Byggt og byggt á Kirkjubæjarklaustri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. október 2023 20:31 Jóhannes Gissurarson, oddviti Skaftárhrepps, sem er kátur og hress með nýju byggingarnar á Kirkjubæjarklaustri. Magnús Hlynur Hreiðarsson Átta nýjar íbúðir eru nú í byggingu á Kirkjubæjarklaustri enda mikil vöntun á húsnæði á staðnum. Það eru heilmikil umsvif í Skaftárhreppi og alltaf eitthvað nýtt að gerast, ekki síst í kringum ferðaþjónustu. Næga atvinnu er að hafa í sveitarfélaginu og það vantar starfsfólk til ýmissa starfa. Oddvitinn er að vonum ánægður með að nú sé verið að byggja á tveimur stöðum á Kirkjubæjarklaustri átta íbúðir. „Það er öllum samfélögum hollt að byggja upp og endurnýja og byggja til framtíðar. Það er jafn mikilvægt fyrir okkur eins og alla aðra alls staðar á landinu. Nú kemur í ljós hvort nýju íbúðirnar seljist, seljendurnir sjá um það, það kemur í ljós hvernig það gengur,” segir Jóhannes Gissurarson, oddviti Skaftárhrepps. Það eru tveir verktakar á Klaustri að byggja nýju húsin. „Ég er að byggja parhús, tveggja íbúða parhús. Það standa vonir til þess að önnur íbúðin sé seld og ég trúi ekki öðru en að hin seljst líka því það er svo gott að vera á Klaustri og hérna vantar okkur vinnandi hendur,” segir Björn Helgi Snorrason, byggingarverktaki á Kirkjubæjarklaustri. Björn Helgi Snorrason byggingarverktaki á Kirkjubæjarklaustri við parhúsið, sem hann er að byggja.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er að byggja tvö hús með þremur íbúðum í hverju húsi ásamt Herði Davíðssyni frá Efri Vík. Íbúðirnar eru í þremur stærðum, 100 fermetra, 90 fermetra og 80 fermetra,” segir Böðvar Pétursson, byggingarverktaki á Kirkjubæjarklaustri og tekur fram að mikil vöntun sé á húsnæði á staðnum. „Það er það. Það er eins og fyrir okkur bara að fá starfsmenn í vinnu er mjög erfitt því að það vantar húsnæði fyrir þá.” Böðvar er ekki í vafa um að íbúðirnar seljist allir enda sé svo fallegt og friðsælt að búa á Kirkjubæjarklaustri, svo ekki sé minnst á veðrið, sem hann segir alltaf gott. Böðvar Pétursson byggingarverktaki á Kirkjubæjarklaustri, sem er að er að byggja tvö hús með þremur íbúðum í hverju húsi ásamt Herði Davíðssyni frá Efri Vík. Magnús Hlynur Hreiðarsson En er íbúum í Skaftárhreppi að fjölga eða fækka? „Okkur fjölgar heldur frekar en hitt núna undanfarin ár. Það er talsvert mikil fjölgun núna á undanförnum árum,” segir Jóhannes. En þetta er glæsilegt og flott sveitarfélag, er það ekki? „Það hefur verið talið það hingað til já en hverjum þykir sinn fugl fagur. Við skulum hafa það á hreinu líka," segir oddvitinn. Skaftárhreppur Húsnæðismál Byggðamál Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Það eru heilmikil umsvif í Skaftárhreppi og alltaf eitthvað nýtt að gerast, ekki síst í kringum ferðaþjónustu. Næga atvinnu er að hafa í sveitarfélaginu og það vantar starfsfólk til ýmissa starfa. Oddvitinn er að vonum ánægður með að nú sé verið að byggja á tveimur stöðum á Kirkjubæjarklaustri átta íbúðir. „Það er öllum samfélögum hollt að byggja upp og endurnýja og byggja til framtíðar. Það er jafn mikilvægt fyrir okkur eins og alla aðra alls staðar á landinu. Nú kemur í ljós hvort nýju íbúðirnar seljist, seljendurnir sjá um það, það kemur í ljós hvernig það gengur,” segir Jóhannes Gissurarson, oddviti Skaftárhrepps. Það eru tveir verktakar á Klaustri að byggja nýju húsin. „Ég er að byggja parhús, tveggja íbúða parhús. Það standa vonir til þess að önnur íbúðin sé seld og ég trúi ekki öðru en að hin seljst líka því það er svo gott að vera á Klaustri og hérna vantar okkur vinnandi hendur,” segir Björn Helgi Snorrason, byggingarverktaki á Kirkjubæjarklaustri. Björn Helgi Snorrason byggingarverktaki á Kirkjubæjarklaustri við parhúsið, sem hann er að byggja.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er að byggja tvö hús með þremur íbúðum í hverju húsi ásamt Herði Davíðssyni frá Efri Vík. Íbúðirnar eru í þremur stærðum, 100 fermetra, 90 fermetra og 80 fermetra,” segir Böðvar Pétursson, byggingarverktaki á Kirkjubæjarklaustri og tekur fram að mikil vöntun sé á húsnæði á staðnum. „Það er það. Það er eins og fyrir okkur bara að fá starfsmenn í vinnu er mjög erfitt því að það vantar húsnæði fyrir þá.” Böðvar er ekki í vafa um að íbúðirnar seljist allir enda sé svo fallegt og friðsælt að búa á Kirkjubæjarklaustri, svo ekki sé minnst á veðrið, sem hann segir alltaf gott. Böðvar Pétursson byggingarverktaki á Kirkjubæjarklaustri, sem er að er að byggja tvö hús með þremur íbúðum í hverju húsi ásamt Herði Davíðssyni frá Efri Vík. Magnús Hlynur Hreiðarsson En er íbúum í Skaftárhreppi að fjölga eða fækka? „Okkur fjölgar heldur frekar en hitt núna undanfarin ár. Það er talsvert mikil fjölgun núna á undanförnum árum,” segir Jóhannes. En þetta er glæsilegt og flott sveitarfélag, er það ekki? „Það hefur verið talið það hingað til já en hverjum þykir sinn fugl fagur. Við skulum hafa það á hreinu líka," segir oddvitinn.
Skaftárhreppur Húsnæðismál Byggðamál Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira