Óli Björn segir Covid-aðgerðir hafa gengið of langt Jakob Bjarnar skrifar 13. október 2023 09:15 Óli Björn var formaður efnahags- og viðskiptanefndar á Covid-tímum. Hann telur að fara þurfi fram risauppgjör vegna aðgerða yfirvalda vegna sóttarinnar. vísir/vilhelm Óli Björn Kárason, fyrrum þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, er gestur Frosta Logasonar í viðtalsþætti hans Spjallinu og telur að það verði að fara fram risauppgjör við aðgerðir yfirvalda á Covid-tímum. Óli Björn sat þegar þetta var sem formaður efnahags- og viðskiptanefndar, en þar um voru allar aðgerðir dregnar. Hann segist stoltur af því sem gert var en viti jafnframt að það eigi eftir að fara fram uppgjör – risauppgjör – við það hvernig brugðist var við. Hann telur hafa verið gengið of langt. „Það þarf að fara í gegnum það á hvaða lagalega grunni var byggt þegar gripið var til aðgerða til að takmarka athafnafrelsi fyrirtækja, einstaklinga og mannleg samskipti. og þá er ég ekki að tala um kostnaðinn.“ Óli Björn segir það vissulega svo að hann hafi stutt aðgerðir sem farið var í og frumskylda stjórnvalda sé að vernda líf borgara og heilsu þeirra. „En eftir á að hyggja gengu margar aðgerðir alltof langt og ég dreg í efa að það hafi verið lagalegur grunnur fyrir öllum þeim aðgerðum sem gripið var til. Svo geta menn velt því fyrir sér, virkaði stjórnarskráin eða ekki?“ sagði Óli Björn sem telur að uppgjör verði að eiga sér stað, annars lærum við ekkert. „Ef að við þurfum að ganga aftur í gegnum einhvern svona faraldur, sem mér er sagt að sé ekkert ótrúlegt, en ég vona að verði aldrei, þá vona ég minnsta kosti að við munum eftir því sem við gengum í gegnum. Að við munum eftir því að við ákváðum að loka skólum. Jafnvel þegar við vissum að börnum stæði ekki nein, eða mjög takmörkuð hætta af þessari veiru. Að við munum að við sögðum við gamalt fólk; „Nei þú mátt ekki á síðustu dögum þínum eiga samskipti við þína nánustu“. Við gengum alveg ótrúlega langt.“ Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Óli Björn sat þegar þetta var sem formaður efnahags- og viðskiptanefndar, en þar um voru allar aðgerðir dregnar. Hann segist stoltur af því sem gert var en viti jafnframt að það eigi eftir að fara fram uppgjör – risauppgjör – við það hvernig brugðist var við. Hann telur hafa verið gengið of langt. „Það þarf að fara í gegnum það á hvaða lagalega grunni var byggt þegar gripið var til aðgerða til að takmarka athafnafrelsi fyrirtækja, einstaklinga og mannleg samskipti. og þá er ég ekki að tala um kostnaðinn.“ Óli Björn segir það vissulega svo að hann hafi stutt aðgerðir sem farið var í og frumskylda stjórnvalda sé að vernda líf borgara og heilsu þeirra. „En eftir á að hyggja gengu margar aðgerðir alltof langt og ég dreg í efa að það hafi verið lagalegur grunnur fyrir öllum þeim aðgerðum sem gripið var til. Svo geta menn velt því fyrir sér, virkaði stjórnarskráin eða ekki?“ sagði Óli Björn sem telur að uppgjör verði að eiga sér stað, annars lærum við ekkert. „Ef að við þurfum að ganga aftur í gegnum einhvern svona faraldur, sem mér er sagt að sé ekkert ótrúlegt, en ég vona að verði aldrei, þá vona ég minnsta kosti að við munum eftir því sem við gengum í gegnum. Að við munum eftir því að við ákváðum að loka skólum. Jafnvel þegar við vissum að börnum stæði ekki nein, eða mjög takmörkuð hætta af þessari veiru. Að við munum að við sögðum við gamalt fólk; „Nei þú mátt ekki á síðustu dögum þínum eiga samskipti við þína nánustu“. Við gengum alveg ótrúlega langt.“
Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira