Stríð um tilveru og grunngildi Finnur Th. Eiríksson skrifar 11. október 2023 13:01 Samfélag Gyðinga um allan heim er í áfalli. Bergmál Gyðingamorða fortíðarinnar heyrist nú í Ísrael, eina þjóðríki Gyðinga í heiminum. Stríði hefur verið lýst yfir. Þetta er stríð sem hefur lengi verið í uppsiglingu og snýst um sjálfa tilveru Ísraelsríkis. Frá því ég byrjaði að skrifa um Ísrael fyrir fjórum árum hef ég sjaldan orðið var við jafn mikinn stuðning. Stöðugt fleiri virðast gera sér grein fyrir því að áróðurinn sem hefur áratugum saman verið viðhafður gegn Ísrael standist ekki skoðun. Grimmilegar athafnir Hamasliða í Ísrael hafa vakið marga til umhugsunar um hvar samúð þeirra raunverulega liggur. Samt sem áður hafa flestir fjölmiðlar ekki sagt alla söguna. Þeir rembast enn við að draga dulu yfir illvirki Hamas og forðast í lengstu lög að draga upp samanburð milli grunngilda Hamas og Ísraels. En það er nauðsynlegt að draga upp slíkan samanburð til að geta gert upp við sig hvar samúð manns liggur. Staða mannréttinda undir Hamassamtökunum Í Ísrael máttu elska þann sem þú vilt. Kona getur klætt sig eins og hún vill. Trúfrelsi er varið með lögum. Fjölmiðlar í Ísrael geta gagnrýnt yfirvöld að vild. Arabar jafnt sem Gyðingar eiga eigin stjórnmálaflokka og lífleg skoðanaskipti eiga sér stað alla daga. Þingkosningar eru haldar með reglulegu millibili. Á palestínsku sjálfstjórnarsvæðum er þessu þveröfugt farið. Lagasetningin þar minnir á hinar myrku miðaldir. Ströng lög gilda um klæðaburð kvenna, skoðana- og trúfrelsi er lítið sem ekkert, og bæði trúleysi og samkynhneigð varða við dauðarefsingu. Það vakti nokkra athygli síðastliðinn september þegar Hamasliðar brugðust ókvæða við kröfu Palestínu-flóttamannahjálparinnar (UNRWA) um að lögleiða samkynhneigð. Þar að auki komu fulltrúar Palestínumanna því inn í Oslóarsamkomulagið að Gyðingum væri óheimilt á búa á Gazasvæðinu. Að lokum hafa hvorki Hamas á Gazasvæðinu né Palestínska heimastjórnin á Vesturbakkanum haldið kosningar síðan 2006. Ólýsanleg grimmd Hamasliða Hegðun Hamassamtakanna gagnvart eigin þegnum er nógu slæm út af fyrir sig. En þegar Hamasliðar réðust inn í Ísrael slepptu þeir af sér öllum hömlum. Það hefur nú verið staðfest að auk þess að myrða saklausa borgara, jafnt unga sem aldna, hafi hryðjuverkamennirnir nauðgað mörgum þeirra kvenna sem þeir réðust á. Þetta viðbjóðslega athæfi minnir óneitanlega á lýsingar Nóbelsverðlaunahafans Nadiu Murad, sem var hneppt í þrældóm af ISIS í Írak. Nú hafa fréttir borist af því að Hamasliðar hyggi á að birta myndskeið á samfélagsmiðlum þar sem gíslar þeirra grátbiðja fyrir lífi sínu. Einnig er líklegt að þeir birti myndskeið af pyntingum og aftökum. Ef við getum ekki sameinast um að kalla þennan hrylling sínu rétta nafni stöndum við svo sannarlega höllum fæti sem samfélag. Hvor hefur hærri siðferðisstaðal? Aðgerðir Ísraels á Gazasvæðinu eru harðar, en allt mannfallið sem þar á sér stað skrifast á Hamassamtökin. Evrópusambandið hefur áður gagnrýnt Hamassamtökin fyrir að nota þegna sína sem mannlega skildi. Það er því augljóst að Hamasliðar vonast til að draga eins marga með sér í dauðann og auðið er. Á meðan gera ísraelsk yfirvöld allt sem þau geta til að koma í veg fyrir mannfall almennra borgara. Af öllu ofangreindu má sjá að siðferðislega gjáin milli Hamassamtakanna og Ísraels gæti ekki verið dýpri. Ef þú, lesandi góður, ert enn ekki sannfærður um hvor aðilinn hefur hærri siðferðisstaðal, hvet ég þig til að taka þér tíma til að hugleiða málið. Þú vilt ekki að þín verði minnst sem málsvara hryðjuverkasamtaka. Ég tilheyri samtökum sem berjast fyrir friði. En það er ólíklegt að það verði friður á meðan hryðjuverkasamtök hafa frelsi til að lýsa yfir stríði á hendur saklausum borgurum og réttmætum valdhöfum sjálfstæðra ríkja. Það þarf að uppræta öll slík samtök og þá fyrst munum við eiga von um einhvers konar frið. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Samfélag Gyðinga um allan heim er í áfalli. Bergmál Gyðingamorða fortíðarinnar heyrist nú í Ísrael, eina þjóðríki Gyðinga í heiminum. Stríði hefur verið lýst yfir. Þetta er stríð sem hefur lengi verið í uppsiglingu og snýst um sjálfa tilveru Ísraelsríkis. Frá því ég byrjaði að skrifa um Ísrael fyrir fjórum árum hef ég sjaldan orðið var við jafn mikinn stuðning. Stöðugt fleiri virðast gera sér grein fyrir því að áróðurinn sem hefur áratugum saman verið viðhafður gegn Ísrael standist ekki skoðun. Grimmilegar athafnir Hamasliða í Ísrael hafa vakið marga til umhugsunar um hvar samúð þeirra raunverulega liggur. Samt sem áður hafa flestir fjölmiðlar ekki sagt alla söguna. Þeir rembast enn við að draga dulu yfir illvirki Hamas og forðast í lengstu lög að draga upp samanburð milli grunngilda Hamas og Ísraels. En það er nauðsynlegt að draga upp slíkan samanburð til að geta gert upp við sig hvar samúð manns liggur. Staða mannréttinda undir Hamassamtökunum Í Ísrael máttu elska þann sem þú vilt. Kona getur klætt sig eins og hún vill. Trúfrelsi er varið með lögum. Fjölmiðlar í Ísrael geta gagnrýnt yfirvöld að vild. Arabar jafnt sem Gyðingar eiga eigin stjórnmálaflokka og lífleg skoðanaskipti eiga sér stað alla daga. Þingkosningar eru haldar með reglulegu millibili. Á palestínsku sjálfstjórnarsvæðum er þessu þveröfugt farið. Lagasetningin þar minnir á hinar myrku miðaldir. Ströng lög gilda um klæðaburð kvenna, skoðana- og trúfrelsi er lítið sem ekkert, og bæði trúleysi og samkynhneigð varða við dauðarefsingu. Það vakti nokkra athygli síðastliðinn september þegar Hamasliðar brugðust ókvæða við kröfu Palestínu-flóttamannahjálparinnar (UNRWA) um að lögleiða samkynhneigð. Þar að auki komu fulltrúar Palestínumanna því inn í Oslóarsamkomulagið að Gyðingum væri óheimilt á búa á Gazasvæðinu. Að lokum hafa hvorki Hamas á Gazasvæðinu né Palestínska heimastjórnin á Vesturbakkanum haldið kosningar síðan 2006. Ólýsanleg grimmd Hamasliða Hegðun Hamassamtakanna gagnvart eigin þegnum er nógu slæm út af fyrir sig. En þegar Hamasliðar réðust inn í Ísrael slepptu þeir af sér öllum hömlum. Það hefur nú verið staðfest að auk þess að myrða saklausa borgara, jafnt unga sem aldna, hafi hryðjuverkamennirnir nauðgað mörgum þeirra kvenna sem þeir réðust á. Þetta viðbjóðslega athæfi minnir óneitanlega á lýsingar Nóbelsverðlaunahafans Nadiu Murad, sem var hneppt í þrældóm af ISIS í Írak. Nú hafa fréttir borist af því að Hamasliðar hyggi á að birta myndskeið á samfélagsmiðlum þar sem gíslar þeirra grátbiðja fyrir lífi sínu. Einnig er líklegt að þeir birti myndskeið af pyntingum og aftökum. Ef við getum ekki sameinast um að kalla þennan hrylling sínu rétta nafni stöndum við svo sannarlega höllum fæti sem samfélag. Hvor hefur hærri siðferðisstaðal? Aðgerðir Ísraels á Gazasvæðinu eru harðar, en allt mannfallið sem þar á sér stað skrifast á Hamassamtökin. Evrópusambandið hefur áður gagnrýnt Hamassamtökin fyrir að nota þegna sína sem mannlega skildi. Það er því augljóst að Hamasliðar vonast til að draga eins marga með sér í dauðann og auðið er. Á meðan gera ísraelsk yfirvöld allt sem þau geta til að koma í veg fyrir mannfall almennra borgara. Af öllu ofangreindu má sjá að siðferðislega gjáin milli Hamassamtakanna og Ísraels gæti ekki verið dýpri. Ef þú, lesandi góður, ert enn ekki sannfærður um hvor aðilinn hefur hærri siðferðisstaðal, hvet ég þig til að taka þér tíma til að hugleiða málið. Þú vilt ekki að þín verði minnst sem málsvara hryðjuverkasamtaka. Ég tilheyri samtökum sem berjast fyrir friði. En það er ólíklegt að það verði friður á meðan hryðjuverkasamtök hafa frelsi til að lýsa yfir stríði á hendur saklausum borgurum og réttmætum valdhöfum sjálfstæðra ríkja. Það þarf að uppræta öll slík samtök og þá fyrst munum við eiga von um einhvers konar frið. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun