttur Reykjavík Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira